Hauður og haf
Mér finnst flestir sjónvarpsþættir leiðinlegir. Hef ekki þolinmæðina í þá. Sérlega leiðinlegir finnst mér sjónvarpsþættir um breskt yfirstéttarfólk á 18. öld. Þeir bera leiðinleg nöfn eins og Hauður og haf eða Ambáttin. Spennó.
Það er þó eitt í þessum þáttum sem gleður mig alltaf. Senan þegar tveir hefðarmenn mætast í samkvæmi. Á yfirborðinu eru þeir vinir, en undirniðri kraumar hatur. Í kjölfarið tekur við fágað hefðarmannasamtal. Yfirborðið er slétt og fellt, en samtalið er þó þrungið illkvittnum athugasemdum, svona ef betur er að gáð.
Tökum dæmi úr svona þætti. Forsagan er sú, að ég (Jóhannes) kallaði Sir Walton einu sinni Refa-Walton í blaðgrein minni um hér um árið, sem annars fjallaði um nýlendur og nytjastefnu. En nafngiftin var augljóst háð og skírskotun í það, þegar refurinn slapp á milli fóta Sir Walton í refaveiðunum nokkrum árum fyrr. Þetta fyrirgaf hann mér aldei.
Við mætumst nú í samkvæmi. Sir Walton er með nýja spúsu upp á arminn, sem er talsvert yngri en hann. Ég með glas af fínu kampavíni í hendinni og hafði óvart klætt mig í sömu föt og í síðasta boði. Allir vita um spennuna sem ríkir á milli okkar Walters. Kliðurinn minnkar þegar hann nálgast mig. Sir Walter ávarpar mig.
- Jóhannes.
Ég sný mér við og virði hann fyrir mér. Úr fasinu má lesa vandlætingu. Svar mitt er stutt.
- Walton.
- Ég sé að þú ert kominn með annað glas af kampavíni.
- Já. Betra er eitt glas í hendi, en tvö í skógi.
Hann snýr upp á yfirvaraskegg sitt og veltir fyrir sér hvort að ég hafi verið að hæðast að honum. Líklega ekki. Líklega var þetta bara lélegur brandari. Nú leggur hann fyrir mig ómerkilega gildru.
- Gengur reksturinn illa?
Ég geng í gildruna.
- Nei. Og raunar er hið gagnstæða. Reksturinn hefur aldrei verið betri en einmitt nú.
- Nú, jæja... Ég tók eftir því, að þú ert enn í sömu fötunum og í sextugsafmæli frú Darlington. (Hann horfir íhugull í í loftið) Hvenær var það aftur? Í byrjun ágústs... eða... var það kannski í lok júlí?
Gestir skiptast á augngotum. Aðeins fjarlægir tónar strengjakvartettsins berast inn um gluggann, að öðru leytir ríkir grafarþögn. Stutt stund líður.
- Nei, það hafa ekki allir þörf fyrir að skipta um flík í hverju boði.
Þegar ég segir „flík“ gjóa ég augunum að fylgdarmær Sir Waltons. Ég beini næstu orðum mínum til hennar.
- Þú manst ef til vill dagsetningu sextugsafmælisins. Hvort var það í byrjun ágústs eða lok júlí?
Fylgdarmærin svarar.
- Nei, ég var ekki í afmæli frú Darlington. Sjáðu til, ég kynntist sir Walton ekki fyrr en í september.
- Einmitt það, já...
Ég reski mig og virði Sir Walton fyrir mér, svona eins og ég sé að velta því fyrir mér hvers konar maður hann sé í raun og veru. Sir Walton kemur með mótleik.
- En hvar er konan þín? Hvernig hefur frú Jóhannes það.
- Það áttu nú að vita, Sir Walton, að ég á ekki konu.
Hann grípur þetta á lofti.
- Nei, alveg rétt. Þú ert ekki mikið fyrir konur, er það?
Tíminn líður og ég brýt heilann í leit að snjöllu svari. Það stendur á sér. Sir Walton glottir. Hann skynjar vandræði mín og veit að hann er búinn að vinna.
- Vertu sæll, Jóhannes.
- Vertu sæll, Refa-Walton.
Og í kjölfar kveðju minnar, skorar Sir Walton mig á hólm til þess að vernda æru sína. Þátturinn endar síðan þar sem sýnt er frá hólmgöngunni. Ein byssa á mann, ein byssukúla. Þoka og skóglendi. Bak-í-bak og við tökum tíu skref hvor frá öðrum. Byssan hvellur og upp skjáinn rúllast texti. Þessum þætti af Hauði og hafi er lokið.
Mér finnst flestir sjónvarpsþættir leiðinlegir. Hef ekki þolinmæðina í þá. Sérlega leiðinlegir finnst mér sjónvarpsþættir um breskt yfirstéttarfólk á 18. öld. Þeir bera leiðinleg nöfn eins og Hauður og haf eða Ambáttin. Spennó.
