Ég sá Áramótaskaupið frá 1986 um daginn. Það var uppfullt af gríni tengdu leiðtogafundinum í Höfða. Get ekki sagt að það hafa verið gott grín - enginn Fúsi froskur þar á ferð, ónei. Ég mundi bara eftir einu atriði: Söngatriðinu þegar Karl Ágúst Úlfsson er að verða vitlaus, vegna þess að það eru komnar svo margar sjónvarpsstöðvar í gang (þ.e. Stöð eitt og tvö). Á einum stað í laginu kemur þögn og Laddi birtist á sjónvarpsskjá fyrir aftan Karl Ágúst og segir: Við viljum vekja athygli á því, að það eru atriði í þættinum sem ekki eru við hæfi Bjarna. Og Karl Ágúst lítur í myndavélina og segir: En... það er ég...? Og svo heldur lagið áfram. Gott grín þar á ferð.
En talandi um gott grín. Teiknimyndaserían mín, sú sem stofnuð var til höfuðs Apaútgáfunni, virðist ekki hafa hitt í mark hjá öllum. Einhver sagði að fyrsta sagan hafi misst marks, og einhver annar sagði að honum hafi þótt sagan endasleppt. Því er ég fullkomlega ósammála. Sagan var bráðfyndin, hittin og gegnheil. Til þess að sanna mál mitt, ætla ég að búa til aðra sögu bráðlega. Þetta verður heil symfónía af gríni og glensi. Ójá.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home