Skuldir
Mikið er að tala um að niðurgreiða eigi skuldir hins og þessa. Framsóknarmenn vilja gefa 20% afslátt jafnt á alla skuldara. Niðurgreiðsla af þessu tagi myndi falla á ríkissjóð og dreifast að lokum á skattgreiðendur. Gagnvart skuldlausum er þetta ekki sanngjarnt.
Dæmi:
Jói pípari er 28 ára og skuldar 40 milljónir. Hann eyddi úr hófi fram; keypti sér stórt hús og sportbíl fyrir peninginn. Framsóknarmenn vilja breyta þessari skuld í 32 milljónir, þannig myndu 8 milljónir falla á ríkissjóð. Þeir vilja m.ö.o. gefa Jóa pípara 8 milljónir.Gummi Ben skuldar hins vegar ekki neitt. Hann var skynsamur, tók engin lán og lifði knappt. Hann fær ekki krónu frá framsóknarmönnum (en hefði þó ekkert á móti því að fá frá þeim 8 milljónir).Báðir greiða sömu upphæð í skatt.
Hvers vegna í veröldinni ætti sá ráðvandi maður, Gummi Ben, að greiða niður skuldir þeirra sem eyddu úr hófi fram. Ekki bjó hann í stóra húsinu. Ekki fékk hann að keyra sportbílinn. - En nú þarf hann skyndilega að greiða niður húsið og sportbílinn hans Jóa. Það er ekki sanngjarnt.
Réttara væri, að skuldarar greiði niður skuldir sínar sjálfir. Jói gæti t.d. minnkað við sig, selt bílinn og húsið og leigt pínulitla kytru á Týsgötunni, eins og Gummi gerði. Skuldin sem eftir stæði myndi dreifast yfir langan tíma. Og ef hann gæti ekki staðið í skilum, myndi ríkið að sjálfsögðu sjá honum aumur með sínum aðferðum.
Þetta er auðvitað sárt. Menn sem hafa lifað eins og kóngar eiga erfitt með að kyngja Týsgötunni. En áttu þeir hvort eð er nokkuð í gamla lífstílnum? Er Jói pípari ekki bara kominn á þann stað í lífinu, sem eðlilegt er að 28 ára menn séu á? Ég held það.
13 Comments:
Þegar peningamarkaðssjóðirnir voru greiddir gaf ríkið eigendum bréfanna 200 milljarða (menn fengu 66% útborgað en hefðu átt að fá 0%). Það finnst mér töluvert ósanngjarnara.
Annars þá gæti ríkið fengið eitthvað til baka, til dæmis 20% hlut í íbúðinni. Þannig myndu þeir fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Svo finnst mér nú vanta í þessa dæmisögu að Gummi Ben hefur engar tekjur og borgar því ekki tekjuskatt og býr í Berlín og borgar því engan virðisaukaskatt. Það er bara alls ekki rétt að þeir greiði sömu upphæð í skatt. Jói pípari greiðir töluvert meira þar sem hann er duglegur snáði.
Tek það fram að þetta eru uppdiktaðar persónur, en fyrst þú ert að spyrja, þá get ég sagt þér nánar frá þeim.
Jói pípari er pípari og fær 200þús á mánuði.
Gummi Ben var með töluvert betri tekjur síðustu misseri og greiddi af þeim skatt í ríkissjóð. Hann býr í Dresden um þessar mundir (þetta er ekki ég vitleysingurinn þinn), en mun líklega flytja aftur til Íslands þegar tillögur svipaðar framsóknarmanna verða orðnar að veruleika.
Ef ríkið fær hlut í íbúðinni, þá er þetta náttúrulega allt annað dæmi.
Jói stelur greinilega undan skatti. Það er enginn pípari með svona litlar tekjur.
Kannski er það konan hans sem er með allar tekjurnar.
