Rós er rós er rós
Í vikunni fékk ég senda rós. Búttaður starfsmaður frá Blómaval, afhenti mér poka, sem innihélt rósina, án frekari skýringa. Á kortinu var einungis nafn mitt og heimilisfang. Vantaði upplýsingar um sendanda. Ég hugsaði: Hvað á töffari eins og ég eiginlega að gera við rós? Ég setti pokann út í glugga, þar sem hann lá óhreyfður það sem eftir lifði dags.
Daginn eftir velti ég möguleikunum fyrir mér. Ég get ekki hent henni, það má alls ekki. Ég get heldur ekki sett hana á stofuborðið, það er alltof stelpulegt. Og loks get ég ekki haldið áfram að geyma hana í þessum poka; fyrst rósin er á annað borð komin í hús, verð ég að gera eitthvað sómasamlegt við hana.
Eftir mikil heilabrot, komst ég að niðurstöðu. Ég áfram-gef rósina. Með því móti, myndi ég losna undan ábyrgð að finna henni stað og hún fengi sess við sitt hæfi einhvers staðar annars staðar.
En hverjum á ég að gefa rósina? Það fylgja alltaf ákveðin skilaboð með svona blómasendingum. Hvaða stelpa (það hlaut að vera stelpa, svo mikið vissi ég) myndi ekki taka því sem ástarjátningu af minni hálfu, ef hún fengi svona sendingu frá mér? Mér datt bara ein í hug.
Ég bankaði upp á hjá nágrannakonunni, sem er 88 ára gömul, og sagðist hafa dottið í hug að gleðja hana með þessu smáræði. Hún þakkaði mér fyrir og sagðist myndu finna rósinni góðan samanstað. Eftir stutt og ánægjulegt spjall kvöddumst við. Þungu fargi var af mér létt.
Nema hvað, að nú áðan, geng ég framhjá húsi nágrannakonunnar og rek augun í eitthvað kunnuglegt sem lá í gluggakistunni. Þetta var rósa-pokinn góði. Hann var óupptekinn.
Hvað er málið? Getur verið að gamla konan sé í sömu rósa-vandræðum og ég? Er hún núna, akkúrat þessa stundina, að brjóta heilann um það, hverjum hún geti áfram-gefið þessa rós, án þess að það virki sem einhver játning af hennar hálfu. Og svo er það önnur spurning: Hver sendi mér rósina? Var það kannski einstaklingur, sem var að glíma við sama vandamál og ég og gamla konan? Var hún áfram-send á mig, til þess að losna undan ábyrgðar-farginu sem virðast fylgja þessari rós. Hafa margir fengið þessa rós senda áður en hún barst mér? Tíu? Tuttugu? Og hver í veröldinni keypti hana upphaflega? Hvað var hann eiginlega að spá?
Í vikunni fékk ég senda rós. Búttaður starfsmaður frá Blómaval, afhenti mér poka, sem innihélt rósina, án frekari skýringa. Á kortinu var einungis nafn mitt og heimilisfang. Vantaði upplýsingar um sendanda. Ég hugsaði: Hvað á töffari eins og ég eiginlega að gera við rós? Ég setti pokann út í glugga, þar sem hann lá óhreyfður það sem eftir lifði dags.
Daginn eftir velti ég möguleikunum fyrir mér. Ég get ekki hent henni, það má alls ekki. Ég get heldur ekki sett hana á stofuborðið, það er alltof stelpulegt. Og loks get ég ekki haldið áfram að geyma hana í þessum poka; fyrst rósin er á annað borð komin í hús, verð ég að gera eitthvað sómasamlegt við hana.
Eftir mikil heilabrot, komst ég að niðurstöðu. Ég áfram-gef rósina. Með því móti, myndi ég losna undan ábyrgð að finna henni stað og hún fengi sess við sitt hæfi einhvers staðar annars staðar.
En hverjum á ég að gefa rósina? Það fylgja alltaf ákveðin skilaboð með svona blómasendingum. Hvaða stelpa (það hlaut að vera stelpa, svo mikið vissi ég) myndi ekki taka því sem ástarjátningu af minni hálfu, ef hún fengi svona sendingu frá mér? Mér datt bara ein í hug.
