Nýtt ár!
Árið 2008 er líklega eitt merkilegasta ár í sögu íslensku þjóðarinnar frá stofnun lýðveldisins. Auðvitað ber hrun hagkerfisins þar hæst[1], en mér finnst önnur atriði einnig mjög áhugaverð, til dæmis Suðurlandsskjálftinn, silfur á Ólympíuleikunum og koma tveggja ísbjarna.
Frá mínum bæjardyrum séð var árið að mörgu leyti ágætt. Ég hætti í lífi sem var lítið spennandi og flutti til Þýskalands. Það var góð ákvörðun. Svo kynntist ég líka hellingi af góðu fólki, sem var mjög ánægjulegt. Hugsa að ég gefi árinu 8.1 í einkunn. Það er bara fínt.
Ég var búinn að skrifa heillanga romsu um stjórnmál hér, en það var ekkert sem ekki hefur heyrst áður. Tek það út.
Ein vangavelta í lokin: Hvernig í veröldinni datt mótmælendum í hug að kveikja í Oslóartrénu? Hvað hafði það unnið sér til sakar[2]?
[1]
Úrvalsvísitalan er í dag 3,5% af því sem hún var fyrir 19 mánuðum, en það er álíka mikill hlutfallsmunur og er á Hallgrímskirkju (74m) og Robert Wadlow (2.72m). Rober er reyndar hæsti maðurinn sem hefur skakklappast um jörðina. Á móti kemur að Hallgrímskirkja er eitt hæsta hús landsins.
[2]
Þ.e. fyrir utan að vera sameiningartákn fyrir landsmenn á hátíð ljóss og friðar.
Árið 2008 er líklega eitt merkilegasta ár í sögu íslensku þjóðarinnar frá stofnun lýðveldisins. Auðvitað ber hrun hagkerfisins þar hæst[1], en mér finnst önnur atriði einnig mjög áhugaverð, til dæmis Suðurlandsskjálftinn, silfur á Ólympíuleikunum og koma tveggja ísbjarna.
Frá mínum bæjardyrum séð var árið að mörgu leyti ágætt. Ég hætti í lífi sem var lítið spennandi og flutti til Þýskalands. Það var góð ákvörðun. Svo kynntist ég líka hellingi af góðu fólki, sem var mjög ánægjulegt. Hugsa að ég gefi árinu 8.1 í einkunn. Það er bara fínt.
Ég var búinn að skrifa heillanga romsu um stjórnmál hér, en það var ekkert sem ekki hefur heyrst áður. Tek það út.
Ein vangavelta í lokin: Hvernig í veröldinni datt mótmælendum í hug að kveikja í Oslóartrénu? Hvað hafði það unnið sér til sakar[2]?
[1]
Úrvalsvísitalan er í dag 3,5% af því sem hún var fyrir 19 mánuðum, en það er álíka mikill hlutfallsmunur og er á Hallgrímskirkju (74m) og Robert Wadlow (2.72m). Rober er reyndar hæsti maðurinn sem hefur skakklappast um jörðina. Á móti kemur að Hallgrímskirkja er eitt hæsta hús landsins.
[2]
Þ.e. fyrir utan að vera sameiningartákn fyrir landsmenn á hátíð ljóss og friðar.