mánudagur

Nýtt ár

2007 var ekki merkilegt ár. Ef ég ætti að gefa því einkunn, fengi það 6,3. Það er ekki nógu gott. Og því ber að breyta.

Það sem bar hæst á árinu, er líklega árangur Valsmanna í knattspyrnu. Það verður líklega eina minningin um árið 2007. Það er ansi dapurleg staðreynd.

Þrjár setningar í röð sem byrja á ,,það". Nú hringja viðvörunarbjöllurnar. Ég er of þreyttur til þess að skrifa neitt af viti. Ætla að detta í háttinn. Áður en ég geri það, ætla ég samt að segja frá ákvörðun minni um árið 2008. Það skal heita ár hugdirfsku. Og þá er að tala um að sýna ofur-hugrekki, þar sem flestir myndu kjósa að sitja hjá. - Það var pælingin.

7 Comments:

Blogger Palli said...

Ég myndi nú segja að Loðni Soldánninn standi vel upp úr.

mánudagur, 07 janúar, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Einhvern veginn tekst þér að láta allt hljóma alveg ótrúlega dónalega.

mánudagur, 07 janúar, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my site, it is about the CresceNet, I hope you enjoy. The address is http://www.provedorcrescenet.com . A hug.

þriðjudagur, 08 janúar, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju Jói, er þetta ekki fyrsti ruslpósturinn á athugasemdakerfinu?
Koma þér upp kerfi eins og kristján.
Annars er snilld að Valur sé íslandsmeistari í kk og kvk flokki!

þriðjudagur, 08 janúar, 2008  
Blogger Palli said...

"A hug" er greinilega kveðjan 2008!

miðvikudagur, 09 janúar, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

"I kiss you"
"Like taken pictures"
"Like girl come to my place, stay for free"
Internationale, si

miðvikudagur, 09 janúar, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ. Þessi færsla var viðkunnaleg, og bloggið þitt er mjög athyglisvert, til hamingju :-). Ég mun bæta í blogg listann minn =). Ef hægt gefa síðast á síðunni minn, það er um CresceNet, ég vona að þú njótir. Netfangið er http://ww.proveorcrescenet.com. Faðmlag.

fimmtudagur, 10 janúar, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home