mánudagur

Í dag er mánudagur

Nú verð ég að fara að skrifa eitthvað á þessa síðu. Annars hætta þeir sárafáu sem enn lesa hana (og aðallega af vorkunsemi við mig) að líta við.

Um daginn lá leið mín upp Klapparstíginn. Það er í sjálfu sér ekki frásögu færandi, nema vegna þess að þar mætti ég einhverjum ljótasta kvenmanni sem ég hef nokkurn tímann augum litið. Ég veit að það er ljótt að segja svona, en ég held að flestir myndu taka undir, hefðu þeir verið í mínum sporum. Hrossatúlli, var lýsingarorðið sem lifnaði við í kollinum á mér. Þessi kona var sannkallaður hrossatúlli.

Þá skyndilega rann upp fyrir mér, að hún ýtti á undan sér barnavagni. Hrossatúllinn átti barn. Hvernig má það vera? Nokkrar skýringar virtust líklegar:

- Vagninn var tómur.
- Tæknifrjóvgun.
- Galdrar.
- Hún var að stela barninu.
- Hún var að stela barninu, af því að hún er norn (sem borðar lítil börn).
- Meyfæðing.

Mig langaði helst til þess að hlaupa á eftir henni og krefja hana svara, en ég hafði það ekki í mér. Bæði var ég nýbúinn að borða, og svo var ég líka pínulítið hræddur. Kannski bar hún með sér einhverja pest? Svo var möguleiki að hún væri setin illum anda? - Það er eins konar regla hjá mér, að leggja ekki lag mitt við þess háttar fólk.

Ég veit svosem ekki hver punkturinn með þessum skrifum er. Ég bara varð að létta á hjarta mínu. Einhver varð að hlusta. Ég gat bara ekki haldið þessu inni, það var ekki hægt. - Á morgun segi ég kannski frá stóra manninum sem ég sá í fyrradag. Meeen... var hann stór! Eins og tré, ég sver það. Eins og tré! Það voru meira að segja fuglar í honum. - Meira á morgun.

6 Comments:

Blogger Thor said...

Þú veist að það var öskudagur um daginn. Dö!

mánudagur, 11 febrúar, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Getur verið að frelsinn endurfæddur hafi verið í vagninum?

Það eru greinilega seinustu forvöð að fara gera eitthvað gott í þessum heimi til að komast hjá eilífri kvöl.

þriðjudagur, 12 febrúar, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Auðvitað róni!!! Vagninn var fullur af bjór

miðvikudagur, 13 febrúar, 2008  
Blogger Palli said...

Hahaha. Við, fallega fólið hlæjum að ljótu fólki!

Líklegast er maðurinn sem barnaði hana ennþá ljótari, þar sem hann gat ekki gert betur en þetta. Þú hefðir átt að elta hana heim og taka myndir inn um gluggann!

miðvikudagur, 13 febrúar, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Thor: Ef þetta var búningur, hvað var þá konan að leika? Ljóta konu? Hvers konar búningur er það?

Rikki: Mikið rétt. Nú fer hver að vera síðastur að bjarga sálu sinni, því endalokin eru á næsta leiti. Við þurfum bráðum að hittast og bæta upp fyrir syndirnar. Gerum góðverk, eins og í gamla daga. Manstu ekki sumarið '92? Það var gott ár. - Hittumst í sjálboðaliðaklúbbnum á eftir. Ég skal koma með skeiðarnar, ef þú kemur með meðalið. Hljómar það ekki vel? Svo skiptumst við bara á að mata heimilislausa fólkið.

Nafnlaus: Kenningin er góð. Sérstaklega í ljósi þess, að það kann að vera að þetta hafi verið Öskudagur (sbr, Thor). En það rímar við Flöskudagur. Og kannski var þessi ágæta kona bara að fara með flöskurnar sínar í göngutúr. Það gæti bara vel verið.

Palli: Ég er ekki viss um að hægt væri að taka myndir af þessu fólki. Filman myndi á einhvern hátt hafna þeim. Auk þess, hvað hefði ég átt að gera við myndirnar? Horfa á þær og líða illa? Nei, þá er betra að sleppa því.

sunnudagur, 17 febrúar, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Persónulega finnst mér skemmtilegra að mata heimiliseigendur því hvað fær maður mögulega til baka við að mata heimilislausa..... vonast til að einn þeirra meiki það og launi manni greiðan mörgum árum seinna! Vertu raunsær jói, það væri heimskulegasta áhættufjárfesting í heimi!

sunnudagur, 24 febrúar, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home