mánudagur

Rambó og Eiríkur Fjalar

Er til meiri karlmaður en Rambó? Ég efa það. Eini maðurinn sem kemst nálægt honum er Egill Skallagrímsson. Þeir standa þarna tveir á öðrum endanum í litrófi karlmennskunnar. Og hvað um hinn endann? Þar eru menn eins og Birkir Jón Jónsson og Eiríkur Fjalar. Einhverra hluta vegna, er ekkert karlmannlegt við þá.


Rambó, til í tuskið

Undarlegt hvernig að mannshugurinn virkar. Hann vellur áfram, fullkomlega stjórnlaus, eins og maður sem gimpast niður alltof bratta brekku. Guð veit hvar hann endar.

Eiríkur Fjalar gæti aldrei átt kærustu. Ég sé ekki hvernig það gæti virkað. Í öllum aðstæðum, sem lifna við í höfðinu á mér, eyðileggur hann alltaf stemninguna með því að segja við stelpuna að hann sé „...sko alveg æðislega, obboslega hrifinn af henni“. Og svo kemur hann með framstætt einkennis-brosið, svona til þess að setja punktinn yfir i-ið.


Ég held að Eiríkur Fjalar sé sóði. Hann á örugglega heilt fjall af klámblöðum, sem hann skoðar af mikilli áfergju myrkranna á milli. Fyrir utan flissið í Eiríki ríkir fullkomin þögn. Ef hann rekst á eitthvað sérlega spennandi heldur hann niðri í sér andanum. Karlanginn.

Eiríkur Fjalar, alltaf í stuði

Ég held að ég sé með ákveðinn punkt hérna. Getur ekki verið, að einmitt þessi hegðun sé ástæðan fyrir lágri karlmennsku-einkunn Eiríks. Gott ef ekki. Aldrei myndi Rambó flissa yfir klámblaði.

En hvað með Birki Jón? Einhvern veginn finnst mér hann alltaf koma fyrir, eins og hann sé nýkominn úr sælgætisverksmiðjunni. Kryfja hann seinna.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá, ég er alveg sammála með Eirík Fjalar. Hann er svona alveg að daðra við það að detta yfir í að vera samkynhneigður. Þori að veðja að hann er a.m.k. bi-curious.
Hvað heldurðu að þú myndir meika að vera lengi í partýi með Eiríki? Ég held að maður myndi skemmta sér konunglega með honum fyrstu 5 mínúturnar en svo væri það baaaara vandræðalegt og óþægilegt það sem eftir er.

mánudagur, 01 desember, 2008  
Blogger Geir said...

Rambó er svo mikill karlmaður miðað við Eirík að hann mundi taka Erík í ra**gatið 10 sekúndum eftir hitting þeirra. Hljómar mótsagnarkennt, en er það ekki.

mánudagur, 01 desember, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Jói, hvar í karlmennskurófinu stendur þú?

Er ekki dálítið undarlegt að setja Birki Jón á hinn endann án þess að segja hvar heljarmenni eins og Friðrik Ómar eru á rófinu?

kv.

Sissa

miðvikudagur, 03 desember, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

(Unnar)

Lék Sly ekki í "erótískri" mynd við upphaf ferilsins? Annar er þá gerandi(leikur) meðan hinn þolandi (horfir á).

Annars sé ég sjálfan mig fyrir mér á þessum skala. Svona 85% Rambó en 15% Eiríkur Fjalar. Munurinn liggur í því að ég tefli skák meðan Rambó drepur fólk. Þú Jói ert sennilega eitthvað nær Eiríki. Ég mundi segja að bartarnir hífðu þig upp í 55% Rambó. Of mikil neysla á kókómjólk og franskbrauði kemur þér í koll. Einnig hefur þú aldrei lyft lóðum.

föstudagur, 05 desember, 2008  
Blogger Jói Ben said...

KRiZ: Ég held að þetta sé rétt hjá þér. Stemningin væri örugglega svipuð og þegar ónefndur kennari kom í tíma til okkar í 6Y og las upp úr uppáhalds brandarabókinni sinni. Fyrstu fimm mínúturnar voru þolanlegar, restin var sársaukafull.

Geir: Veit ekki nákvæmlega hvernig þessi hittingur verður, en mér finnst frekar líklegt að Eiríkur Fjalar muni hníga niður örendur á einhverjum tímapunkti.

Sissa: Reyndar bjó ég til þetta karlmennskuróf til að átta mig betur á viðfangsefninu. Það lítur svona út:

Michael Jackson
Richard Simmons
Pee Wee Hermann
Gæinn sem lék í myndinni Honey, I shrinked the Kids
Gæjarnir í Bee Gees
Barney í Fred Flintstone
Birkir Jón Jónsson, alþingismaðurinn ungi
Gísli Marteinn Baldursson
Ásgeir Kolbeinsson
Gæinn sem lék í Eurovisionmyndbandinu hennar Selmu (veit ekki hvað hann heitir, en hún var að reyna að skjóta hann með boga)
Jakob Frímann Magnússon
Jesús Kristur
Einar Bárðarson
Garðar Thor Cortes.

Hér endar veikari helmingur samantektar minnar. Einhverra hluta vegna á ég erfitt með að brúa bilið yfir í sterkari helming, en hér kemur hann:

Leonard Cohen
Egill Ólafsson
James Bond
Sergé Gainsbourgh
Bubbi Morthens
Mick Jagger
Nick Cave
Júpiter, grískur guð
Jón Páll Sigmarsson
John Rambo
Egill Skallagrímsson.

Veit ekki hvar ég stend, en ég ætla að vona að ég hærri en hinn stimamjúki tenór Garðar Cortes.

Friðrik Ómar kemur á milli Birkis og Gísla Marteins.


Unnar: Ég þekki ekki þessa erótísku mynd sem þú ert að vísa í. Nema þú eigir við Rocky-seríurnar. Þar var sviðsnafnið hans The Italian Stallion og mestan hluta myndarinnar er hann hálfnakinn í faðmlögum við aðra karlmenn.

Annars var mér bent á smá yfirsýn í úttektinni. Kemur ekki í ljós að Stallone er ~162 cm á hæð, sem getur nú varla talist karlmannlegt. Þannig að það þarf kannski að endurskoða þessa úttekt aðeins.

föstudagur, 05 desember, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Unnar

Skrítið. Þú flokkar þetta nánast eftir vöðvum! Vöðvakallarnir eru karlmannlegastir.

föstudagur, 05 desember, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Nýjan pistil fljótt. bj

sunnudagur, 07 desember, 2008  
Blogger skuli said...

Ekki gleyma Gretti sterka, hann var alveg jafnmikið karlmenni og Egill Skalla, svo var Njáll hann gat hoppað hæð sína í fullum herklæðum sem er nú talsvert afrek (ég reyndi það nýverið og tognaði á ökkla). Kveðjur frá Íslandi til Berlínar.

föstudagur, 12 desember, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home