þriðjudagur


Jóakim Aðalönd


Í Andabæ kann ég best við Andrés og Jóakim. Ég hrífst að breyskleika þeirra; maður skilur þá svo vel. Það er samt eitt í fari Jóakims sem ég hef aldrei almennilega náð að gúddera: Þrá hans í peninga.

Jú. Ég veit vel, að það er háttur auðkýfinga að vilja sölsa undir sig meiri auði. En árátta Jóakims virðist vera af allt öðrum toga. Á meðan venjulegir auðjöfrar geyma peninga sína inn á bankareikningi, geymir Jóakim þá í risastórum geymi þar sem hann getur horft á þá öllum stundum. Hann þekki þá meira að segja alla með nafni. Hversu klikkað er það?

Teiknimyndasaga lýsir ágætlega sambandi Jóakims við peninganna

Hann á heima í peningatankinum. Hann dreymir peningana. Á hverjum degi baðar hann sig upp úr þeim. Öðruvísi er hann skítugur. Hann er með peninga á heilanum. Hann gjörsamlega elskar þá!

Þetta er mergur málsins. Þetta er það sem fer öfugt ofan í mig. Á meðan aðrir milljónamæringar fá kikk út úr völdunum sem peningarnir færa þeim, virðist Jóakim fá sitt kikk út úr lostablöndnu samneyti við aurana og krónurnar. Það er bara sjúklegt.

mánudagur


Mannanöfn?


Grímur, Ernir, Garðar, Steinar, Úlfar
, Björg og Birnir. Eru þetta nöfn á mönnum? Ég er ekki viss. En hitt veit ég, að...

þetta eru grímur

þetta eru ernir

þetta eru garðar

þetta eru steinar

þetta eru úlfar

þetta eru björg

þetta eru birnir.

Öll nöfnin eru líka til í eintölu, fyrir utan Garðar og Björg. Ég þekki engan Garð eða Bjarg.

Útúrdúr: Er það vitleysa í mér, en stendur Garðar Cortes undir nafnbótinni Óskabarn þjóðarinnar? Ég heyrði það í útvarpinu um daginn. Hvað hefur maðurinn gert til að verðskulda þennan titil (fyrir utan að hafa sungið í einhverri verslun í Birmingham)?

sunnudagur

miðvikudagur

Sláandi lík

Um daginn sótti ég föt í hreinsun. Konan í afgreiðslunni mældi mig út eins og hún ætti að kannast við mig. Svo spurði hún varlega:

- Ekki ert þú nokkuð sonur hennar Vigdísar?
- Hmm...
Ég reyndi að koma andlitinu hennar fyrir mig, en gat það ekki.
- Bíddu, þekkjumst við?
Spurði ég yfirlætislega.
- Nei, við þekkjumst ekki. En ég þekki mömmu þína og þið eruð lík. Sláandi lík.
- Af hverju finnst þér við vera eins og lík?
Sagði ég dapur í bragði og reyndi að hreyfa mig (í veikri von að ég gæti afsannað þessa furðulegu kenningu).
- Nei, sko, þú ert ekki lík, heldur ert þú lík-ur mömmu þinni.
- Jaaaú. Ok. - Fatta.
Sagði ég og blikkaði hana.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem bláókunnug manneskja stoppar mig á götu úti og spyr svona. Það gerðist líka fyrir nokkrum árum síðan á bensínstöðinni utan við Bókhlöðuna. Mér finnst þetta pínulítið merkilegt.


Svo var ég um daginn að skoða gamlar myndir. Þá finn ég eina af sjálfum mér í mestu makindum uppi á trépalli, með augun lokuð fyrir sólinni. Á grasinu fyrir neðan eru systkini mín að leika sér. Myndin meikaði samt engan sens. Ég var a.m.k. 20 árum eldri en systir mín á henni, þó að ég sé í raun réttri í tveimur árum yngri. Þetta gat aðeins þýtt tvennt:

1. Að tímaferðalög séu nær en okkur grunar.
2. Að þetta sé ekki ég, heldur mamma.

Við nánari athugun tók ég eftir því að manneskjan á myndinni var í bleikum sokkum, þannig að við getum svo gott sem útilokað að þetta hafi verið ég (og þ.a.l. einnig drauminn um tímaflakk). Þetta er því að öllum líkindum hún mamma, svona sláandi lík mér.

Hér er myndin:
Í Flatey 1989: Ég (27 ára), Steinunn (11 ára) og Jón (1 árs)