Það dettur engum í hug að þú sért Gummi Ben. Þú ert Jói Ben. Þú gleymir því hins vegar að Bjarni Ben hefur stutt tillögur Framsóknarmanna. (ekki hlusta á Jón Ben) bj
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Sko, Jói pípari verður náttúrulega að komast í ljós þrisvar í viku. Strípurnar kosta líka sitt. Lausnin er auðvitað sú að stofna SOS strípu- og ljósaþorp við bæjarmörkin, og svo geta hraustir krakkar t.d. í Rúanda orðið áskrifandi að einum svona Jóa, sent 3000 kr. á mánuði og fengið myndir af honum um jólin. Allir sáttir.
Gummi Ben er bestur!
Framsóknarflokkurinn er eins og óvinsælasti gaurinn í partýi, sem eyðir hálftíma inni á klósetti og þvertekur svo fyrir að hafa stíflað það. Þegar allir eru orðnir vel drukknir og brjálaðir út í hann, býður hann öllum að skíta í garðinn hjá nágrannanum.
Þetta var svona dæmigert moggablogg-komment, léleg og ósmekkleg myndlíking sem verður svo svarað með því að einhver snýr út úr myndlíkingunni.
En ekki gleyma því að það var nágranninn sem fyllti klósettið af dagblöðum og rusli. Óvinsæli gaurinn sturtaði bara niður, í stað þess að stinga höfðinu í sandinn.
Þetta er dæmigert moggablogg-kombakk. Því er jafnan fylgt eftir af heimskasta manni í heimi.
hann hevði frekar átt að stinga höfðinu í klóstið fokkings hálvitar!!!!
Það verður greinilega nóg að gera fyrir Jóa pípara með þessu áframhaldi.
Unnar
Sammála höfundi. Mér finnst ekki að ríkið eigi að koma til móts við nema þá sem eru allra verst settir. Við megum heldur ekki gleyma þeim sem hafa valið sér að búa í kjöllurum og bílskúrum, vegna þess að þeir töldu að íbúðarverð væri of hátt, og treystu sér ekki erlendu lánin því að þeir töldu að krónan myndi falla. Það er ekki hægt að breyta leikreglunum eftir á. Það sem ríkið borgar er bara það skattgreiðendur borga. Og ekki finnst mér heldur sanngjarnt að skera niður ellilífeyrinn hjá gamla fólkinu.
Góð hugmynd að ríkið kaupi hlut í húsnæði fólks.
Hvað með Badda bankamann sem fékk 22 milljónir lánaðar til að kaupa hús sem kostaði 30 milljónir og skuldar núna 30 milljónir í húsi sem kostar 22 milljónir? (Sama húsið eftir bólu)
Er það eðlilegt að Baddi haldi áfram að borga lánið sitt? Eða ætti lánveitandinn kannski að taka eitthvað af högginu á sig?
Það er hægt að líta á dæmið svona, eins og þú gerir Thor.
En það má líka spyrja hvort að það sé ekki bara sanngjarnt að verðið lækki aftur í það sem ,,er eðlilegt". Á árunum 2004 til 2007 hækkaði íbúðarverð um 70% án þess að neitt byggi að baki. Þetta var bara dellu-hækkun.
Snúum dæminu við.
Árið 2004 keypti Baddi sér hús á 22 milljónir. Jobbi var í útlöndum þá og keypti sér ekki. Árið 2007 er sama húseignin komin upp í 37 milljónir. Jobbi vill kaupa hús, en eru allar bjargir bannaðar, því íbúðarverð er of hátt. Enginn var þá tilbúinn að rétta honum hjálparhönd. Hann gat bara farið að leigja.
Baddi sagði: Þú hafði sömu möguleika og ég, en klúðraðir málunum. Ekki ætla ég að láta mína skattpeninga borga niðurgreiða húsakaup þín. Það er ekki mér að kenna hvað þú varst ógeðslega vitlaus. Sorrý kókó.
Mér finnst þetta vera alveg sama dæmið, nema í hina áttina.
Nú eru það öreigarnir sem eru í góðum málum og bubbarnir í bobba. Af hverju ætti Jobbi ekki bara að segja: Sorrý kókó.
Langaði að bæta við, Thor, að lánveitandinn er í öllum tilfellum ríkið (bankarnir eru í eigu þess), sem þýðir að ríkissjóður tekur á sig höggið, þ.e. skattborgarar.
Skrifa ummæli
<< Home