sunnudagur

Kynlífsfíklar

Annad slagid heyrir madur af Hollywood-stjörnum sem eru ad leita sér hjálpar vid kynlífsfíkn. Ég verd alltaf tortrygginn tegar ég heyri tad. Ég leyfi mér ad draga í efa, ad ákvördunin sé tekin af einlaegni og heilindum.

Ég fae tad alltaf á tilfinninguna, ad teir sem bera vid kynlífsfíkn, séu ad gera tad til tess ad afsaka framhjáhald. Saga teirra er alltaf sú sama: Teir höfdu gerst uppvísir um framhjáhald ádur, en tá komust teir undan í skjóli blídra orda og dýrra loforda. En tad er bara haegt einu sinni[1]. Í naesta skiptid gengur fagurgalinn ekki og lofordin hafa ekkert vaegi. Tá er bara eitt sem haegt er ad gera. Tykjast vera kynlífsfíkill.

Med tvi ad gera tad, afsalar gerandinn sér ábyrgdinni á framhjáhaldinu. Í tessum nýja leik er hann fórnarlamb, ekki sökudólgur. Var jafnvel bara í hlutverki áhorfanda, á medan fíknin reri líkamanum um sund ógedslegra nautna og ódáda. Tetta hjálpar líka makanum ad greida úr flaekjunni. Gefur honum eitthvad sem hann getur matad sjálfsblekkinguna med. Tad er naudsynlegt í áföllum sem tessum.

David Duchony, gaeinn í X-files, er kynlífsfíkill. Hann fór í medferd um daginn og ad henni lokinni skildi konan vid hann. Ég held ad greining mín á kynlífsfíklum passi fullkomlega hér[2].


[1]
Sbr. gamla Tennessemáltaekid: Fool me once, shame on — shame on you. Fool me — you can't get fooled again.

[2]
Reyndar sá ég einhvern tímann mynd af David, án fata med tebolla fyrir tví allra ósidlegasta. Tvennt kemur til greina. Annad hvort hefur hann brengladar hugmyndir um kynlíf eda brengladar hugmyndir um hvad er snidugt og hvad ekki. Hvort heldur sem rétt reynist, er tad alveg ljóst, ad David Duchony hefur brengladar hugmyndir.

16 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ánægður með að tíðni pistla hefur aukist. Greinilega betra að vera ekki með Net. Gætir reyndar skrifað pistlana á þína tölvu og sett þá á lykil og flutt þá í netkaffið.
Hvenær byrjarðu svo í meðferðinni?
bj

sunnudagur, 19 október, 2008  
Blogger Jón said...

Já ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um Ð-leysið, ég til dæmis las: Reyndar sá ég einhvern tímann mynd af Davíð, án fata med tebolla fyrir tví allra ósidlegasta. og hélt að þar væri kominn furðuleg saga af þér og Davíð Ólafi. Ég er í raun og veru ekki alveg viss hvort þú ert að tala um Davíð eða David. Hvort heldur sem rétt reynist, er það alveg ljóst, að þú getur stillt á íslenskt lyklaborð í Windows til að koma í veg fyrir svona misskilning.

mánudagur, 20 október, 2008  
Blogger Helgi said...

Mikjál Douglas er líka kynlífsfíkill.
Katrín Zeta-Jones er það ekki.

Davíð Duchony var í einhverju viðtali, brá sér inn í eldhúsið og kallaði svo á fréttamanninn, þá var hann kominn úr öllum spjörunum með bollann fyrir því heilagasta.

mánudagur, 20 október, 2008  
Blogger Jói Ben said...

bj og job13: Ég skal reyna ad koma íslensku stöfunum ad. Tetta fer líka í taugarnar á mér.

helgi: Ég reyndar áfellist Mikjál ekki. Ég hugsa ad tad fylgi tví, ad vera kaerasti KZJ, ad vera kynlífsfíkill.

Annars man ég eftir tessu vidtali vid Davíð. Ég held ad hann hafi aetlad ad vera snidugur tegar hann gerdi tetta. Baud fréttamanninum upp á te og kom svona til baka. Alveg súrt.

mánudagur, 20 október, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta eru góðar pælingar. Hin seinn ár hafa brestir mannsins verið sjúkdómsvæddir? Sbr. hin fjölmörgu 12 spora kerfi. Spurning hvaða tilgangi það þjónar. Hafið þið lesið Alkasamfélagið eftir Orra Harðarson?

mánudagur, 20 október, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Nei, en ég hef heyrt um hana. Er ekki verid ad deila á AA og tess háttar samtök fyrir adferdarfraedina sem studst er vid.

mánudagur, 20 október, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú. Hann vill meina að árangursprósentan sé lág. Man ekki betur en að hann tilgreini einhver 5%. Svo vill hann meina að forsprakkar AA hafi verið trúbrjálæðingar eins og við kynnumst á Omega.

