mánudagur

Steggjun 2007

Einn góður vinur minn var steggjaður um helgina. Við fórum m.a. með hann í Kolaportið, þar sem hann brá sér í gervi götulistamanns og bauð gestum og gangandi upp á portret andlitsmyndir. Tók bara fimm mínútur að gera þær - og kostaði ekki meira en 500 kr.

Þetta var samt ekki svona auðvelt. Við vorum nefnilega búnir að teikna eitthvað dónalegt inn á öll blöðin, og fyrirmælin voru þau að hann mátti ekki krota yfir það. Hann mátti hins vegar ,,fela" dónaskapinn, með því að teikna í kring um hann og freista þess að láta hann á einhvern hátt ,,falla inn í umhverfið".

Eftir tvær mínútur af harki, kom fyrsti viðskiptavinurinn. Hann settist á koll fyrir framan stegginn, sem setti sig í stellingar. Á blaðinu fyrir frama hann var mynd af drjóla. Það var tómt að öðru leyti. Ég vissi strax, að þetta yrði mjög athyglisvert.

Steggjahópurinn blandaðist fullkomlega inn í mergð Kolaportsins. Engan grunaði að hér væri um einn hóp að ræða. Eftir nákvæmlega fimm mínútur lýkur steggurinn (sem var ekkert sérstaklega góður að teikna, bara svona eins og gengur og gerist) við myndina og býður viðskiptavininum að sjá. Það kom einhver svipur á hann. Síðan horfir hann á stegginn. ,,Ég ætla ekki að borga 500 kr fyrir þetta", sagði hann síðan og húrraði sér á brott. Hljómur setningarinnar, og þá sérstaklega hvernig hann sagði orðið ,,þetta", var löðrandi af fyrirlitningu.

Ég fór til steggjarins og kíkti á myndina. Þetta er það sem ég sá: Drjóli með gleraugu og yfirvaraskegg. Hann brosti vinalega og virtist bara vera nokkuð geðþekkur. Hann var klæddur í jakkaföt og sat á stóli. Fyrir aftan hann var skilti sem stóð á Kolaport. Þetta átti að kosta kúnnan 500 kr. Ég hélt ég myndi rifna í tvennt, ég hló svo mikið.

Það tóku einhverjir mynd af þessari teikningu. Það væri gaman ef einhver myndi nenna að setja hana á netið og linka á hana inni á kommentakerfinu. Ég held að ég hafi ekki hlegið svona lengi í marga mánuði, eða frá því að Guðmundur Jón var að lýsa því á ensku hversu óþekkur strákur Gutti var. Það var líka gott.

1 Comments:

Blogger Guðmundur Jón said...

http://www.journal.lv/blog/2007/09/15/nsfw

föstudagur, 26 október, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home