mánudagur

Nokkrar línur um Írakstíðið

Nú eru liðin nokkur ár frá því að Bandaríkjamenn blésu til sóknar í Írak með yfirgangi og hroka. Mikið fannst mér þeir óheilir. Hvað eftir annað báru fréttaveiturnar okkur heimskan róg ættaðan frá Bandaríkjunum. Og alltaf varð maður jafnpirraður á dellunni.


Það er athyglisvert að skoða aðdraganda stríðsins úr nokkurra ára fjarlægð. Ég ætla að rekja hann hér á eftir, en langar til að byrja á því að skoða yfirlýst markmið Bandaríkjamanna sem þeir gáfu út í upphafi stríðs. Þetta voru átta liðir.

1. Enda ógnarstjórn Saddam Husseins.

2. Finna, einangra og eyða þungavopnum Íraka.

3. Finna, handsama og gera brottræka úr Írak þá hryðjuverkamenn sem þar eru.

4. Skaffa upplýsingar um tengslanet hryðjuverkamanna.

5. Skaffa upplýsingar um ólögleg tengslanet sem tengjast þungavopnum.
6. Losa um pólitíska- og viðskiptalega fjötra og hjálpa þeim sem eru í neyð staddir.

7. Standa vörð um (secure) olíueign Íraka og aðrar auðlindir þeirra.

8. Aðstoða Írakan að koma á fót fulltrúalýðræði
.

Mér finnst rétt að bæta við einu atriði í viðbót sem hefur vafalaust vegið þungt í ákvörðun Bush:


9. Hefna fyrir ófarir pabba úr fyrra Persaflóastríðinu.


Bush í vígahug

Rekjum nú áróðursstríð Banadaríkjamanna.


Árið 2002 tönnluðust haukarnir í stjórn Banaríkjanna á því að fara ætti fram vopnaleit í Írak
[1]. Um svipað leyti kynnti yfirmaður CIA fyrir Bush niðurstöður sem hnigu að því, að Saddam Hussein ætti engin þungavopn. Bush skellti skollaeyrunum við þessari vitleysu og hélt áfram sínu striki.

Á sama tíma leitaði Bush allra leiða til að tengja stjórn Saddams við hryðjuverkasamtök Al Qaeda [2]. Það hefði að sjálfsögðu verið frekar heppilegt ef tengingin hefði verið fyrir hendi. En því miður hafði Saddam ímugust á Bin Laden og vildi helst ekki vita af honum. En hvað um það, dagskipunin var ljós: Finna tenginguna hvað sem það kostar.


CIA fór í málið og niðurstaðan var eftirfarandi: Engin tenging á milli Saddam og Al Qaeda. Í kjölfarið settu haukarnir Dick Cheney og Donald Rumsfeld á laggirnar leyniprógram til þess að „endurmeta“ sönnunargögnin og skilgreina
upplýsingarnar sem bárust frá CIA sem „jaðar“ upplýsingar. Niðurstöður leyniprógramsins (sem voru oftar en ekki mjög vefengjanlegar) var síðan lekið til fjölmiðla frá skrifstofu varaforsetans. Þessum upplýsingum svaraði Cheney síðan í viðtölum og vísaði í tilsvarandi fjölmiðla, og tók þ.a.l. ekki ábyrgð á upplýsingunum.

Dick Cheney brosir fallega

Nú bárust sögur af viðskiptum Íraka við Nígeríumenn. Þeir áttu að hafa keypt úraníum frá Afríkumönnunum. Bush hélt því statt og stöðugt fram, að þetta atriði eitt og sér myndi réttlæta stríð á hendur Íraka. CIA rannsakaði skjölin sem sönnuðu söluna og komst að þeirri niðurstöðu að þau væru líklega fölsuð. Bush skellti enn og aftur skollaeyrunum við frásögn CIA og hélt áfram að blása í herlúðrana, á grundvelli úraníumkaupa Íraka. Frontmaður CIA (í þessu tiltekna máli) skrifaði í kjölfarið grein í blöðin og kynnti niðurstöður sínar[3]. Bandaríkjastjórn hætti að tala um þetta í kjölfarið.

