sunnudagur

Athyglisverður dagur í Delhi

Nú veit ég ekki alveg hvar á að byrja. Jú, byrjum í gær.

Ég datt út úr flughöfninni seint í gærkvöldi og það fyrsta sem ég tók eftir var tunglið. Það lá á bakinu. - Eitthvað sem ég þráði líka, eftir rúmlega sólarhrings vöku.

Leigubílstjórinn var barn að vexti og skaðræðisgripur í umferðinni. Hann hló á milli þess sem hann talaði ensku, sem ég skildi ekki bofs í. Á einum tímapunkti var hann næstum því búinn að keyra niður strákbjálfa sem birtist
, að því er virtist úr engu, á götunni. Þá hló bílstjórinn hátt og djöfullega (og reyndar ég líka, því þetta var svoldið fyndið; strákurinn byrjaði að hlaupa á undan bílnum, í stað þess að stökkva frá, hahaha). Eftir 40 mínútur við hliðina á sjálfum umferða-skrattanum kom ég á leiðarenda. Park hotel.

Á hótelinu lenti ég í veseni, sem ég nenni ekki á tíunda hér, en það fór vel. Ég endaði í svítu, sem virðist vera hannað fyrir litla soldána. Kann ég því vel.

Í dag er ég búinn að keyra um borgina (og borgaði bílstjóranum 800 íkr fyrir viðvikið). Ég sagði honum hvert ég vildi fara, en hann fór eitthvað allt annað. Til dæmis í skartgripabúðina, þar sem mér voru sýndur skartgripir, í teppabúðina, í útskurðarbúðina og svona mætti áfram telja. Semsagt: allir þeir staðir sem ég hefði aldrei farið á. En hvað um það.

Ég ætla að hætta hér, því ég þarf að drífa mig í mat, en skrifa kannski meira seinna í ferðinni, svona eins og tími gefst til.

4 Comments:

Blogger Baldtur said...

hljómar spennandi

keep us posted

b

mánudagur, 03 desember, 2007  
Blogger Palli said...

Þú ert nú meiri kallinn!

mánudagur, 03 desember, 2007  
Blogger Unknown said...

Kannski halda allir að þú sért soldán því að þú ert svo fínt klipptur. Til að sanna kenninguna ber að nefna hótelsvítuna sem og skartgripabúðina. Soldánar eru allir í djásninu.

miðvikudagur, 05 desember, 2007  
Blogger Unknown said...

Kannski halda allir að þú sért soldán því að þú ert svo fínt klipptur. Til að sanna kenninguna ber að nefna hótelsvítuna sem og skartgripabúðina. Soldánar eru allir í djásninu.

miðvikudagur, 05 desember, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home