Sakna þess að hafa ekki séð heimildarlista í bókinni.

mánudagur, 20 október, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég las þessa frétt um Duchovny og fannst þetta einmitt svo silly fyrst að heyra að hann væri kynlífsfíkill. Svo heyrði maður að þau væru skilin. Mér fannst eins og þetta hefði kannski átt að vera öfugt. Fyrst skilja og svo segjast vera kynlífsfíkill. En anyways, þegar ég var eitthvað að googla þetta þá sá ég í einhverri frétt að konan hans hefði ekki ákveðið að slíta þessu heldur hann. Hann fann nefnilega einhver klúr sms frá (að mig minnir) Billy Bob Thornton í síma konunnar.

mánudagur, 20 október, 2008  
Blogger Guðmundur Jón said...

Ég sá einhvern tíma þátt (minnir að það hafi verið 60 mín) þar sem einhverjir svaka uppeldisfræðingar voru búnir að skilgreina nýja tegund námsröskunnar í börnum sem ekki voru haldin ofvirkni, athyglisbresti né lesblindni. Þau áttu samt erfitt með að læra. Minnir að þeir hafi gefið sjúkdómnum nafnið GLD (General Learning Disability).

þriðjudagur, 21 október, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Kannski er David með brenglaðar hugmyndir um te.

þriðjudagur, 21 október, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Hann gæti líka verið að fá eitthvað úr því að fá mjög heitan vökva sullaðan yfir klofið á sér eins og er hægt að láta þjónustustúlkur gera á ýmsum veitingarhúsum.

Kannski er þetta hans leið til að senda út merki til þess félagsskaps: "Það er hittingur um helgina heima hjá mér."

þriðjudagur, 21 október, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Unnar: Ég veit ekki med tessa statistík. Hefdi haldid ad AA hjálpadi meirihluta teirra sem tangad leita. Og vardandi truna er ég teirrar skodununar, ad tegund medalsins skiptir ekki máli svo lengi sem tad virkar.

KRiZ: Billy Bob Thornton? Ég held ekki. - Vaenisýkin rennur í aedum David Duchony. Ef tú sást e-rn tímann X-files tá veistu ad David sér samsaeri í hverju horni. Ekkert ad marka tennan klikkhaus.

GJA: Algjör della. Med tessum rökum má sjúkdómsvaeda allt sem ekki telst framúrskarandi. Ég kenni til daemis GAD (General Alp Disability) um um haefileikaleysi mitt á skídum.

Rikki: Hvada félagsskapur er tetta, segir tú? Er tetta kannski karlakór? Bolla-bellirnir? Og er eina inntökuskilyrdid ad eiga tebolla? Hljómar spennandi.

þriðjudagur, 21 október, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei nei hefur í raun ekkert að gera við nekt í sjálfu sér. Þetta er ekki ósvipað og bleiu-kallarnir í DK sem hittust reglulega og einn var í því að skipta á hinum. Þarna koma þeir vinir Davíðs saman heima hjá honum eða einhverjum öðrum og sitja við svona gervi veitingarhús og þykjast vera breskir. Einn (sem er brytinn) labbar um með ketil stútfullan af rjúkandi heitu tei. Hinir bíða spenntir eftir því að hann missi te-ið "óvart" yfir þá. Sumir eru heppnir aðrir ekki og þurfa einungis að horfa upp á teið fossa yfir lostafullan sætisfélaga sinn. Eftir samkomuna förum við allir heim til okkar ............ ööööö þeir fara heim til sín búnir að uppfylla lostanum þangað til næsta samkoma á sér stað.

Svo ef spurt er þá er bara hægt að segja ég missti kaffi yfir mig og engin spyr meira.

þriðjudagur, 21 október, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Talan er ekki á minni ábyrgð. Þetta var bara það sem mig minnti að hann hafi sagt í bókinni. Hins vegar er það mjög erfitt að meta þetta. Maður sem hættir að drekka í hálft ár fellur. Auðvitað er það hið besta mál ef menn hætta að drekka með hjálp AA. Orri vill meina að það þurfi fleiri meðferðarúrræði.

Ég er ekki að skrifa þessar línur út frá eigin brjósti heldur er ég að lýsa því sem Orri segir í bókinni. Mér finnst þetta athyglisverður vinkill. Snertir svo margt annað.

þriðjudagur, 21 október, 2008  
Blogger Helgi said...

Held að hann vilji láta kalla sig Vilhjálm-Róbert Thornton.
Get alveg séð hann senda konu Davíðs sms um leið og hann skráði sig í meðferð.

miðvikudagur, 22 október, 2008  
Blogger Palli said...

Hver er munurinn á kynlífsfíkli og compulsive masturbater? Annar fær að ríða en hinn ekki?

Er maður ekki fíkill þótt hann sé óvirkur? Með þeirri skilgreiningu er ekki hægt að lækna fíkn, einungis gera hana óvirka.

miðvikudagur, 22 október, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home