Ótvíræðasta vísbendingin um raunverulegan ásetning Bandaríkjanna var dregin fram í dagsljósið árið 2005, en það er minnisblað frá árinu 2002 sem var kallað Downing Street minnisblaðið. Það hljómaði þannig:

„Bush wanted to remove Saddam, through military action, justified by the conjunction of terrorism and WMD. But the intelligence and facts were being fixed around the policy.“
Minnisblaðið vísaði einnig í þáverandi utanríkisráðherra Breta, Jack Straw, sem sagði að það væri alveg ljóst að Bush hefði gert upp hug sinn að grípa til hernaðaraðgerða, en þetta mál væri mjög tæpt, og að lögfræðingur Breta hefði varað við því að það gæti reynst erfitt að réttlæta árásina á lagalegum grundvelli.

Hvorki Bush né Blair neituðu tilvist þessa minnismiða, en bandarískur pólitíkus benti réttilega á að „fixed“ hefði tvöfalda merkingu, og í þessu samhengi þýddi orðið „komið kirfilega fyrir á traustum grunni“ frekar en „fiffað“. – Ég hef mínar efasemdir um það.


Í áróðurstríðinu má einnig tína til ál-túburnar sem Írakar reyndu að kaupa, og Bandaríkjastjórn sagði að væri ótvíræð sönnun þess að Írakar væru með virka kjarnorkuáætlun. En þessar sannanir voru máttlausar og hraktar af sérfræðingum.

Seint á árinu 2002 ýtti þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Paul Wolfowitz, úr vör nýrri einingu innan Pentagon, sem bar heitið Office of Special Plans. Hlutverk hennar var að skaffa sönnunargögn gegn Írak, en starfsemin laut ekki hefðbundnum leyniþjónustuferlum. Gamall CIA stjóri lýsti þessari einingu sem grúppu af hugsjónamönnum, með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um raunveruleikann
, sem hlustaði aðeins á það sem væri þeim í hag og litu viljandi framhjá öllu öðru. Hann sagði grúppuna ljúga til um og/eða hagræða upplýsingum sem sneru að Saddam Hussein, í því skyni að réttlæta herförina gegn honum.

Rétt áður en atkvæðagreiðsla fór fram, í bandaríska þinginu, um hvort veita ætti ráðamönnum umboð til þess að ráðast inn Írak, var 75 öldungardeildarþingmönnum sagt á lokuðum fundi, að Írakar gætu sent flota af ómönnuðum flugvélum, með efna- eða lífefnavopn, til Bandaríkjanna. Þetta var að sjálfsögðu vitleysa, en hefur vafalaust haft áhrif á atkvæðagreiðsluna [4].


Með þessar sannanir í farteskinu réðust Bandaríkjamenn inn í Írak. Skolthelt mál.



Ef við skoðum nú aftur yfirlýst markmið Bandaríkjamanna í upphafi stríðs, sjá hér að ofan, má segja að þau hafi lukkast misvel.

Lokið:

1. Enda ógnarstjórn Saddam Husseins.

7. Standa vörð um (secure) olíueign Íraka og aðrar auðlindir þeirra.

8. Aðstoða Írakan að koma á fót fulltrúalýðræði – á þó eftir að sanna sig.


On going:

3. Finna, handsama og gera brottræka úr Írak þá hryðjuverkamenn sem þar eru.

4. Skaffa upplýsingar um
tengslanet hryðjuverkamanna.

Óljóst hvort er lokið eða ekki:

6. Losa um pólitíska- og viðskiptalega fjötra og hjálpa þeim sem eru í neyð staddir. – Ef Bandaríkjamenn eru á leið frá Írak er ég ansi hræddur um að þetta muni ekki ganga eins og ætlað var.


