sunnudagur

Radio Ninja komin í loftið

Nú er síðan, sem ég er búinn að vinna í undanfarið misseri, loksins komin í loftið:
www.radioninja.com. Hún er náttúrulega mjög flott og allt það, en er þó ekki gallalaus. Ég held að hún sé samt nógu góð til þess að hleypa henni út. Nú er að sjá hvort hún flýtur eða ekki.

Í gær sendi ég tölvupóst á 200 manns, með tilkynningu um að ég væri búinn að opna síðuna. Þremur klukkustundum síðar datt hún út (og var ekki virk í tíu klukkustundir). Það var svoldið lúðalegt. En hvað um það, hún er komin aftur í loftið núna.

Ég útbjó þennan playlista á RadioNinja í gær. Þetta er gott stöff.


5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það sem mér finnst virka verst á mig er að þú segir að 1/5 lendi í vandræðum með síðuna. Það er frekar stórt hlutfall. Makkafólkið á víst t.d. í vandræðum með að fá 'embed' dótið til að setja þetta á myspace-ið sitt.

Magnús bróðir forwardaði emailið á Hipsteramafíu Íslands. Verst að þau eru bókað flest með makka. Annars líst mér vel á þetta!

miðvikudagur, 21 maí, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

glæsilegt til hamingju

miðvikudagur, 21 maí, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Já, þetta er alveg rétt hjá þér K-Fed. Það er náttúrulega alveg vonlaust að Makkakakkalakkarnir séu að lenda í vandræðum með þetta. Ég nefndi þetta við Indverjana í gær og fæ örugglega svar í dag. Þetta er eitt af þessum atriðum sem verða bara að vera í lagi.

Nafnlaus: Takk :)

fimmtudagur, 22 maí, 2008  
Blogger katrín.is said...

ok vó vó... þú sendir meil á 200 manns og einhver sendi á hipstera mafíu íslands

og ég var í hvorugum þessara hópa?? ég sem taldi mig í báðum...

þarf greinilega að farað skoða spam möppuna mína;)


flott hjá þér annars jói minn! og akkuru er ekki rss feed á þessu bloggiÐ

þriðjudagur, 27 maí, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Já, sko, þú færð póst í gegn um Facebook eftir ~ tvær vikur.

Í millitíðinni ætla ég að gera síðuna bullet-proof. Vinnuhópurinn minn á Indlandi er að vinna við að gera síðuna aðgengilega á Mökkum. Svo er ég að setja saman auglýsingu til þess að reyna að fá fólk til að setja lög inn á síðuna. Auglýsingin hljómar einhver veginn svona:

Vantar nokkra 11-16 ára unglinga til þess að grúska í YouTube tónlistarmyndböndum. Ágætlega borgað. Nánari upplýsingar: www.woodyallen.com/auglysing.html

Í kjölfarið var ég að vona að fjöldi laga á síðunni færi úr 1.800 í 10.000.

Þegar þetta er búið, ætlaði ég að senda póst á alla á Facebook, þ.m.t. þig - og í kjölfarið hjálpar þú mér kannski að prómóta síðuna ;)

- Annars ætlaði ég að fá RSS feed á síðuna mína, en það er samt svoldil kúnst. Hún er nefnilega gerð í nokkrum frame-um. Og ég kann ekki að feeda það.

föstudagur, 30 maí, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home