sunnudagur

Hit me baby one more time

Fyrir ári síðan hrökk ég upp með andfælum af værum svefni. Á vörunum var stórkostleg uppgötvun. Mig hafði dreymt svarið við spurningu, sem hafði verið mér höfuðverkur í mörg ár. Hvað í veröldinni á Britney Spears við, þegar hún segir:
Hit me baby one more time...
Að mínum dómi, hafði þessi setning verið ótvíræð. Það var ekki hægt að skilja þetta öðruvísi, en að hún væri að biðja einhvern um að tuska sig til. Það liggur í orðana hljóðan. Eða hvað?

Nei, þennan sæla sumardag árið 2007, áttaði ég mig loksins á því, að merkingin var önnur. Þegar hún segir hit me, er það í sömu merkingu og í spilinu 21. Hún er semsagt að frýja einhvern fantinn, að taka sénsinn á sér aftur. Auðvitað.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég varð forvitinn því ég hafði einhvern tíma pælt aðeins í þessu. Eftir örstutt gúgl, þá fann ég þessa skýringu:

What the hell does "Hit me baby one more time" mean?

It's in reference to outdated slang. Hit me with the info, are we breaking up or staying together?

Ef þú skoðar texta lagsins þá meikar þetta einhvern sens.

mánudagur, 18 febrúar, 2008  
Blogger Thor said...

Hit me with another dose of crack?
Gæti meikað meiri sens í dag.

Jói, hvað ertu að beina meiri athygli að Britney. Er hún ekki búin að þjást nóg?

http://youtube.com/watch?v=LWSjUe0FyxQ

mánudagur, 18 febrúar, 2008  
Blogger Jói Ben said...

KRiZ: Ég veit ekki alveg hvort að ég geti gúdderað þessa kenningu. Samkvæmt textanum eru þau hætt saman. Af hverju ætti hann að þurfa að svara því, hvort þau séu enn saman eða ekki, þegar það liggur ljóst fyrir?

Ég reifaði þessar vangaveltur í hádegismat með vini mínum, sem sagði að báðir hefðum við rangt fyrir okkur. Textinn sneri augljóslega að bólförum. Að skírskotun hennar í einmanaleikann, sé ekkert annað en dulargervi þess, að hún sé ófullnægð. Hit me baby... er í þessu sambandi tenging við kvalalosta. - Gæti verið.

Svo heyrði ég líka, að hit me væri orðalag sem gæti þýtt ,,hringdu í mig". - Sem meikar sens ef þau eru hætt saman.

Annars ruglar þessi texti mig. Ég gat ekki betur skilið, en að hún hafi látið kappann róa. Hvers vegna fer hún fram á það, að hann eigi frumkvæðið af því að þau taki saman aftur? Frumkvæðið á augljóslega að vera hennar, ef að þessu á að verða.

Thor: http://youtube.com/watch?v=unQSPi8RNCw&feature=related


Hér er textinn við lagið:

Oh baby baby, oh baby baby.
Oh baby baby, how was I supposed to know, that something wasn't right here?

Oh baby baby, I shouldn't have let you go, and now you're out of sight, yeah.

Show me how you want it to be, tell me baby cuz I need to know now, oh because:

My loneliness is killing me (and I), I must confess I still believe (still believe). When I'm not with you I lose my mind. Give me a sign, hit me baby one more time!

Oh baby baby, the reason I breathe is you, boy you've got me blinded.
Oh pretty baby, theres nothing that I wouldn't do, thats not the way I planned it.

Show me how you want it to be, tell me baby cuz I need to know now, oh because:

My loneliness is killing me (and I), I must confess I still believe (still believe). When I'm not with you I lose my mind. Give me a sign, hit me baby one more time!

Oh baby baby, how was I supposed to know. Oh pretty baby, I shouldn't have let you go. I must confess that my loneliness, is killing me now; don't you know I still believe, that you will be here, and give me a sign. Hit me baby one more time

My loneliness is killing me (and I), I must confess I still believe (still believe). When I'm not with you I lose my mind. Give me a sign, hit me baby one more time!

I must confess (my loneliness) that my loneliness (is killing me) is killing me now (I must confess) don't you (I still believe) know I still believe, that you will be here (I lose my mind), and give me a sign...

Hit me baby one more time!

þriðjudagur, 19 febrúar, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Thor: http://www.youtube.com/watch?v=gGRIbDaNTR4&feature=related

þriðjudagur, 19 febrúar, 2008  
Blogger Palli said...

Hún er augljóslega að biðja um annað skilti.

miðvikudagur, 20 febrúar, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Annað skilti? Hvers konar skilti?

föstudagur, 22 febrúar, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

jæja mér leiðist, blogga meira ...

miðvikudagur, 27 febrúar, 2008  
Blogger Palli said...

I must confess (my loneliness) that my loneliness (is killing me) is killing me now (I must confess) don't you (I still believe) know I still believe, that you will be here (I lose my mind), and give me a sign...

mánudagur, 03 mars, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Æ Jói minn!
Þú teygir þig eftir kökukrúsinni með kámugu feitu litlu puttunum þínum vitandi fullvel að þú nærð henni aldrei. Stop living in the dreamworld. Þú átt aldrei eftir að leysa Britney ráðgátuna. Enginn getur það. K´fed komst ansi nálægt því.... VILTU ENDA EINS OG K´FED!

þriðjudagur, 04 mars, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Á þessari óþægilegu get ég einungis skilið að ég hafi móðgað þig. Ég hef móðgað þig illilega og ég ætlaði ekki að gera það. Hvað svo sem það var sem þín veikburða siðferðiskennd þoldi ekki get ég ekki ímyndað mér og ég ætla ekki að sóa meira tíma í það. Þannig að hér kemur tímabær, en samt að mínu mati óþörf afsökun.

Fyrirgefðu Jói minn, ég var að grínast þegar ég sagði að þú værir með feita putta. Þeir eru horaðir, veiklulegir og vannærðir eins og restin af þér.

Jæja þetta tók töluvert á mig þar sem ég er ekki vanur að bera sálu mína.

mánudagur, 17 mars, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Þú þarft ekkert að afsaka það sem satt er. Þó að ég sé rengla frá hvirfli til ilja eru fingur mínir alveg fáránlega feitir.

Ég hef til dæmis aldrei geta spilað á píanó svo vel sé. Puttarnir hlussast eins og kartöflumús yfir a.m.k. tvær nótur í einu ef ekki þrjár. Og þennan texta stimpla ég inn á lyklaborðið með tungunni.

Já, Rikki. Það er ekki tekið út með sældinni að vera með svona viðbjóðslega feita fingur. Ónei.

miðvikudagur, 19 mars, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home