Ég bankaði upp á hjá nágrannakonunni, sem er 88 ára gömul, og sagðist hafa dottið í hug að gleðja hana með þessu smáræði. Hún þakkaði mér fyrir og sagðist myndu finna rósinni góðan samanstað. Eftir stutt og ánægjulegt spjall kvöddumst við. Þungu fargi var af mér létt.
Nema hvað, að nú áðan, geng ég framhjá húsi nágrannakonunnar og rek augun í eitthvað kunnuglegt sem lá í gluggakistunni. Þetta var rósa-pokinn góði. Hann var óupptekinn.
Hvað er málið? Getur verið að gamla konan sé í sömu rósa-vandræðum og ég? Er hún núna, akkúrat þessa stundina, að brjóta heilann um það, hverjum hún geti áfram-gefið þessa rós, án þess að það virki sem einhver játning af hennar hálfu. Og svo er það önnur spurning: Hver sendi mér rósina? Var það kannski einstaklingur, sem var að glíma við sama vandamál og ég og gamla konan? Var hún áfram-send á mig, til þess að losna undan ábyrgðar-farginu sem virðast fylgja þessari rós. Hafa margir fengið þessa rós senda áður en hún barst mér? Tíu? Tuttugu? Og hver í veröldinni keypti hana upphaflega? Hvað var hann eiginlega að spá?
6 Comments:
Ég myndi líklegast bara deyja úr forvitni. Gamla konan var nokkuð góð lausn á þessu hjá þér! Samt gæti verið vandræðalegt ef sá sem sendi þér rósina kemur í heimsókn í þeirri von að þú hafir komið henni fyrir á góðum stað hjá þér.
...eða lesi þetta blogg.
Kíki í heimsókn...? Lesi bloggsíðuna...? Kommon. Þið hljómið eins og St. Jósepssystur.
Þetta var nafnlaus sending. Það er bara vitleysa að segja, að ég beri skyldur gagnvart sendandanum. Hvernig ætti það að virka?
Segjum, að ég myndi senda ykkur blóm á morgun. Ég myndi samt ekki segja til nafns. Svo daginn eftir, myndi ég senda ykkur páfugl. Og þriðja daginn folald. Allt mjög fallegar gjafir – en berið þið skyldu til að virða þær sem slíkar? Þið væruð með páfugl á vappi í stofunni, vegna þess að „einhver“ sendi ykkur hann af góðum hug. Það segir mér enginn að þið mynduð ekki gera allt sem í ykkar valdi stæði, til að áfram-gefa þessar gjafir eitthvert annað.
Men! Ég sé að ég þarf átakanlega að finna mér nýja vini (Note-to-self: Þarf að leita fanga annars staðar en í St. Jósepsklaustri í Hafnafirði. Það er greinilega ekki að virka). Einhverja harðsvíraða. Ætli Mc Fáfnir sé enn með lausa stöðu, eftir að gæinn hætti hjá þeim þarna um daginn? Ætli liðsmenn Mc Fáfnis hlusti mikið á Mc Hammer? Kannski dansa þeir líka Mc Hammer dansinn. Ef svo er, langar mig ekkert sérstaklega að hanga með þeim.
Can't touch this!
Ég held að gamla konan vilji að þú bankir uppá og talir við hana um rósirnar, hún er jú svo glöð að hafa svona myndarpilt hjá sér. Reynt að ná athygli þinni áður með því að taka ísskápinn úr sambandi en ekkert gekk. Mér finnst að þú ættir að reyna frekar við hana, ekki láta rósirnar nægja.
Can't touch this, PeterTime!
Jói... ég held þú sért búinn að gera stór mistök. 88 ára gamlar konur leggja sömu túlkun í blóm og aðrar. Nú heldur þessi grannkona að þú sért að stíga í vænginn á henni. Frekar vandræðaleg staða. -Heiða tussa
Ég sendi þér rósina!
Skrifa ummæli
<< Home