föstudagur

Ástarvella Bítlanna

Ástin er rauði þráðurinn í mörgum bítlalögum. Ég renndi í gegn um fyrstu plötu þeirra Please, Please Me og þar kemur orðið love fyrir 68 sinnum í þeim fjórtán lögum sem þar er að finna. Þar vegur lagið Love Me Do þyngst, með 25 tilfelli. Þ.e. rétt rúmlega fjórða hvert orð er love.

Ég hitti einu sinni stelpu úti í Danmörku sem var með ofnæmi fyrir sjálfri sér. Hún þurfti að ganga með hárkollu, vegna þess að líkaminn hafði hafnað hárinu. Ég veit að þetta kann að hljóma undarlega, en mér finnst eins og það sama gæti gerst fyrir mig ef ég hlusta meira á Bítlana. Ástarvellan verður svo yfirþyrmandi, að eyrun losna af mér. Líkaminn hafnar þeim.

Setningar á borð við þær sem eftir fylgja, vekja upp óþolsviðbrögð.

Dæmi:
I give her all my love
That's all I do
And if you saw my love
You'd love her too
I love her
- And I Love Her
Undanfarna daga hef ég hlustað svolítið á fyrstu fjórar Bítlaplöturnar. Þar nálgast þeir ástina sem frekar einfalt fyrirbæri. Hún virðist geta kviknað algerlega upp úr þurru, hjá fólki sem var að hittast í fyrsta skiptið. Það þarf bara eitt augnsamband og eftir það verður ekki aftur snúið.

Dæmi:
And I saw her standin' there
well she looked at me, and I, I could see
that before too long I'd fall in love with her.
- I Saw Her Standing There

Before this dance is through
I think I'll love you too.
– I’m Just Happy to Dance with You

If you need somebody to love,
just look into my eyes,
I'll be there to make you feel right.
- Any Time At All

Kommon! Þetta er ekki svona einfalt.

Ég veit ekki hversu mikið meira ég þoli af þessari vellu. Ofan á þetta bætist síðan umfjöllun blaðanna um ástarmál Paul McCartneys. Maður er hvergi óhultur. Það þyrfti bara einhver að segja við Macca: Hey! You got to hide your love away.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ertu að segja að þú elskir mig?

þriðjudagur, 25 mars, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Þetta er fulldrjúg túlkun hjá þér, sköllótta stelpa. Ég var að tala um Bítlana. Ef þú heldur áfram að misskilja mig, fel ég hárkolluna þína.

miðvikudagur, 26 mars, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the TV Digital, I hope you enjoy. The address is http://tv-digital-brasil.blogspot.com. A hug.

mánudagur, 31 mars, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Spurning hvort maður linki ekki á þennan vinalega mann?

þriðjudagur, 01 apríl, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home