föstudagur

Léleg vika og ninjur

Þetta er nú búin að vera léleg vika. Ég hef ekkert gert, nema sofa og vinna. Hvers konar líf er það? - Ekki nógu gott. Þessu verður að breyta.

Draumar geta varla veitt manni mikla fyllingu[1], þeir eru svo óraunverlegir. Á einhvern hátt er vinna líka óraunveruleg. Þar er maður aukapersóna í draumi einhvers annars. Svo ekki sé talað um hegra glaums og óminnis sem vofir stundum yfir manni um helgar. Hann er jafnvel óraunverulegastur af öllu.

Á morgun ætla ég að sjá Hamskiptin eftir Kafka. Þá snúast hlutverkin við. Leikritið er meiri plat-raunveruleiki og minn heimur. Það hlýtur að vera. Og í samanburðinum virðist minn veruleika kannski beittari. Gæti verið.

Úff, þetta eru nú frekar fúlir þankar. Jú, ég get nefnt eina góða uppgötvun sem ég gerði í vikunni: Á einhvern undarlegan hátt gleðja ninjur mig alltaf.
Dæmi 1, dæmi 2 og vídjó-dæmi hér að neðan. (Note-to-self: Komast að því hvernig maður verður ninja).



Ninjur í skrúðgöngu

[1]
Fyrir utan drauminn um daginn, þegar ég var draugabani.

4 Comments:

Blogger Jói Ben said...

Enn ein skemmtileg ninjan hér.

laugardagur, 24 nóvember, 2007  
Blogger Palli said...

Já ekki mun ég deila við þig þar. Ninja er eitt af þessum orðum sem maður lærir sem krakki að sé það töffaðasta í heiminum. Algengt orð sem hreppir annað sætið er Basúka.

mánudagur, 26 nóvember, 2007  
Blogger Jói Ben said...

Já, þetta er rétt hjá þér með basúkuna. Orðið virðist mjög spennandi. Ég get samt ekki alveg fest á það fingur, hvað nákvæmlega það er sem er spennandi við það, því orðið básúna, sem hefur mjög svipaðan hljómagang, er ekki neitt spennandi.

Sama gildir um Rambó. Það er eitthvað við þetta nafn sem er töff. Fullt nafn, John Rambó, er hins vegar ekki jafntöff.

mánudagur, 26 nóvember, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

The birth of a ninja strípan eftir Wulff er fáránlega fyndin.

Kveðja frá Boston,
Óttar

þriðjudagur, 27 nóvember, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home