miðvikudagur

Lofgjörð um Helga

Nokkra þekki ég yfirburðarmenn, og margir þeirra eru meðal minna kærustu vina. En aðeins eina hetju þekki ég og hún heitir Helgi.

Ég áttaði mig á þessu, þegar hann vann eitt sumarið á ekru minni í nágrenni New Orleans. Húbóndahollari og leiðitamari vinnumann hef ég aldrei hitt á minni löngu æfi. Mér er minnistæð sagan af því, þegar hestarnir mínir örmögnuðust á leiðinni til Philadelphiu og ég varð að beita Helga fyrir kerruna. Það var eins og við manninn mælt, Helgi spennti á sig kjálkabeislið fortölulaust og hélt af stað. Aldrei heyrðist hann hnjóða (ekki einu sinni þegar ég barði hann með svipunni og sagði: Hó!! Áfram hestur! Áfram!!). Við rétt náðum á markaðinn áður en hann lokaði, mér til mikillar ánægju.

Já, Helgi er til sóma í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Amen.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hetja er eitthvað ótrúlega veikt orð til að lýsa einhverjum sem á að vera alveg svakalegur. Bara eins og að lesa "...og hún heitir Helgi." er eitthvað lúðalegt.

miðvikudagur, 16 apríl, 2008  
Blogger Palli said...

Það er ekki eina skiptið sem þú "beislaðir hann"... Vravr!

fimmtudagur, 17 apríl, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Jói, akkuru hringirðu aldrí mig.

hugs n kisses

Kisa

föstudagur, 18 apríl, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Kriz: Fyndið að þú skulir reka augun í þetta, ég eyddi nefnilega heilmiklum tíma í að hugsa um hvernig hægt væri lýsa Helga á mjúkan og kvenlegan hátt. Þetta var alveg útpælt.

Palli: Nei, ég held að þú sért að rugla mér og Helga saman við þig og Herstein bróðir þinn. Þið voruð alltaf eitthvað að fíflast og binda hvorn annan.

Kisa: Vegna þess að kettir kunna ekki að nota síma, dööö...
Knús, Jói.

fimmtudagur, 01 maí, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home