Ég er kominn aftur til Íslands. Ferðin til Kaupmannahafnar var alveg svakaleg. Sérhver dagur þéttur af góðum og innihaldsríkum samtölum við skemmtilegt fólk. Og kvöldin einkenndust af ævintýrum og vitleysu. Þetta var bara svo gaman. Og ég spyr sjálfan mig: Hvað í andskotanum er ég að gera á Íslandi? Það meikar engan sens.
En, jæja. Jamm og jæja.
Af markmiðum mínu náði ég flestum. Mér láðist þó að gera eftirfarandi:
* Sækja eintak af mastersritgerðinni minni.
* Smíða skútu og fara í siglingu með Tomma.
* Skoða apana í dýragarðinum.
* Fara út að hlaupa með Rut.
Allt annað náðist, svona, hvert á sinn hátt. En, já. Ég er pínulítið súr að vera kominn aftur heim. Hvílíkt rugl.
2 Comments:
Ég treysti því að þessi skýrsla fari ekkert á flakk Jói!
Vissulega Páll. Þú getur treyst mér. Skýrslan er í öruggum höndum.
Skrifa ummæli
<< Home