Sárt bítur soltin lús
Endrum og sinnum finn ég pöddur sem slysast inn í herbergi mitt. Oftast hleypi ég þeim út, en þó kemur fyrir að ég kremji þær. Og það gerði ég í gær. Kramdi lítinn pöddustrák með vísifingri mínum. Rauð klessa stóð eftir á veggnum.
Rauð klessa?
Var kvikindið fullt af blóði? Blóði úr mér...?!? Ég prófaði að smakka. Jú, þetta var tvímælalaust blóð. Og gott ef það bragðaðist ekki nákvæmlega eins og mitt eigið blóð.
Nú voru góð ráð dýr, því að ég vissi að pöddur eru sömu náttúru og vampírur. Þetta var spurning um nokkrar mínútur, áður en ég sjálfur tæki líki pöddu. Ég fann fyrir kláða í útlimum og yfirþyrmandi þorstatilfinningu, en það eru einmitt fyrstu merkin. Skrjáfandi þurrt brak lék um líkaman allan þegar ég teygði úr mér. Litir umhverfisins misstu sérstöðu sína og urðu svartir, gráir eða hvítir. Án þess að ég veitti því sérstaka eftirtekt, krafsaði ég mig áfram á fjórum fótum í áttina að útidyrunum. Ég þráði ég ekkert heitar en að bíta einhvern, bara einhver, og sjúga úr honum blóðið.
Æ, ég ætla að hætta nú. Svona fóru nú þessi skrif, sem áttu að vera um Davíð Oddsson, Jóhönnu Sigurðardóttir og Söruh Palin. Ég skrifa eitthvað að viti á morgun.
Endrum og sinnum finn ég pöddur sem slysast inn í herbergi mitt. Oftast hleypi ég þeim út, en þó kemur fyrir að ég kremji þær. Og það gerði ég í gær. Kramdi lítinn pöddustrák með vísifingri mínum. Rauð klessa stóð eftir á veggnum.
Rauð klessa?
Var kvikindið fullt af blóði? Blóði úr mér...?!? Ég prófaði að smakka. Jú, þetta var tvímælalaust blóð. Og gott ef það bragðaðist ekki nákvæmlega eins og mitt eigið blóð.
Nú voru góð ráð dýr, því að ég vissi að pöddur eru sömu náttúru og vampírur. Þetta var spurning um nokkrar mínútur, áður en ég sjálfur tæki líki pöddu. Ég fann fyrir kláða í útlimum og yfirþyrmandi þorstatilfinningu, en það eru einmitt fyrstu merkin. Skrjáfandi þurrt brak lék um líkaman allan þegar ég teygði úr mér. Litir umhverfisins misstu sérstöðu sína og urðu svartir, gráir eða hvítir. Án þess að ég veitti því sérstaka eftirtekt, krafsaði ég mig áfram á fjórum fótum í áttina að útidyrunum. Ég þráði ég ekkert heitar en að bíta einhvern, bara einhver, og sjúga úr honum blóðið.
Æ, ég ætla að hætta nú. Svona fóru nú þessi skrif, sem áttu að vera um Davíð Oddsson, Jóhönnu Sigurðardóttir og Söruh Palin. Ég skrifa eitthvað að viti á morgun.
3 Comments:
Ég gat ekki betur séð en að skrifin væru um Jóhönnu...
Þetta er nú bara nákvæmlega það sem gerðist í sögunni metamorfosis eftir Kafka. Ungur maður er bitinn af skordýri, breytist sjálfur í skordýr og slær í gegn. Lélegt, Jóhannes, mjög lélegt.
Heyrðu nú mig, þetta er nú pöddulegt komment hjá þér og ekki rétt í þokkabót. Sagan hefst með orðunum: Dag einn þegar Gregor Samsa vaknaði, var hann búinn að breytast í pöddu. Í sögunni kemur ekki fram ástæða þess að hann breyttist í pöddu. Hann var s.s. ekki bitinn af pöddu og breyttist í kjölfarið.
Hins vegar breyttist Köngulóarmaðurinn í Köngulóarmanninn vegna þess að hann var bitinn af könguló. Það var samt ekki fyrirmyndin.
Ég skal játa að þetta líkist óneitanlega Hamskiptum Kafka, en það var samt ekki það sem ég lagði upp með. Og reyndar lagði ég ekki upp með neitt, nema pirringinn að hafa verið bitinn af pöddu.
Skrifa ummæli
<< Home