Playlisti og fótboltamyndband
Tók saman playlista með uppáhalds Bítlalögunum mínum. Notaði að sjálfsögðu Radio Ninja til þess. Í næstu viku er að vænta nýrrar útgáfu af þessari ágætu síðu. Líklega á fimmtudaginn, sjáum til. Ég mun senda póst á línuna þegar hún fer í loftið.
Langar líka til að slengja fram fótboltamyndbandi sem ég fann á YouTube. Þetta er samantekt á 50 bestu mörkum allra tíma, en það sem gerir myndbandið merkilegt í mínum huga, er að ég er eiginlega sammála einu og öllu í því. Fyrir utan efsta sætið. Þar er Maradona með markið fræga á móti Englandi á HM '86. Vissulega er það flott, en ekki flottasta mark allra tíma. Get ekki kvittað fyrir það.
Tók saman playlista með uppáhalds Bítlalögunum mínum. Notaði að sjálfsögðu Radio Ninja til þess. Í næstu viku er að vænta nýrrar útgáfu af þessari ágætu síðu. Líklega á fimmtudaginn, sjáum til. Ég mun senda póst á línuna þegar hún fer í loftið.
Langar líka til að slengja fram fótboltamyndbandi sem ég fann á YouTube. Þetta er samantekt á 50 bestu mörkum allra tíma, en það sem gerir myndbandið merkilegt í mínum huga, er að ég er eiginlega sammála einu og öllu í því. Fyrir utan efsta sætið. Þar er Maradona með markið fræga á móti Englandi á HM '86. Vissulega er það flott, en ekki flottasta mark allra tíma. Get ekki kvittað fyrir það.
3 Comments:
Mér fannst mörg mörkin flott, þó að auðvitað séu þetta bara mörk undanfarinna 25 ára eða svo. Er sammála um að mark Maradona sé ekki það glæsilegasta af þessum 50. Satt að segja fannst mér hjólhestaspyrna Eiðs eiga sæti í topp 10. bj.
hvíta albúmið er þá að öllum líkindum uppáhalds bítlaplatan þín (líkt og mín), alltént eru 6 lög þaðan af þessum 9... finnst þó The Fool on The Hill stinga nokkuð í stúf hér... gæti nefnt tugi bítlalaga skemmtilegri en það, þó ekki sé það slæmt í sjálfu sér, en jújú...þín skoðun. Kemurðu heim um jólin? Ætlaði að bjóða þér í "Bítlakitl"-teiti... bítlaklúbb sem ég og Bjössi mínus erum að stofna... er evran ekki hvort eð er að sliga þig? Eða ertu kannski búinn að "slá skjaldborg um innlendar eignir og greiðir ekki erlendar skuldir"?
kv.
Tobbi
bj: Mér finnst Zeedorf (10:20 - ótrúlegt mark), Bergkamp (16:10), van Basten (20:34) og Ibrahimovic (21:08) bestu mörki. Eidur Smári maetti vera haerri, en thó ekki mikid haeri. Maetti detta inn nr. 30.
Thorbjörn: Hvíta albúmid er í miklu uppáhaldi. Hafdi ekki tekideftir hvad Fool on The Hill stingur mikid í stúf. Er sammála tví. Hafdi reyndar heldur ekki tekid eftir tví, ad sjö tessa laga eru Lennon lög. Hafdi hingad til talid sjálfum mér trú ad ég vaeri meiri McCartney madur. Líklega má rekja tad til teirrar stadreyndar ad vid erum tvífarar, sjá Dear Prudence 00:55.
Ég er til í Bítlakitlid, tú reiknar med mér. Krónan hangir um hálsinn á mér eins og myllusteinn, eda svona hérumbil. Eina vitid fyrir mig er ad fá mér vinnu hérna úti. En sjáum til med tad. Ísland freistar alla vega ekkert sérstaklega mikid tessa stundina.
Skrifa ummæli
<< Home