Það er þó eitt í þessum þáttum sem gleður mig alltaf. Senan þegar tveir hefðarmenn mætast í samkvæmi. Á yfirborðinu eru þeir vinir, en undirniðri kraumar hatur. Í kjölfarið tekur við fágað hefðarmannasamtal. Yfirborðið er slétt og fellt, en samtalið er þó þrungið illkvittnum athugasemdum, svona ef betur er að gáð.
Tökum dæmi úr svona þætti. Forsagan er sú, að ég (Jóhannes) kallaði Sir Walton einu sinni Refa-Walton í blaðgrein minni um hér um árið, sem annars fjallaði um nýlendur og nytjastefnu. En nafngiftin var augljóst háð og skírskotun í það, þegar refurinn slapp á milli fóta Sir Walton í refaveiðunum nokkrum árum fyrr. Þetta fyrirgaf hann mér aldei.
Við mætumst nú í samkvæmi. Sir Walton er með nýja spúsu upp á arminn, sem er talsvert yngri en hann. Ég með glas af fínu kampavíni í hendinni og hafði óvart klætt mig í sömu föt og í síðasta boði. Allir vita um spennuna sem ríkir á milli okkar Walters. Kliðurinn minnkar þegar hann nálgast mig. Sir Walter ávarpar mig.
- Jóhannes.
Ég sný mér við og virði hann fyrir mér. Úr fasinu má lesa vandlætingu. Svar mitt er stutt.
- Walton.
- Ég sé að þú ert kominn með annað glas af kampavíni.
- Já. Betra er eitt glas í hendi, en tvö í skógi.
Hann snýr upp á yfirvaraskegg sitt og veltir fyrir sér hvort að ég hafi verið að hæðast að honum. Líklega ekki. Líklega var þetta bara lélegur brandari. Nú leggur hann fyrir mig ómerkilega gildru.
- Gengur reksturinn illa?
Ég geng í gildruna.
- Nei. Og raunar er hið gagnstæða. Reksturinn hefur aldrei verið betri en einmitt nú.
- Nú, jæja... Ég tók eftir því, að þú ert enn í sömu fötunum og í sextugsafmæli frú Darlington. (Hann horfir íhugull í í loftið) Hvenær var það aftur? Í byrjun ágústs... eða... var það kannski í lok júlí?
Gestir skiptast á augngotum. Aðeins fjarlægir tónar strengjakvartettsins berast inn um gluggann, að öðru leytir ríkir grafarþögn. Stutt stund líður.
- Nei, það hafa ekki allir þörf fyrir að skipta um flík í hverju boði.
Þegar ég segir „flík“ gjóa ég augunum að fylgdarmær Sir Waltons. Ég beini næstu orðum mínum til hennar.
- Þú manst ef til vill dagsetningu sextugsafmælisins. Hvort var það í byrjun ágústs eða lok júlí?
Fylgdarmærin svarar.
- Nei, ég var ekki í afmæli frú Darlington. Sjáðu til, ég kynntist sir Walton ekki fyrr en í september.
- Einmitt það, já...
Ég reski mig og virði Sir Walton fyrir mér, svona eins og ég sé að velta því fyrir mér hvers konar maður hann sé í raun og veru. Sir Walton kemur með mótleik.
- En hvar er konan þín? Hvernig hefur frú Jóhannes það.
- Það áttu nú að vita, Sir Walton, að ég á ekki konu.
Hann grípur þetta á lofti.
- Nei, alveg rétt. Þú ert ekki mikið fyrir konur, er það?
Tíminn líður og ég brýt heilann í leit að snjöllu svari. Það stendur á sér. Sir Walton glottir. Hann skynjar vandræði mín og veit að hann er búinn að vinna.
- Vertu sæll, Jóhannes.
- Vertu sæll, Refa-Walton.
Og í kjölfar kveðju minnar, skorar Sir Walton mig á hólm til þess að vernda æru sína. Þátturinn endar síðan þar sem sýnt er frá hólmgöngunni. Ein byssa á mann, ein byssukúla. Þoka og skóglendi. Bak-í-bak og við tökum tíu skref hvor frá öðrum. Byssan hvellur og upp skjáinn rúllast texti. Þessum þætti af Hauði og hafi er lokið.
3 Comments:
Þetta var ROOOOSALEGT! Hvenær kemur næsti þáttur? Byrjar spúsan með Jóhannesi? Eða er Jóhannes í alvöru hommi? Þvílíkur cliff-hanger.
Twistid er enn ótrúlegra en tig órar fyrir. Bíddu bara.
Byrjar hann með byssunni? Ef svo er það geðveikt fyrirsjáanlegt.
Skrifa ummæli
<< Home