mánudagur

Flutningur

Sídar í dag flyt ég í thridja skiptid, frá tví ég kom til Týskalands. Og alltaf batnar tad. Kannski ekki erfitt ad toppa sídustu tvaer: Flóabaelid og Pyttinn.

Ég mun deila naestu íbúd med nokkrum útlendingum, sem virdast fínir. Tau eru reyndar öll graenmetisaetur, sem er vísbending um ad ég verdi tad líka. En ég hef hvort ed er verid ad hugsa um ad tad lengi, ad gerast graenmetisaeta, tannig ad tetta er kannski bara skrefi rétta átt.

Nei nei. Ég er ad bulla. Audvitad hef ég ekki verid ad hugsa um ad gerast graenmetisaeta. Ég held líka ad tad sé beinlínis haettulegt. Ég las grein um daginn tar sem kom fram, ad líklegasta orsök tess ad kynstofn Neanderdalsmanna hvarf, var ad miklu leyti vegna tess ad teir haettu ad borda kjöt. Ég tek ekki sama sénsinn.

Nú dettur mér í hug nafn á nýja fletid. Tad skal heita Aldingardurinn.
Svar við gátu 2

Kötturinn sagði:
Un-break my heart
Say you'll love me again
Undo this hurt you caused
When you walked out the door
And walked out of my life
Un-cry these tears
I cried so many nights
Un-break my heart
My heart
Enginn var með rétt svar að
þessu sinni, en aftur komst Kristján næst því með snjallri tillögu. Mjá hljómar nefnilega ekkert ósvipað og Unbreak my heart. Til hamingju Kristján, tölvan er þín! (Þú getur sótt hana til Tomma þegar þú vilt. Ef hann er ekki heima, máttu bara fara inn og sækja tölvuna. Hann sagði að það væri allt í lagi).

laugardagur

Svar (Og önnur gáta!)

Auðvitað blá málning.

Kristján var með þetta rétt og fær því aðgang að bankareikningi Tomma. Númerið þar er 0303-26-0026774 og lykilorðið er joierhetjanminenþaðeralgjörtleyndarmál.

Önnur gáta (svona fyrst við erum byrjuð á þessum skemmtilega gátuleik): Hvað sagði kötturinn við Gullingló prinsessu, þegar hún spurði hann ráða eftir að hafa misst gullboltann ofan í vantið?


(Tommi Haarde er sem fyrr aðalsponsor minn, en verðlaunin að þessu sinni er Wii leikjartölva hans)

miðvikudagur

Gáta

Hvad er blátt og lyktar eins og málning?


(Verdlaun fyrir rétt svar: Frjáls úttekt af bankareikningi Tomma Haarde, hann er búinn ad gefa leyfi fyrir tessu)

sunnudagur

Klúr SMS

Ég las í blaðinu um daginn, að prins einn í Arabíu væri á flótta undan réttvísinni og hefði meðal annars gerst uppvís um að senda klúr SMS. Maður les um þessa menn annað slagið, einhverja dóna sem stunda klúrar SMS sendingar. Hvað eru þeir að spá? Það er svo margt sem mælir gegn þessu.

Og hvernig klæmast prinsar?

- Prinsinn vill fá þig í kvennabúr sitt. Mættu fáklædd...
- Erfinginn er graður...
- Prinsinn býður þér á konunglega dansleikinn. Í kvöld verður dansaður láréttur mambó...

Æ, ég skal ekki segja. Ég skil ekki kikkið.

mánudagur

Hauður og haf

Mér finnst flestir sjónvarpsþættir leiðinlegir. Hef ekki þolinmæðina í þá. Sérlega leiðinlegir finnst mér sjónvarpsþættir um breskt yfirstéttarfólk á 18. öld. Þeir bera leiðinleg nöfn eins og Hauður og haf eða Ambáttin. Spennó.

