Skemmtileg uppfinning
Var að spjalla við vin minn um daginn á Skæpinu og fékk skemmtilega hugmynd. Þið vitið hvernig flotholt virkar. Það liggur á yfirborði vatnsflatarins og tryggir að öngullinn haldist stöðugur á sama dýpi. Gott og vel, þetta er mjög gegn uppfinning.
Var að spjalla við vin minn um daginn á Skæpinu og fékk skemmtilega hugmynd. Þið vitið hvernig flotholt virkar. Það liggur á yfirborði vatnsflatarins og tryggir að öngullinn haldist stöðugur á sama dýpi. Gott og vel, þetta er mjög gegn uppfinning.
Ég er með aðra útfærslu á þessu fyrirbæri. Hvernig væri að sleppa flotholtinu með öllu og í þess stað nota blöðru, eins og sýnt er á myndinni hér að neðan.
Rissa af hinni stórkostlegu uppfinningu
Blaðran yrði náttúrulega að vera risastór til þess að það væri eitthvað fútt í þessu. Eins og sjá má á myndinni, hanga líti ,,lóð" á neðsta hluta bandsins. Þessi lóð væru þyngri en loft, en léttari en vatn. Þau eru s.s. til að tryggja það, að blaðran haldist í jafnvægi við vatnsflötinn og að sama skapi að hinn endi línunnar haldist líka nokkurn veginn í jafnvægi við hann; fiskurinn gæti ekki togað öngulinn langt niður, án þess að ,,lóðin" toguðu á móti í hina áttina.
Ég sé þetta alveg fyrir mér. Maður myndi sleppa nokkrum blöðrum - rauðri, blárri og grænni - svo væri hægt að halla sér í árabátnum og fylgjast með blöðrunum hanga í loftinu. Maður gæti jafnvel mænt á þær úr landi. Þegar ein blaðran ,,tekur á rás" er ljóst að búið er að bíta á.
Ég sé fyrir mér að þetta gæti orðið sport. Sérstaklega ef fiskurinn er stór og sterkur og gæti togað blöðruna um hafflötinn af miklu afli. Hún myndi þá stundum taka miklar dýfur þegar fiskurinn kafar og færi jafnvel stöku sinnum á kaf. Þá væri stórskemmtilegt að bíða og sjá hvar blaðran dúkkar upp.
Ég ætla að gera þetta í sumar, alveg pottþétt. Panta risastóra blöðrur á netinu, redda helíumi og halda á veiðar. Nú vantar mig bara tillögur að heppilegu vatni og veiðifélaga sem væri til í svona vitleysu.
5 Comments:
Víti í Öskju?
Þessi lóð sem þú minnist á, kallast sökkur og eru nauðsynlegar svo öngullinn fljóti ekki á vatnsyfirborðinu.
Annars hljómar þetta eins og skemmtilegt sport. Það væri líka hægt að útvíkka hugmyndina, festa blöðrur í kindur. Þá ætti maður auðveldara með að finna þær og svo myndi það óneitanlega flýta fyrir réttum. Og svo væri hægt að skipuleggja sláturhúsin eins og risastóran Bubble Shooter - leik.
Og svo væri náttúrulega hægt að hnýta flugdreka í hest.
Myndi maður þá fyrst draga blöðruna inn og svo rest? Eða yrði talía á blöðrunni? Eða blaðran fest við línuna með sér bandi? Málið með flotholt er að það er svo gott að miða við yfirborðið til að sjá hvort að það sé lóðrétt hreyfing á agninu, þyrfti maður ekki að vera að veiða algjöra risafiska sem myndu draga agnið langt ofan í vatnið til þess að maður myndi sjá greinilega hreyfingu á blöðrunni?
Af hverju er báturinn á þurru landi? Og Jói svona langt frá vatninu?
Svansson: Staðsetningin er vissulega flott, en ég veit samt ekki hvort það sé nokkurn fisk þar að finna.
GJA: Veit ekki alveg hvort að rétt sé að kalla þetta sökkur, þar sem þetta fyrirbæri hefur hvort tveggja þann tilgang að sökkva önglinum og toga hann upp, eftir því hvorum megin vatnsflatarins það er statt.
Mér finnst Bubble-shooter hugmyndin hljóma vel. Skil ekki af hverju þeir eru ekki löngu búnir að gera þetta.
Jón: Ég held að það þyrfti einhvers konar pínu-talía að vera á línunni. Svo þegar bitið er á, myndi maður tengja hana við veiðifæri.
Annars eru kommentin við myndina góð. Báturinn er á landi vegna þess að ég réri honum þangað eftir að vera búinn að planta blöðrunni. Þar stend ég í rólegheitunum og fylgis með hvort gangi mála. Finnst reyndar furðulegt að fyrst þú ert á annað borð að kommenta á myndina, hvers vegna þú spyrð ekki út í kórónuna sem situr á höfði mér.
Skrifa ummæli
<< Home