Skrifæði
Dyggir lesendur þessarar síðu hafa undanfarna daga hringt í mig, með skorpna sál (eins og þeir orða það sjálfir). Hver er ástæðan? spyr ég hógvær. Næringarskortur, stynja þeir aumlega. Andlegur næringarskortur. Jói! Þú verður að fara að skrifa eitthvað, annars er fer illa fyrir okkur. Og þá segi ég: Ojú-jú. Ég skal sjá til hvað ég get gert...
Það er hellingur sem ég hef ætlað að skrifa um undanfarna daga. Til dæmis strandhögg Moldvörpufólksins í Euróvisjon. Hvernig þetta lag fékk 50.000 atkvæði er með öllu óskiljanlegt.
Fyrir þá sem ekki þekkja Moldvörpufólkið, býr það neðanjarðar og borða mold. Margt í fari þessa fólks er mjög óljóst. Þó er víst, að enginn stendur upp úr þessum hópi. Allir virðast hafa sömu persónueinkennin, en það hefur löngum verið bitbein fræðimanna hvort það sé yfirhöfuð rétt að tala um einstaklinga innan þessa hóps? Meistari Reinman segir, að réttara væri að líta á hóp Moldvörpufólksins sem eina lífveru – en það er annað mál.
Í gegn um tíðina hef ég gert töluverðar rannsóknir á þessu fólki. Til dæmis komst ég að þeirri niðurstöðu, að það hefur húmor. Á óskiljanlegan hátt, skemmtir það sér konunglega yfir öllu sem Laddi gerir. Elsa Lúnd og Dengsi eru í sérstöku uppáhaldi. Í rannsóknum mínum á þessu hópi, hef ég einnig leitt að því líkum að Moldvörpufólkið borði Toffe súkkulaði og Leo.
Ég er þeirrar kenningar, að Moldvörpufólkið hafi alltaf verið til staðar. Ætli reglan sé ekki, að þar sem finna má lágkúra, þar má einnig finna Moldvörpufólk. Ég hef til dæmis oft brotið heilann um það, hvaða fólk hafði gaman að kveðskapi Æra-Tobba?
Dæmi:
Vambara þambara þeysingssprettir
því eru hér svona margir kettir,
agara gagara yndisgrænum,
illt er að hafa þá marga á bænum.
Einhver hlýtur að hafa haft gaman af þessu bulli, því annars hefði þetta ekki verið gefið út. Mig grunar Moldvörpufólkið. Æri-Tobbi hefur verið Laddi 18. aldar. Alveg hreint óborganlega fyndinn.
En jæja. Ég gæti skrifað endalaust um Moldvörpufólkið. Það lætur ekki að sér hæða.
Ég ætlaði líka að segja nokkur orð um pólitík. Ég hef á undanförnum dögum komist að því, að Sjálfstæðismenn í borginni eru aular. Af hverju eru þeir með þetta vesen. Þetta er bara spurning um að taka ákvörðun. Og þegar út í það er farið, liggur ákvörðunin ljós fyrir. Auðvitað á Hanna Birna að vera næsti borgarstjóri. Til hvers er verið að raða fólki á lista, ef hægt er að hlutast til um þessa uppröðun seinna meir.
Og Ingibjörg Sólrún, heillin. Verð aðeins að kommenta á hana. Um daginn hélt hún ráðstefnu, þar sem rætt var um hvað konur gætu gert til þess að leysa vanda Ísraela og Palestínumanna. Ég verð að viðurkenna, að ég skil þetta ekki almennilega. Af hverju ætti það að skipta máli hver leysir þennan vanda? Af hverju ætti að einskorða þessa ráðstefnu við hóp kvenna? Það meikar engan sens. Solla: Ég veit að þú lest síðuna mína, ef þú getur svarað þessum vangaveltum mínum, endilega skildu eftir komment.
Svo ég haldi nú áfram um Ísrael og Palestínu. Ég er byrjaður að hallast á sveif með Ísraelum. Palestínumönnum er vart viðbjargandi. Maður þarf ekki að gera annað en að horfa á fréttirnar til þess að komast að þessari niðurstöðu, og þó eru flest allir fréttamiðlarnir hallir undir Palestínu. Ég fæ að eiga það inni, að rökstyðja þetta. Því mig langar að ljúka þessari langloku með smá kosningu.
Hvort nafnið er betra á tónlistar-netsíðu:
12 Comments:
Behh..
Kosningakerfið virðist vera gallað. Þið kannski hendið inn atkvæði ykkar (og jafnvel rökstuðningi) hingað inn. Nafnlaust ef það er betra.
Ég hef verið að spá í þessu og radioninja kemur eiginlega sterkar inn.
Lengi lesið bloggið, aldrei kommentað fyrr. Verð að segja að þú ert æði, takk fyrir að kjósa mig! Moldvörpur að eilífu!!
Það bylur svo sannarlega af þessum færslum... Heyrðu svo í mér í kvöld xix
Mooziq er útúrfríkað
radioninja - rocks !
ég stend fast á radioninja
moosic
moosic, auðveldara að muna
Árni Richard
moosic
NNJZ
Þannig að staðan er 3 - 3. Þessi skoðanakönnun virðist ekki ætla að hjálpa mikið við að gera upp á milli þessara ágætu nafna. Hmm...
Ég vel radioninja það er einfalt að muna. Stafarugl og leikur að orðum er ekki alltaf svo sniðugt. Þar að auka bera ameríkanarnir moosic ekki fram "mjúsik" heldur "músikk". Þetta er Rikki and I approve of this message.
Pöbullinn = moldvörpufólkið á margt sameiginlegt. Fyrir utan að fíla konu sem lítur út eins og maður og Barbiedrengdinn, þá hlustar það á Bylgjuna, horfir á Ísland í dag, þyrpist í Smáralind á Ædol, elskar Sálina hans Jóns míns, fer á tónleika með Bó og svo mætti lengi telja.
Annars er ég er hrifnari af radioninja.
Skrifa ummæli
<< Home