Úr einu í annað
Fjórar heimsóknir! Nú eru meðmælin, með síðu Guðmundar Jóns, búin að standa efst á síðu minni í tvær vikur, og hann segir mér að það hafi aðeins skilað fjórum heimsóknum. Þetta er algjör skandall!
Ég kíkti á kaffihús fyrr í kvöld. Vinur minn og ég mæltum okkur móts á Barnum, og ætluðum síðan að fara þaðan eitthvert annað. Á Barnum tók við heldur undarleg sjón. Hann var troðinn af unglingum sem voru að reykja sígarettur. Þá er ég ekki að tala um einn og einn, heldur mundaði hver einasta sála þarna inni líkistunaglann. 50 manns allt í allt, ég taldi. Þetta voru greinilega samantekin ráð. Menn eru að bjóða kerfinu birginn. Það styttist í uppreisnina.
Ég sá myndbrot af Steve Hawkins á YouTube. Hann sat í stólnum sínum og hreyfði sig ekki neitt. Einhvers staðar heyrðist rödd vélmennis útskýra ýmis vísindaleg fyrirbæri. Ég fór að spá í þessu. Er hann ekki bara löngu dauður? Það gæti alveg verið einhver sjúkur brandari í gangi. Þegar hann dó, var hann látinn liggja áfram í stólnum og stýrt með fjarstýringu. Svo talar einhver fyrir hann með talstöð. Ef rétt reynist, þá er þetta sjúkt.
Hvað meira..? Jú, Helgi og Sigurveig eignuðust barn um daginn. Það á ekki að heita Jóhannes B. Helgason, eins og ég hafði vonað, heldur Sigurður Arnar. Mér finnst þetta gott nafn. Án vafa næstbesta nafnið sem þau hefðu geta fundið. Lélegasta nafnið er hins vegar Zhongsheng, en það þýðir ,,fæddur í mannþröng". Frábært.
Ég var að spá í að skrifa um borgarmál, en ég er eiginlega orðinn of seinn. Mig langar samt að segja: Hefur einhver séð húsin á Laugavegi 4 og 6? Þetta eru ljótustu hús í allri Reykjavík, og þótt víðar væri leitað. Hvernig í veröldinni dettur mönnum í hug að vilja varðveita þau? Eru menn klikkaðir?
Fjórar heimsóknir! Nú eru meðmælin, með síðu Guðmundar Jóns, búin að standa efst á síðu minni í tvær vikur, og hann segir mér að það hafi aðeins skilað fjórum heimsóknum. Þetta er algjör skandall!
Ég kíkti á kaffihús fyrr í kvöld. Vinur minn og ég mæltum okkur móts á Barnum, og ætluðum síðan að fara þaðan eitthvert annað. Á Barnum tók við heldur undarleg sjón. Hann var troðinn af unglingum sem voru að reykja sígarettur. Þá er ég ekki að tala um einn og einn, heldur mundaði hver einasta sála þarna inni líkistunaglann. 50 manns allt í allt, ég taldi. Þetta voru greinilega samantekin ráð. Menn eru að bjóða kerfinu birginn. Það styttist í uppreisnina.
Ég sá myndbrot af Steve Hawkins á YouTube. Hann sat í stólnum sínum og hreyfði sig ekki neitt. Einhvers staðar heyrðist rödd vélmennis útskýra ýmis vísindaleg fyrirbæri. Ég fór að spá í þessu. Er hann ekki bara löngu dauður? Það gæti alveg verið einhver sjúkur brandari í gangi. Þegar hann dó, var hann látinn liggja áfram í stólnum og stýrt með fjarstýringu. Svo talar einhver fyrir hann með talstöð. Ef rétt reynist, þá er þetta sjúkt.
Hvað meira..? Jú, Helgi og Sigurveig eignuðust barn um daginn. Það á ekki að heita Jóhannes B. Helgason, eins og ég hafði vonað, heldur Sigurður Arnar. Mér finnst þetta gott nafn. Án vafa næstbesta nafnið sem þau hefðu geta fundið. Lélegasta nafnið er hins vegar Zhongsheng, en það þýðir ,,fæddur í mannþröng". Frábært.
Ég var að spá í að skrifa um borgarmál, en ég er eiginlega orðinn of seinn. Mig langar samt að segja: Hefur einhver séð húsin á Laugavegi 4 og 6? Þetta eru ljótustu hús í allri Reykjavík, og þótt víðar væri leitað. Hvernig í veröldinni dettur mönnum í hug að vilja varðveita þau? Eru menn klikkaðir?
5 Comments:
Steven Hawking er náttúrulega svakalega töff. Ég er að meta það að hann er með þriðju mest töff rödd í heimi (á eftir Darth Vader og gaurnum sem les inn á bíómyndatrailera). Spurning hvort það sé smá 'Weekend at Bernies'-scheme í gangi? Það væri fyndið (eins og Weekend at Bernies).
Ég er svo alveg sammála með Laugaveg 4 og 6. Hálfbróðir minn bjó á Laugavegi 4 og það var crummy hús með rottum. Þetta eru óttalegir bílskúrar, ekkert merkilegt við þau annað en að þau eru gömul. Geymum gömul flott hús, en ekki gamla hundakofa.
ps. ég kíkti tvisvar á GJA í gegnum þennan link. Hmmm....
Já húsin sem slík eru ekkert spes. Held samt að lausnin sé ekki að rífa þau og byggja eitthvað forljótt hús í staðinn, voða nýtískulegt og úr gleri, sem á eftir að vera ógeðslega ljótt eftir 20-30 ár (hvað vorum við að spá?).
Annars hefur Stephen Hawking ekki gert neitt að viti síðan hann skrifaði the Shining.
Laugarvegur 4-6 eru líklega eins og 10 sekúndna stanslaus vindverkur eftir margra tíma magaverk: Góður hlutur þrátt fyrir allt það slæma sem hann stóð fyrir!
Geir: Hundakofarnir tveir kostuðu okkur hálfan milljarð. Það má umreikna í 10.000.000.000 fimmaurakúlur, sem er nóg til að gleðja alla jarðarbúa og vel það. Hefði ekki verið skemmtilegra að kaupa frekar nammið?
Annars skil ég þig ekki. Hvað stóðu kumbaldarnir fyrir?
parf ad athuga:)
Skrifa ummæli
<< Home