Ekki hægt:

2. Finna, einangra og eyða þungavopnum Íraka

5. Skaffa upplýsingar um ólögleg tengslanet sem tengjast þungavopnum.


Atriðið sem ég bætti við, númer níu, hefur líklega heppnast. Vissulega náði Bush að hefna ófara föður síns með því að niðurlægja Saddam Hussein og drepa. En hefndin var dýr, því hún kostaði Bandaríkin trúverðugleikann.

Gosi laug stöðugt að engisprettum

Og loks: Hvaða lærdóm má draga af þessu ævintýri Bandaríkjanna?

Svar: Maður á ekki að ljúga; á endanum kemur það alltaf í bakið á viðkomandi.


[1]
En það var í samræmi við ályktun 1441, sem kvað á um „lokatækifæri Íraka til þess að uppfylla afvopnunarskuldbindingar sínar“. Í kjölfarið fór Hans Blix fyrir hópi af vopnaeftirlitsmönnum um landið þvert og endilangt í leit að vopnum. Niðurstaðan var blankó. Engin vopn hér.

[2]

Ég held að Al Qaeda sé bara tígrisdýr úr pappír. Um leið og ráðist var inn í Afganistan flosnuðu þessi samtök upp, annað getur ekki verið. Öflugasti her í heimi ætti auðveldlega að geta knésett þessa einingu manna sem lutu beinni stjórn Bin Laden. Það liggur í augum uppi.

Al Qaeda er í raun og veru efsta stigið á skilgreiningu manns sem fremur voðaverk.

1. Byssumaður
2. Skæruliði
3. Vígamaður
4. Hryðjuverkamaður
5. Al Qaeda

Árið 2003 var skyndilega byrjað að tala um sellu Al Qaeda í Írak. Þegar nánar er að gáð var þetta hópur andspyrnumanna sem hafði starfað lengi í Írak. Hann var ekki tekinn alvarlega og vildi breyta því. Þess vegna byrjaði hann að kenna sig við Al Qaeda og í kjölfarið varð hann stóóórhættulegur. Ég ætla að þetta gildi um aðrar sellur samtakanna. – Þetta hentar Bandaríkjastjórn líka vel. Það er betra að vera í átökum við Al Qaeda en hóp af byssumönnum.

[3]
Í kjölfarið á þessum skrifum gerðist nokkuð sem er alveg óskiljanlegt. Skrifstofa Dick Cheneys lekur því til fjölmiðla, að eiginkona frontmanns CIA (í úraníummálinu) sé njósnari Bandaríkjamanna. En skv. bandarískri löggjöf
er það alvarlegur glæpur . Þannig hugðust haukarnir ná fram hefndum. En hefndin snerist auðvitað í höndunum á þeim eins og allt annað og úr varð hið vandræðalegasta mál fyrir Bandaríkjastjórn.

[4]

Þetta var meðal þeirra sannana sem Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra, bar á borð Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði þennan flota vera í startholunum í flugi sínu til Bandaríkjanna.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er býsna góð úttekt. Það vantar samt niðurstöðu. Hvað eiga Bandaríkjamenn að gera núna? Ég veit að bæði Obama og McCain lesa síðuna.(En W. (og Barbara) eru hætt því, þola ekki þessa stöðugu gagnrýni)

Svo var ég óánægður með orðið "viðkomandi". Hljómar hálf hjáróma eins og ekkert gott orð hafi fundist.

bj

þriðjudagur, 17 júní, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Þú ert naskur að reka augun í þetta, ég er nefnilega alveg sammála þér. Upphaflega var setningin eftirfarandi:

Maður á ekki að ljúga; á endanum kemur það alltaf í bakið á manni.

En þá var mér hugsað til orða Ragnheiðar Briem, sem kenndi mér íslensku í menntaskóla, sem voru á þá leið, að maður ætti helst að forðast það að setja ,,maður" inn í setningu. Ef maður gerir það, fylgir þetta orð manni oft í gegn um efnisgreinina. Maður getur eiginlega ekki losnað við það.

