mánudagur

Flutningur

Sídar í dag flyt ég í thridja skiptid, frá tví ég kom til Týskalands. Og alltaf batnar tad. Kannski ekki erfitt ad toppa sídustu tvaer: Flóabaelid og Pyttinn.

Ég mun deila naestu íbúd med nokkrum útlendingum, sem virdast fínir. Tau eru reyndar öll graenmetisaetur, sem er vísbending um ad ég verdi tad líka. En ég hef hvort ed er verid ad hugsa um ad tad lengi, ad gerast graenmetisaeta, tannig ad tetta er kannski bara skrefi rétta átt.

Nei nei. Ég er ad bulla. Audvitad hef ég ekki verid ad hugsa um ad gerast graenmetisaeta. Ég held líka ad tad sé beinlínis haettulegt. Ég las grein um daginn tar sem kom fram, ad líklegasta orsök tess ad kynstofn Neanderdalsmanna hvarf, var ad miklu leyti vegna tess ad teir haettu ad borda kjöt. Ég tek ekki sama sénsinn.

Nú dettur mér í hug nafn á nýja fletid. Tad skal heita Aldingardurinn.

6 Comments:

Blogger Guðmundur Jón said...

Fyrsta morguninn skaltu vekja liðið með því að steikja beikon þannig að íbúðin fyllist af brælu. Svo segirðu þeim að pabbi þinn hafi lógað heimilishundinum og ætli að senda þér hann í póstinum. Þau munu þá hlæja og hrista hausinn. En viti menn, nokkrum dögum síðar liggur sviðakjammi (með hundsól) á efstu hillu í ísskápnum.

Svona er hægt að sprella með grænmetisætur. Passaðu þig samt að fara ekki yfir strikið.

mánudagur, 24 nóvember, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Þetta er frábær hugmynd. Svo kemur meira að segja í ljós að einn strákurinn er eitthvað sem kallast vegan. Veit ekki alveg hvað það er, en ég held að hann megi bara borða sölnuð laufblöð. Æði.

miðvikudagur, 26 nóvember, 2008  
Blogger Guðmundur Jón said...

Það þýðir að hann borðar engar dýraafurðir, ekki einu sinni egg eða mjólk. Þannig að, já, hann situr eiginlega eftir með sölnuð lauf. Þ.e. sjálfsölnuð lauf. Þau mega ekki verið sölnuð af manna völdum.

fimmtudagur, 27 nóvember, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha... það er ljóst að það verður að senda sviðahaus. svo verður að vera falin myndavél við ísskápinn. kveðja úr 10 stiga gaddi.

sunnudagur, 30 nóvember, 2008  
Blogger Unknown said...

hvernig er það annars Jóhannes, ert þú ekki á góðri leið með að verða sjálfsölnaður þarna úti? gjaldeyrislaus, kvenmannslaus og allslaus? þú ert augljóslega kominn í slæman félagsskap þarna og átt eftir að enda sem náfölur vegan, með drekatattú á bakinu og þrágataðar geirur.

mánudagur, 01 desember, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Mér finnst veganar ekki ganga nógu langt. Ég ætla að taka dæmið alla leið. Hér eftir mun ég aðeins borða endurunninn pappa.

föstudagur, 05 desember, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home