þriðjudagur

Póker

Ég er alltaf að hugsa um póker.  Í lestinni á leiðinni niður í bæ marinera ég hugann upp úr heppilegustu nálguninni á hinar og þessar ,,hendur", velti fyrir mér líkunum og hvort að einhver sálfræði sé til staðar.  Eftir nokkra klukkutíma hrekk ég aftur inn í raunheima, örþreyttur af áreynslu.

Stundum gerist það að ég næ ekki að stilla mig úr póker-gírnum.  Þá stend ég sjálfan mig að því, að vega og meta hin og þessi atriði á mælikvarða sem bara er notaður í póker.  Umhverfið verður lævi blandið og ég tortrygginn eftir því.  Þá velti ég mikið fyrir mér sambandi umbúða og innihalds.  - Ósköp er þessi maður rogginn, ætli það sé innistæða fyrir því?  Eða er hann kannski bara að blöffa?  Svo fer heilmikill tími í að greina hann.

Þrír möguleikar.  Hann er með góða hönd, tvo kónga.  Það er völlur á kappanum, vegna þess að hann er aðalmaðurinn og um það er ekki deilt.  Annar möguleiki gæti verið, að hann sé í grunninn til með slæma hönd, 5 og 9, en nái að blöffa sig í bílstjórasætið.  Það er svosem í lagi á meðan enginn ,,sér hann" (þ.e. sér í gegn um hann).  Svo er það þriðji möguleikinn:  Maðurinn er með frekar slæma hönd, en heldur að hún sé góð.  Gæti verið samlita 7 og 8.  Stundum gengur hún upp, en þegar á reynir tapar hann eiginlega alltaf.

Svo er það náttúrulega aðalspurningin, eru mín eigin spil betri en þessara sjálfumglöðu spraðabassa?

Hér var ég búinn að skrifa upp heilmikið dæmi, þar sem Davíð og Jóhanna voru greind í upphafshandir og borðföstu spilin táknuðu Seðlabankadeiluna.  En ég var búinn að ákveða að hætta að skrifa um pólitík, þannig að ég tók þetta út.

7 Comments:

Blogger Jón said...

zzzzzzZZZZZzzzzzzz
Vanhæfur bloggari!

Þetta eru líklegast svakalegustu tímar í íslenskri pólitík sem við munum upplifa og þú ert bara að skrifa um upplifanir þínar á rosknum þýskum mönnum. Ekki alveg sáttur.

þriðjudagur, 10 febrúar, 2009  
Blogger Jói Ben said...

Ekki vera öfundsjúkur.

þriðjudagur, 10 febrúar, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég man þegar þú varst að tala um þetta. Líka varðandi það að ná í stelpur. Fannst það ágætis pælingar...

þriðjudagur, 10 febrúar, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Loksins heyrist eitthvað. Samt er ég sammála Jóni. Það vantar meira stuð. bj

þriðjudagur, 10 febrúar, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Loksins heyrist eitthvað. Samt er ég sammála Jóni. Það vantar meira stuð. bj

þriðjudagur, 10 febrúar, 2009  
Blogger Jói Ben said...

Ekki vera öfundsjúkur bj.

miðvikudagur, 11 febrúar, 2009  
Blogger Árni Björn said...

styð Jóhannes heilshugar, út með pólitík, nema það sé eitthvað svakalega fyndið - (var annars að detta hingað inn í fyrsta sinn í hundrað ár, allt facebook að þakka)

föstudagur, 13 febrúar, 2009  

Skrifa ummæli

<< Home