mánudagur

Heimskasta setningin

Vísir.is rekur mestu vísindaafrek ársins 2008 að mati Times.  Þar ber hæst öreindahraðall CERN og segir í frétt Vísis:

Sumir óttuðust að við þetta yrði til svarthol sem gleypti jörðina og félli svo saman en það virðist ekki hafa gerst.

Það er ótrúlega margt rangt við þessa setningu.  Án þess að hafa kynnt mér það sérstaklega, hefði ég haldið að það væri ekki góð blaðamennska að tala um hvað sumir óttuðust.  Næst kemur sami setningarhlutinn sagður á þrjá mismunandi vegu.  1. ...yrði til svarthol  2. ...sem gleypti jörðina  3. ...og félli svo saman.  Loks kemur aulabrandari, sem minnir á aulabrandara Paul McCartney, þegar hann talaði um að fréttirnar af andláti sínu væru stórlega ýktar.  Það sem gerir brandara Vísis enn verri, er að tilraunin í CERN hefur ekki enn farið fram og því er eiginlega ekki hægt að djóka með niðurstöðurnar.

Ég er trylltur!

2 Comments:

Blogger Jón said...

http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/744922/

Viljið þið ekki bara stofna klúbb eða eitthvað?

mánudagur, 15 desember, 2008  
Blogger Jói Ben said...

Við erum löööngu búnir að stofna þennan klúbb.

þriðjudagur, 16 desember, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home