Það er þó eitt í þessum þáttum sem gleður mig alltaf. Senan þegar tveir hefðarmenn mætast í samkvæmi. Á yfirborðinu eru þeir vinir, en undirniðri kraumar hatur. Í kjölfarið tekur við fágað hefðarmannasamtal. Yfirborðið er slétt og fellt, en samtalið er þó þrungið illkvittnum athugasemdum, svona ef betur er að gáð.

Tökum dæmi úr svona þætti. Forsagan er sú, að ég (Jóhannes) kallaði Sir Walton einu sinni Refa-Walton í blaðgrein minni um hér um árið, sem annars fjallaði um nýlendur og nytjastefnu. En nafngiftin var augljóst háð og skírskotun í það, þegar refurinn slapp á milli fóta Sir Walton í refaveiðunum nokkrum árum fyrr. Þetta fyrirgaf hann mér aldei.

Við mætumst nú í samkvæmi. Sir Walton er með nýja spúsu upp á arminn, sem er talsvert yngri en hann. Ég með glas af fínu kampavíni í hendinni og hafði óvart klætt mig í sömu föt og í síðasta boði. Allir vita um spennuna sem ríkir á milli okkar Walters. Kliðurinn minnkar þegar hann nálgast mig. Sir Walter ávarpar mig.

- Jóhannes.
Ég sný mér við og virði hann fyrir mér. Úr fasinu má lesa vandlætingu. Svar mitt er stutt.
- Walton.
- Ég sé að þú ert kominn með annað glas af kampavíni.
- Já. Betra er eitt glas í hendi, en tvö í skógi.
Hann snýr upp á yfirvaraskegg sitt og veltir fyrir sér hvort að ég hafi verið að hæðast að honum. Líklega ekki. Líklega var þetta bara lélegur brandari. Nú leggur hann fyrir mig ómerkilega gildru.
- Gengur reksturinn illa?
Ég geng í gildruna.
- Nei. Og raunar er hið gagnstæða. Reksturinn hefur aldrei verið betri en einmitt nú.
- Nú, jæja... Ég tók eftir því, að þú ert enn í sömu fötunum og í sextugsafmæli frú Darlington. (Hann horfir íhugull í í loftið) Hvenær var það aftur? Í byrjun ágústs... eða... var það kannski í lok júlí?
Gestir skiptast á augngotum. Aðeins fjarlægir tónar strengjakvartettsins berast inn um gluggann, að öðru leytir ríkir grafarþögn. Stutt stund líður.
- Nei, það hafa ekki allir þörf fyrir að skipta um flík í hverju boði.
Þegar ég segir „flík“ gjóa ég augunum að fylgdarmær Sir Waltons. Ég beini næstu orðum mínum til hennar.
- Þú manst ef til vill dagsetningu sextugsafmælisins. Hvort var það í byrjun ágústs eða lok júlí?
Fylgdarmærin svarar.
- Nei, ég var ekki í afmæli frú Darlington. Sjáðu til, ég kynntist sir Walton ekki fyrr en í september.
- Einmitt það, já...
Ég reski mig og virði Sir Walton fyrir mér, svona eins og ég sé að velta því fyrir mér hvers konar maður hann sé í raun og veru. Sir Walton kemur með mótleik.
- En hvar er konan þín? Hvernig hefur frú Jóhannes það.
- Það áttu nú að vita, Sir Walton, að ég á ekki konu.
Hann grípur þetta á lofti.
- Nei, alveg rétt. Þú ert ekki mikið fyrir konur, er það?
Tíminn líður og ég brýt heilann í leit að snjöllu svari. Það stendur á sér. Sir Walton glottir. Hann skynjar vandræði mín og veit að hann er búinn að vinna.
- Vertu sæll, Jóhannes.
- Vertu sæll, Refa-Walton.

Og í kjölfar kveðju minnar, skorar Sir Walton mig á hólm til þess að vernda æru sína. Þátturinn endar síðan þar sem sýnt er frá hólmgöngunni. Ein byssa á mann, ein byssukúla. Þoka og skóglendi. Bak-í-bak og við tökum tíu skref hvor frá öðrum. Byssan hvellur og upp skjáinn rúllast texti. Þessum þætti af Hauði og hafi er lokið.