Upphafið á fallegum vinskap?
Þó að ég hafi ekki búið hér lengi, hef ég háð þónokkrar hildir við manninn í næstu íbúð. Þær fara þannig fram:
Jói: Talar í netsímann. Á höfðinu eru heyrnatól, þannig að hann heyrir ekki hversu hátt honum liggur rómurinn.
Granni: Bankar þungt og ákaf í vegginn. 40 – 70 sekúndur líða.
Jói: Bankar þungt á móti eða byrstir sig á annan hátt.
Granni: Þegir þunnu hljóði, á meðan JB klárar símtalið.
Granni (eftir miðnætti): Byrjar að ryksuga íbúðina eða blása á sér hárið.
Jói: Þegir þunnu hljóði, en þó aðallega vegna þess að þetta truflar hann ekki neitt.
Svona hafði hver og einn einasti dagur liðið, þangað til í fyrradag. Þá vaknaði ég um hádegisbilið og setti Chopin á fóninn (en ég er á leiðinni á píanótónleika með verkum hans seinna í vikunni). Nokkrar klukkustundir líða og síðasti Chopin-diskurinn, af tíu, rennur sitt skeið. Ekkert heyrist í grannanum. Undarlegt.
Skýringin kom í gær: Ég ligg upp í rúmi og heyri hvernig nágranni minn byrja að glamra á píanóið. En hvílík innlifun! Og hvílík snilld! Öll aðaltónverk Chopins renna fallega úr fingurgómunum hans á næsta klukkutímanum. Og þegar hann hafði lokið dagskránni, langði mig að standa upp og klappa. En ég gerði það ekki. Það hefði verið of skrítið.
Nú er komin upp furðuleg staða. Granninn hefur ekkert bankað í dag og ég held að hann muni ekki gera það framar. Auðmýkt hefur leyst ruddaskapinn af hólmi. Hann veit, að ég er Chopin-aðdáandi og þeir fá sérmeðferð. - Ég ætti kannski að bjóða honum með á tónleikana? Það gæti markað upphafið að fallegum vinskap.
Þó að ég hafi ekki búið hér lengi, hef ég háð þónokkrar hildir við manninn í næstu íbúð. Þær fara þannig fram:
Jói: Talar í netsímann. Á höfðinu eru heyrnatól, þannig að hann heyrir ekki hversu hátt honum liggur rómurinn.
Granni: Bankar þungt og ákaf í vegginn. 40 – 70 sekúndur líða.
Jói: Bankar þungt á móti eða byrstir sig á annan hátt.
Granni: Þegir þunnu hljóði, á meðan JB klárar símtalið.
Granni (eftir miðnætti): Byrjar að ryksuga íbúðina eða blása á sér hárið.
Jói: Þegir þunnu hljóði, en þó aðallega vegna þess að þetta truflar hann ekki neitt.
Svona hafði hver og einn einasti dagur liðið, þangað til í fyrradag. Þá vaknaði ég um hádegisbilið og setti Chopin á fóninn (en ég er á leiðinni á píanótónleika með verkum hans seinna í vikunni). Nokkrar klukkustundir líða og síðasti Chopin-diskurinn, af tíu, rennur sitt skeið. Ekkert heyrist í grannanum. Undarlegt.
Skýringin kom í gær: Ég ligg upp í rúmi og heyri hvernig nágranni minn byrja að glamra á píanóið. En hvílík innlifun! Og hvílík snilld! Öll aðaltónverk Chopins renna fallega úr fingurgómunum hans á næsta klukkutímanum. Og þegar hann hafði lokið dagskránni, langði mig að standa upp og klappa. En ég gerði það ekki. Það hefði verið of skrítið.
Nú er komin upp furðuleg staða. Granninn hefur ekkert bankað í dag og ég held að hann muni ekki gera það framar. Auðmýkt hefur leyst ruddaskapinn af hólmi. Hann veit, að ég er Chopin-aðdáandi og þeir fá sérmeðferð. - Ég ætti kannski að bjóða honum með á tónleikana? Það gæti markað upphafið að fallegum vinskap.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home