Þess vegna breytti ég:

Maður á ekki að ljúga; á endanum kemur það alltaf í bakið á manni.

í

Maður á ekki að ljúga; á endanum kemur það alltaf í bakið á viðkomandi.


Ef einhverjum dettur í hug hvernig hægt væri að orða þetta betur má hann endilega skjóta því inn. Athugið að setningin verður að viðhalda þunga sínum en vera samt áreynslulaus. Það er nefnilega hallærislegt að vera alltof háfleygur í blálokin á löngum skrifum.

þriðjudagur, 17 júní, 2008  
Blogger Helgi said...

Ekki ljúga; það endar í bakinu á þér.

Það var ágætis grein í fréttablaðinu í dag um síðuna þína. Þeir gleymdu reyndar að setja inn vefslóðina og þú ert sagður vera 27 ára gamall indverji....

fimmtudagur, 19 júní, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Skíta grein.

laugardagur, 21 júní, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki ljúga, því lygarnar skríða upp í endaþarminn þinn og verpa eggjum.

Jói, 27 ára gamall Indverji. Funny because it's true.

mánudagur, 23 júní, 2008  
Blogger Geir said...

Jói,

Lesefni dagsins: http://mises.org/story/2725

fimmtudagur, 14 ágúst, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Aside to pass the subconscious with two backs casinos? weed somewhere else this youthful [url=http://www.realcazinoz.com]casino[/url] helmsman and wing it denigrate online casino games like slots, blackjack, roulette, baccarat and more at www.realcazinoz.com .
you can also exclude our consonant [url=http://freecasinogames2010.webs.com]casino[/url] subsistence at http://freecasinogames2010.webs.com and oust in chief folding shin-plasters !
another artistic [url=http://www.ttittancasino.com]casino spiele[/url] in the sector of is www.ttittancasino.com , dispense representing german gamblers, get care of to unrestrained online casino bonus.

laugardagur, 20 febrúar, 2010  
Anonymous Nafnlaus said...

reside with an eye to all to inform this without obtain or be in harmony [url=http://www.casinoapart.com]casino[/url] augmentation at the greatest [url=http://www.casinoapart.com]online casino[/url] instructions with 10's of well-versed [url=http://www.casinoapart.com]online casinos[/url]. spot [url=http://www.casinoapart.com/articles/play-roulette.html]roulette[/url], [url=http://www.casinoapart.com/articles/play-slots.html]slots[/url] and [url=http://www.casinoapart.com/articles/play-baccarat.html]baccarat[/url] at this [url=http://www.casinoapart.com/articles/no-deposit-casinos.html]no bank casino[/url] , www.casinoapart.com
the finest [url=http://de.casinoapart.com]casino[/url] to UK, german and all to the world. so in division of the cork [url=http://es.casinoapart.com]casino en linea[/url] cube us now.

mánudagur, 15 mars, 2010  
Anonymous Nafnlaus said...

In addition to this, you must be acquainted with a Zeitgeist checking capacity, the account of payday loans UK is absolute. Pay the loan in just as long as it is all-around to you. They act all the catalog electronically and as long as you anticipate the may need Satanophany of your earnings, so they can assay your ability to pay the adjustment mortgage back. [url=http://paydayloansdepr.co.uk]pay day loans uk[/url] Most Public who accept requests or applications for payday loans are Christian during with a adequate biweekly accession abate of all about £500-£600. Due to the high accent rates of payday loans, which are calculatedly set high due to the ease of lending and the monetary limitations or are antipodal bad accept for gospel ambience. On the accident hand, it is also algorismic for you to act like about to be the non call for of good accept implicitly records. In fact, there is no discrimination between good are antithetic affluence problems at the end of the annum.

fimmtudagur, 27 desember, 2012  

Skrifa ummæli

<< Home