föstudagur

Góður playlisti og annar öllu verri

Ég bjó til tvo fyrstu playlistana í tónlistarflippi síðustu færslu. Fyrri listann á að spila í upphafi kvölds, þegar partýið er að rúlla af stað. Seinni listinn er góður þegar klukkan er orðin margt, og þið viljið henda fólkinu heim. Ég tjasla seinni tveimur listunum saman um helgina.



Partýmix #1: Lög sem rokka kofann í klessu





Partýkillers #1: Lög sem eru óþægilega væmin

Athugasemd: Prince er ekki til á YouTube og því er hann ekki með á listanum. Prince er 1.57 m á hæð. Heimsmetið í hástökki er 2.45 metrar. - Mikill munur það.
Tónlistarflipp #1

Mér datt í hug að búa til smá leik í kring um
Radio Ninja síðuna. Tilgangur leiksins er að búa til nýja playlista sem fólk getur síðan spilað af síðunni. Leikurinn er þannig, að ég gef upp fjóra flokka og þátttakendur eiga að nefna lag sem þeim finnst passa í hvern flokk. Þegar 8 - 12 manns hafa svarað, mun ég taka playlistana saman og smella þeim hingað inn.

1. Gott partýlag.
2. Óþægilega væmið lag.
3. Lagið sem þú ímyndar þér að JB setji á fóninn þegar hann vaknar.
4. Lagið sem þú ímyndar þér að JB setji á fóninn þegar hann horfir í spegil.

Leikurinn fer að sjálfsögðu fram í kommentakerfinu, og ég tek fram að það er leyfilegt að setja inn tillögur nafnlaust.

fimmtudagur