þriðjudagur


Partýgestir

Ég spurði vin minn um daginn hverjum hann myndi bjóða í partý, ef hann fengi að bjóða hverjum sem er, lífs eða liðnum. Hann nefndi
Marquis de Sade ásamt fleiri partýljónum. Frekar athyglisvert val.

Þeir sem ekki nenna að lesa umfjöllun Wikipediu um greifann, er hann frægastur fyrir brenglaða kynhvöt sína. - En sadisminn er kenndur við hann (og partýin sem hann stóð fyrir, voru áþekk þeim sem voru í myndinni Eyes Wide Shut).

Ég hef sjálfur velt þessari spurningu fyrir mér. Hverjum myndi ég bjóða?

Auðvelt:

Úti á enda sæti Egill Skallagrímsson. Hann er hafður þar, vegna þess að ég væri pínu hræddur við hann. Við hliðina á honum sæti Þórbergur Þórðarson. Þeir gætu örugglega rætt heilmikið saman um skáldskap. Svo kem ég og Scarlet Johansen. Hún væri deitið mitt. Henni á hægri hönd væri Woody Allen (þau þekkjast víst eitthvað) og loks kæmi Jesú. Já, ég veit að það er hálf leim að tína til Jesú, en mig langar samt að fá hann. Hann er örugglega athygliverður gaur. Morrissey myndi syngja fyrir okkur, en hann fengi ekki að vera með í borðhaldinu vegna þess að hann er örugglega frekar leiðinlegur.

Aðrir sem koma til greina:
- Maradona
- Tyler Durden
- Bæti við fleirum eftir því sem mér dettur í hug.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú hlýtur að fá Yoko Ono til að spila á gítar á eftir Morrissey.

Sem nörd þá myndi ég vilja fá Stephen Hawking og Einstein í spjall. Svo einhvern fáránlegan gaur eins og Robert Wadlow, einhvern dverg og svo kannski feitu tvíburana sem voru alltaf á mótorhjólum. Ekki má svo gleyma að fá Jón Pál og kannski Sverri Stormsker með honum. Frímann Gunnarsson (úr Sigtinu) væri líka fyndið að fá í heimsókn.

Dettur bókað fleiri sniðugir í hug seinna.

þriðjudagur, 09 október, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Ég myndi líka vilja fá Robert Wadlow, veit samt ekki af hverju. Hefði líklega bara gaman að því að sjá hann borða.

miðvikudagur, 10 október, 2007  
Blogger Palli said...

Ef maður má velja fólk sem hefur aldrei verið til (Tyler Durden, Jesú (sannaðu það)), þá er maður kominn með allta aðra spurningu en ég hélt að þú værir að spyrja.

Gæti ég til dæmis fengið Captain Kirk í partýið og kannski Villa spætu? Hvað með að fá þá Óðinn eða jafnvel guð í partýið líka?

Ég myndi samt ekki velja fræðimenn, stjórnmálamenn eða trúarleiðtoga. Held bara að það lið kunni ekki að skemmta sér eins vel og.. tja.. Rokkstjörnur eða Rómverskir keisarar (voru þeir stjórnmálamenn?).

miðvikudagur, 10 október, 2007  
Blogger Unknown said...

Má ég koma sem deitið hans Þórbergs?

sunnudagur, 11 nóvember, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home