mánudagur

Að öðru

Áðan var ég að leita á lyklaborðinu að skipuninni fyrir veldistáknið, en varð einskis ágengt. Ég prófaði allar mögulegar samsetningar og meðal annars þessa hér: Ctrl, Alt og hægri pílu.

Skora á lesendur að prófa þetta. Hægt er að laga ,,ástandið" með því að gera: Ctrl, Alt og pílu upp. Af hverju að hafa þennan fídus í tölvunni? Hver notar hann eiginlega?

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ctrl+Alt + píla og skuldirnar hverfa? Prófa þetta.

þriðjudagur, 14 október, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Nákvæmlega! Ég ætlaði ekki að trúa því að þetta væri svona einfalt.

miðvikudagur, 15 október, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Segðu eigendum Eimskips frá þessu. Eimskip skuldar 192 milljarða. Ég hélt að þetta væri ekki hægt.

miðvikudagur, 15 október, 2008  
Blogger Jón said...

¡snpíɟ ɹnƃnðıus ısuɐ ðıɹǝʌ ɐʇʇǝþ ɹnʇǝƃ áɾs ɹıʇsǝlɟ ƃo suıǝ

fimmtudagur, 16 október, 2008  
Blogger Unknown said...

Fyndið að sjá þessa færslu núna. Það er nefnilega alveg ótrúlega stutt síðan ég hleypti syni mínum og vini hans í tölvuna og það endaði með þessu, allt á hlið. Ég var hálfgrátandi búinn að sætta mig við að láta bara skjáinn standa á hlið það sem eftir væri, en fattaði síðan að googla þetta. Mjög góð spurning, hver notar eiginlega þennan skítafítus!!

fimmtudagur, 16 október, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð að segja að ég hef notað þennan fítus á laptopnum mínum. Mjög sniðugur.

T.d. getur maður skoðað vefsíður og haldið á tölvunni eins og bók. Svo setti ég dótið á hvolf þegar ég festi tölvuna í efri koju uppi í bústað og horfði á þátt. Tolvan virkaði þá svipað og drop-down skjáirnir í flugvélum. Það var töff. Annars skil ég þetta alveg. T.d. gæti maður verið með skjá sem er festur upp 'á hvolfi' og þá þyrfti maður að vera með þetta.

föstudagur, 17 október, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er væntanlega fyrir skjái sem er hægt að snúa 90°. Þ.e. til að sjá fleiri línur þegar þú ert að forrita eða eitthvað. Ikke?

þriðjudagur, 21 október, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home