EM í knattspyrnu
Nú er EM byrjað og ég fylgist með af mikill áfergju. Íþróttafréttamennirnir tala tungumál sem ég skil ekki, en þeir tala um sweepera, bakverði og hafsenta. Svo nota þeir orðið ,,klárlega" í óhófi, sem er alveg hreint óþolandi. Jafnvel verra en þegar fólk líkir eftir Borat, sem er eignlega það versta.
Ok. Ég get ímyndað mér hlutverk bakvarðar. Hann er einhvers konar varnarmaður. En sweeper og hafsent... Ég er alveg blankó. Sweeper ,,sópar" e.t.v. boltanum á milli manna og stjórnar þannig spilinu. Hann er sem sagt miðjumaður. Og hafsent (klæddur í sjóliðaföt með múrskeið í annarri hendinni) hleypur með litla miða frá þjálfaranum til fyrirliðans og kemur þannig mikilvægum skilaboðum í umferð.
Nei, ég skal ekki segja. Ef einhver getur gert grein fyrir hlutverkum hafsent og sweeper, má hann endilega lauma því í kommentakerfið. Ég hef spilað fótbolta í 20 ár og hef aldrei heyrt þetta notað af neinum inni á vellinum. Þetta er eitthvað skrítið.
Gott myndband með WKUK:
Nú er EM byrjað og ég fylgist með af mikill áfergju. Íþróttafréttamennirnir tala tungumál sem ég skil ekki, en þeir tala um sweepera, bakverði og hafsenta. Svo nota þeir orðið ,,klárlega" í óhófi, sem er alveg hreint óþolandi. Jafnvel verra en þegar fólk líkir eftir Borat, sem er eignlega það versta.
Ok. Ég get ímyndað mér hlutverk bakvarðar. Hann er einhvers konar varnarmaður. En sweeper og hafsent... Ég er alveg blankó. Sweeper ,,sópar" e.t.v. boltanum á milli manna og stjórnar þannig spilinu. Hann er sem sagt miðjumaður. Og hafsent (klæddur í sjóliðaföt með múrskeið í annarri hendinni) hleypur með litla miða frá þjálfaranum til fyrirliðans og kemur þannig mikilvægum skilaboðum í umferð.
Nei, ég skal ekki segja. Ef einhver getur gert grein fyrir hlutverkum hafsent og sweeper, má hann endilega lauma því í kommentakerfið. Ég hef spilað fótbolta í 20 ár og hef aldrei heyrt þetta notað af neinum inni á vellinum. Þetta er eitthvað skrítið.
Gott myndband með WKUK:
5 Comments:
Byrjum á hafsent: Það er einfaldlega miðvörður eða varnarmaður ekki á kanti. Wikipedia segir eftirfarandi:
"The position was formerly referred to as centre half, although the emphasis of the centre half was more forward thinking in action."
Sweeper skv. wikipedia:
"The sweeper is a more versatile type of centre back that "sweeps up" the ball if the opponent manages to breach the defensive line. His or her position is rather more fluid than other defenders who man-mark their designated opponents"... "However, sweepers are often merely defensive players"
Eftir að þú bentir mér á notkun orðsins "klárlega" þá hrökkva viðvörunarbjöllur þegar ég heyri það notað. Notkun orðsins hefur klárlega aukist. Botlaspekúlantar í sjónvarpi klárlega sammála um nýja tískuorðið.
Varðandi varnarmennina sweeper og hafsent...
Skilgreiningarnar komnar í kommentakerfið en ég vil bæta nokkru við og flækja aðeins. Lið spila eftir mismunandi leikkerfum. Þegar í kringum HM '90 á Ítalíu þá spiluðu margar þjóðir með 3-5-2 kerfið, þ.á.m. heimstarar þeirrar keppni, Þjóðverjar.
Hlutverk sweepersins er t.d. mismunandi eftir leikkerfum. Sweeperinn spilar fyrir aftan hafsentinn og er frír, þ.e. dekkar engann.
Leikkerfið 4-4-2 getur haft tvo hafsenta en verið laust að öllu við sweeper, en einnig haft einn sweeper og einn hafsent, fer svona eftir því hvaða leikkerfi andstæðingurinn spilar. Svo heyrði ég einhvern tímann eldri þjálfara tala um libero sem sweeper - við áttum nokkra spilara í Þýskalandi á tímabili.
Svo eru það leikkerfin svo ég blaðri... til ýmsar útgáfur - varnarsinnuð eða sóknarsinnuð.
4-4-2, 4-3-3, 4-5-1, 3-5-2... reyndar hægt að búa til ýmsar tölur til að fá summuna 10.
Annars held ég að við klárum þessa umræðu bara þegar við spjöllum næst...
Já einmitt, sweeperinn er bara frír. Nú á dögum er algengt að markvörðurinn taki í raun hlutverk sweepersins að sér og sé tilbúinn að hlaupa út og hreinsa (fara í skógarferðir).
Ég er engu nær. Við ræðum þetta seinna fyrir framan töflu.
Og Kriz: Það þýðir ekki að skilgreina hafsent með skírskotun í miðvörð. Ég veit ekki hvar hann er staðsettur (ég geri þó ráð fyrir að það sé einhvers staðar miðsvæðis - og líklega er hlutverk hans að gæta þess svæðis)
Tengiliður er enn eitt fyrirbærið..
Skrifa ummæli
<< Home