laugardagur

Áherslubreyting

Stundum fæ ég það á tilfinninguna, að lesendur þessarar síðu séu verr gefnir en almennt gengur og gerist. Þeir virðast oft ekkert botna í stórsnjöllum vangaveltum mínum. Ég sé þá fyrir mér, sljóa til augnanna, lesa línu eftir línu með puttann á skjánum til að tapa ekki þræðinum. Endrum og sinnum grípa þeir í orðabók til að fletta upp á flóknustu orðunum, en það er til lítils gagns, enda hefur stafrófið alltaf vafist fyrir þeim.

Þegar þetta rann upp fyrir mér, ákvað ég að hugsa dæmið upp á nýtt. Ég verð að miða skrifin við vitsmunastig lesenda þessarar síðu. Setningarnar verða hér eftir stuttar. Orðin líka. Löng orð (fleiri en þrjú atkvæði), verða hlutuð í sundur með þankastriki. Áhersluatriði verða feitletruð. Litir verða óspart notaði til að gera textann líflegan. Upphrópanir verða ritaðar með hástöfun og upphrópunarmerkjum fjölgað úr einu í nokkur.

Það sem skiptir mestu máli, er að breyta áherslunni. Hér eftir verða efnistökin ævinlega léttvæg. Líklega er best að helga síðuna dýrum, þá með sérstaka áherslu á hunda, ketti og páfagauka. Myndum mun fjölga talsvert.

Til þess að ákvarða hve djúpt ég þarf að kafa, langar mig að leggja fyrir lesendur þessarar síðu gáfnapróf.

Finnur þú fimm villur?

Og ennfremur er hér greindarvísitölupróf [1] sem ég myndi vilja að lesendur tækju. Niðurstöðum skal skila í kommentakerfið.


[1]
Ath! Að prófi loknu biðja þeir um email addressu og falast síðan eftir greiðslukortanúmerinu.  Ekki gefa það upp. Niðurstöðurnar fáiði síðan sendar til ykkar í tölvupósti

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég fékk 79. á mindina vantar hermen.

laugardagur, 14 febrúar, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Þa eru ekki á veitingarstaði en samt eru þau með menu.

ég fékk 85!!!!!!!!!!!!!!! er sko ekkí sátt!!!!!!!!!!!!!!!

laugardagur, 14 febrúar, 2009  
Blogger Jói Ben said...

Þetta grunaði mig. Óska eftir fleiri niðurstöðum.

laugardagur, 14 febrúar, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

paece and love too all. no war.

- robbi hamar

laugardagur, 14 febrúar, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

ertu þrossi bína, þau eru ekki á restauranti - þetta eru ríkistjórnin og forseti lýðræðisins íslands!!!!

laugardagur, 14 febrúar, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Tók þetta próf og þeir vildu ekki láta mig fá niðurstöðurnar nema ég leyfði þeim að tæma kortið mitt. Ég lét þá fá kortið en samt fæ ég engar niðurstöður. Eru þetta prófagaurarnir á myndinu?
Hvað þýðir up-phró-pu-na-rme-rki. Gat ekki flett því upp. bj

laugardagur, 14 febrúar, 2009  
Blogger Jón said...

Það eru fimm konur á ríkisráðsfundi.

sunnudagur, 15 febrúar, 2009  
Blogger Árni Björn said...

Páll er stærri en Siggi, Nonni er stærri en Páll, Siggi er stærri en Nonni. Hver er lúlli baukur?

sunnudagur, 15 febrúar, 2009  

Skrifa ummæli

<< Home