miðvikudagur


Nýtt orð

Ég rakst á nýtt orð í gær: Raðfrumkvöðull.

„Kvöðull“ er ekki fallegt orð. Gæti verið sett saman út orðunum kvöð og böðull. Bæði orð innihalda mikla eymd. Framan við þetta orð eru sett tvö forskeyti (sem er ekkert sérlega smart). „Frum-“ tengi ég við forneskju; eitthvað sem er mjög frum-stætt og hrátt. „Rað-“ er forskeyti ég tengi aðallega við illvirki af einhverjum toga, til dæmis morð og nauðganir.

Svo er þessu öllu slengt saman í eitt orð og útkoman er „raðfrumkvöðull“. Smart.

7 Comments:

Blogger Palli said...

Thad eru bara ludar sem segja smart. Sbr. danir.

miðvikudagur, 24 október, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Fyndið að þú skulir segja þetta, því ég var frekar lengi að ákveða hvaða orð ætti að koma þarna í endann.

Ég byrjaði á því að setja smekklegt, en síðan fannst mér það ekki nógu gott. Þannig að ég prófaði að athuga hvort orðið smart passaði betur. Jú, virtist vera. En ég var samt búinn að nota það, þannig að það kom eiginlega ekki til greina.

Í eina sekúndu datt mér í hug að spila lekkert út, en svo tók ég sönsum. Sem betur fer.

Ég var eiginlega búinn að hætta við að pósta, þegar ég áttaði mig á því að ég væri bilaður að vera að spá í þessu. - Ég meina, hver í veröldinni myndi setja út á það hvaða orð stendur þarna í endann? Enginn.

- Annars er ég eiginlega sammála þér. Smart er orð lúðanna.

miðvikudagur, 24 október, 2007  
Blogger Helgi said...

Ég hefði viljað sjá lekkert í endann. Ætla að reyna að koma því inn í setningar á morgun án þess að það virki ekki karlmannlegt. Gæti hugsanlega notað það í boltanum annað kvöld þegar samherji hefur skorað, fagna markinu með "LEKKERT!!"

Orðið Kvöðull minnir mig frekar á röðull sem virkar dónalegt en þýðir samt bara "sól". Eða það sem er ennþá betra "beygist eins og trefill" skv. herdubreid.rhi.hi.is

fimmtudagur, 25 október, 2007  
Blogger Palli said...

Vá ég er feginn að þú notaðir ekki Lekkert, því að ef þú endurraðar stöfunum færðu út "ekkert le" sem myndir þýða að það væri ekkert le.

Þá gætm við ekki verið með orð eins og hlegið, leikur, sleikur og herkúles!

En við myndur samt losna við leg, klepri, slef og slepja.

Hmm, bæði kostir og gallar.

fimmtudagur, 25 október, 2007  
Blogger T said...

Palli lúði!

föstudagur, 26 október, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Nei Palli. Ef maður endurraðar stöfunum fær maður út: ,,Ekkert l" Þannig að þú hétir Pai, sem hljómar pínu franskt. Væri borið fram: Bahh....

mánudagur, 29 október, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

eða

mánudagur, 29 október, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home