föstudagur

Um forsetakappræðurnar

Í nótt dreymdi mig furðulega. Tveir páfagaukar sátu á sitt hvorri öxlinni og hvísluðu einhverju í eyru mín. Ég man ekki hvað það var, en ég man hins vegar að ég áleit þessa fugla vera vini mína. Svo skyndilega taka þeir upp á því að narta í
bartana svarta. Þetta kitlaði í fyrstu, en svo áttaði ég mig á því að þeir voru að borða bartanna. Um þetta leyti vaknaði ég, öskrandi.

En nóg um drauma, þeir eru fyrir stelpur. Ég ætlaði að skrifa um kappræðurnar á morgun.

Mér finnst tillaga John McCain, að fresta kappræðunum, áhugaverð. Ástæðan sem hann gaf, var að aðstæður á peningamörkuðum væru mjög eldfimar um þessar mundir og því ekki rétt fyrir kandídatana að gaspra mikið um þessi mál.

En, bíddu við. Þetta hljómar ekki rétt. Ég myndi halda að það væri gott fyrir fjárfesta að vita nákvæmlega hvaða skoðun og stefnu forsetaframbjóðendurnir hafa. Þannig stroka þeir út óvissu varðandi framtíðina, sem annars gæti skaðað fjármálamarkaði mikið.

Ég held að þetta sé bara fyrirsláttur hjá McCain. Hann er ekki nógu vel undirbúinn fyrir erfiðar spurningar sem tengjast efnahagsmálum. Erfið spurning gæti gert út af við hann. Hann veit það. Og hann veit líka, að kappræðurnar munu hafa slagsíðu efnahags. Auðvitað. Annað kemur ekki til greina á þessum tímum.

Nú man ég ekki hvar ég las það, mig minnti að það hefði verið í Mogganum, en það hafði að gera með forsetafund McCain og Obama. Á þessum fundi ætlaði Bush að rabba við þá um efnahagsmálin og fara fram á að þeir ræði ekki um þessi eldfimu mál í kappræðunum. En heppilegt fyrir McCain.

Annars held ég að Obama og félagar séu búnir að fatta þetta. Ég held að kappræðurnar á morgun verði eins og hnefaleikakeppni, þar sem annar boxarinn er rifbeinsbrotinn. Hinn boxarinn dælir að sjálfsögðu út þungum rifbeins-höggum. Það verður athyglisvert að sjá hvernig Obama tæklar málið.

Guðmundur Jón kom með ágætan punkt í dag: McCain var stríðsfangi í fimm ár og pyndaður sem slíkur. Myndi stórt fyrirtæki treysta manni, með þess háttar ör á sálinni, fyrir rekstrinum? Það myndi alla vega hugsa sig tvisvar um.

Og svo er alltaf talað um hann sem stríðshetju. Hvaða rugl er það? Hann gerði ekkert, nema láta óvininn ná sér. Það er ekki afrek. Það er klúður.

Þrír linkar að lokum:

Mynd sem mér fannst svo fyndin að ég grenjaði.
Próf sem kannar hversu sleipur þú er að greina liti. Ég fékk 78 stig.
Kappræður á milli varaforsetaefnanna, líklega 1988. Dan Quale ber sig saman við JFK og uppsker diss.

6 Comments:

Blogger Unknown said...

Ég fékk 15. :(

föstudagur, 26 september, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hló upphátt í vinnunni að myndinni.

Fékk annars svo 18 á litadótinu.

Lægra skor þykir sem sagt betra, svo það sé á hreinu.
Palli skoraði 23 og Tommi 0!

föstudagur, 26 september, 2008  
Blogger Unknown said...

Vei. Ég var búin að vera mjög leið yfir þessu.

laugardagur, 27 september, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Þykir lægra skor betra? Ég vissi það ekki. Ég er brjálaður!

Annars verð ég að senda Tomma hróp, það er mjög impressíft að ná þessu alveg réttu.

sunnudagur, 28 september, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

...ég fékk 8 stig...

tobbi

þriðjudagur, 14 október, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Nú þarf einhver að viðurkenna að hann hafi fengið hærra en 78. Það er glatað að reka lestina.

miðvikudagur, 15 október, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home