þriðjudagur

Ég og Job erum eins, svona hérumbil

Í Biblíunni segir frá því þegar Satan kemur fyrir Himnaföður, eftir að hafa verið á ferðalagi um heim manna. Guð spyr út í Job, sem hann segir vera ráðvandan, réttlátan, guðhræddan og grandvaran.
Satan segir trúna ekki einlæga, og að Job muni láta af henni ef hann mæti mótlæti. Þetta fer þannig, að til þess að sanna mál sitt, drepur Guð fjölskyldu Jobs og búfénað.

Job heldur sínu jafnaðargeði og segir eitthvað á þá lund, að ef þetta er það sem Guð vill, sé þetta honum líklega fyrir bestu.

Satan freistar

Satan heldur áfram að nauða í Guði og segir að þetta hafi ekki verið nóg. Á endanum gefur Guð eftir og lætur Job fá svo skæða kýlapest að hann verður óþekkjanlegur.

Enn heldur Job sínu jafnaðargeði og færir rök fyrir því, að þetta sé honum fyrir bestu.

Guði líkar þessi trúfesta og gerir vel við hann það sem eftir lifir, öll 140 árin.


Tilgangurinn með sögunni? Erfitt að segja. Kannski sá, að það er erfitt fyrir okkur að treysta því að Guð taki réttar ákvarðanir.


Ég er svoldið eins og Job þessa dagana. Alsettur kaunum og roða, vegna þess að Guð er að reyna sanna eitthvað fyrir Satan. Það eða ofnæmi. - 78 útbrot fyrir ofan kúluna á vinstri handlegg.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég hef verið að pæla í þessu en notendanafnið mitt í háskólanum er einmitt job13. er guð kannski að prófa trú mína með því að gefa bróður mínum kýlapest? ég ætla amk að halda jafnaðargeði mínu og jú, þetta er þér fyrir bestu.

þriðjudagur, 30 september, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Hljómar líklega. Upphaflega var fyrirsögn þessa skrifa: Alsettur kaunum. Svo breytti ég því í Ég og Job erum eins. Svo - og taktu nú eftir - breytti ég því í Ég og Job, við erum eins og bræður. Sem ég síðan breytti í núverandi fyrirsögn.

Tilviljun? Afar ólíklegt...

- jb


P.s.
Hættu að stela upphafsstöfunum mínum. Þín undirskrift er job13.

þriðjudagur, 30 september, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst nauðsynlegt að þú laumir inn myndum af þessum útbrotum. Það er alltaf gaman (á einhvern furðulega hátt) að sjá eitthvað þannig.

miðvikudagur, 01 október, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég tók vídjó af útbrotunum og setti á youtube.
http://www.youtube.com/watch?v=oHg5SJYRHA0
Nú er bara um að gera fyrir fólk að setja saman útbrota playlista á radioninja.

-jb

fimmtudagur, 02 október, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha. Góður.

fimmtudagur, 02 október, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta var nú reyndar ég, gerði þetta bara svo Jói færi ekki að sýna okkur myndir af þessum vibba.

fimmtudagur, 02 október, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Sorrý Kriz, engar myndir. - Ekki nema fyrir rétt verð.

fimmtudagur, 02 október, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég býð 13 evrur. Það eru 2014, nei 2020, nei 2050, nei obboðslega margar krónur

laugardagur, 04 október, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll! Hvernig er best að ná sambandi við þig. Vona að Berlínardvöl þín sé ekki í líkingu við raunir Jobs. Væri Bíblían skrifuð í dag þá væru farsóttirnar ekki kýlapestir og tunglveiki heldur verðbólga, gengislækkanir og vextir.

mánudagur, 06 október, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Best er að ná mér á Skæpinu, en notendanafn mitt þar er: joiben

Svo geturðu líka bara slegið á þráðinn, sími minn er: (0049) 0152 0102 8117.

Flöskuskeyti eða bréfdúfur eru ekki líklegar til árangurs, en maður veit þó aldrei.

þriðjudagur, 07 október, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home