þriðjudagur

sunnudagur

Playlisti og fótboltamyndband

Tók saman playlista með uppáhalds Bítlalögunum mínum. Notaði að sjálfsögðu
Radio Ninja til þess. Í næstu viku er að vænta nýrrar útgáfu af þessari ágætu síðu. Líklega á fimmtudaginn, sjáum til. Ég mun senda póst á línuna þegar hún fer í loftið.





Langar líka til að slengja fram fótboltamyndbandi sem ég fann á YouTube. Þetta er samantekt á 50 bestu mörkum allra tíma, en það sem gerir myndbandið merkilegt í mínum huga, er að ég er eiginlega sammála einu og öllu í því. Fyrir utan efsta sætið. Þar er Maradona með markið fræga á móti Englandi á HM '86. Vissulega er það flott, en ekki flottasta mark allra tíma. Get ekki kvittað fyrir það.



fimmtudagur

David Duchany afhjúpaður

Helgi segir í kommenti sínu við færsluna hér á undan, að ástæða sambandsslita Davids Duchony hafi ekki tengst kynlífsfíkn hans á nokkurn hátt. Að ástæðan hafi verið tvírætt SMS sem hann fann í síma þáverandi konu sinnar, frá Vilhjálmi Thornton. Ég held að það sé kjaftæði.


Áður en ég held áfram, langar mig til þess að afsaka á hversu lágu plani þessi skrif eru; það er líklega ekki hægt að komast lægra en að kryfja ástarlíf David Duchonys. Ég tek þó fram, að hvati skrifanna er ekki áhugi minn á viðfangsefninu - og langt því frá. Það sem vakir fyrir mér, er að hrekja fullyrðingu Helga. Ástæða sambandsslitanna var ekki Vilhjálmur Thornton.


Neglum niður eina staðreynd: David lýsir því yfir í fjölmiðlum, að hann sé forfallinn og óforskammaður kynlífsfíkill. Enginn heilvita maður myndi gera konunni sinni það – ekki nema, náttúrulega, það myndi á einhvern hátt þjóna hagsmunum hennar. Eins og t.d. í tilviki framhjáhalds.



David Duchony með annarri konu

Skoðum David nánar.

X-files var merkilega vinsæll þáttur. Stór hluti mannkyns hrúgaðist fyrir framan sjónvarpið, þegar Mulder og Scully tóku geimverurnar í karphúsið. Á þessu tímabili var David maðurinn. Allar dyr stóðu honum opnar og kvenfólk sótti í hann eins og mý að mykjuskán. Ekkert fékk stöðvað David; hann var sigurvegari.

David varð þess brátt áskynja, að fólk kom fram við hann af meiri virðingu en áður og fáir þorðu að mótmæla honum, jafnvel þegar hann hafði rangt fyrir sér. Og þessu vandist hann. Allir draumar hans rættust og í kjölfarið varð skynjun hans á veruleikanum draumkennd. Staðleysur urðu að staðreyndum, eingöngu vegna þess að raunveruleikinn bauð upp á það. Þ.e. raunveruleikinn mótaði sig að hugmyndum, sem hvergi voru til nema í kolli Davids, vegna þess að enginn taldi sig hafa efni á því að setja sig upp á móti dellunni í þessum fræga manni.


Um þetta leyti hélt David framhjá konunni sinni (köllum hana bara Sesselíu) reglulega. En það skipti engu máli. Hann var í raun og veru ekki að halda framhjá henni, þannig séð. Gagnrýnilaus hugsun Davids gerði það að verkum, að allar réttlætingar sluppu í gegn óáreittar. Og, eins og fram hefur komið, endurspeglaði upplifun Davids á raunveruleikanum raunveruleikann sjálfan, en ekki öfugt eins og hjá flestu fólki. „Það er ekki framhjáhald, ef atlotin eru engöngu líkamleg og án ástar,“ hefur vafalaust verið réttlæting Duchonys.


Innskot: Helgi, hvernig í veröldinni gat þessi auli verið hetjan þín?


Einn daginn kemur Sesselía að honum í bólinu með annarri konu. Raunveruleikinn skvettist framan í David og hann áttar sig á því að réttlætingarnar hafa enga þyngd í hugum annarra. Hann neyddist því til að fara á hnéin fyrir framan Sesselíu og lofa öllu fögru. Hún fyrirgefur honum.


David Duchony býður góðan dag

Til að gera langa sögu stutta, byrjar David að halda framhjá Sesselíu aftur eftir nokkra mánaða pásu. Innan skamms er hann kominn í gömlu rútínuna. Molly klukkan tíu, tvíburarnir klukkan ellefu, Daisy klukkan tólf o.s.frv...

Um síðir kemur Sesselía að David aftur í villtum dansi, handjárnaður við rúmstokkinn, klæddur í pínulítinn tebolla. Eins og rakið var í síðustu færslu, lýsir David því yfir að hann sé kynlífsfíkill, enda á hann engin úrræð eftir. Hann lofar Sesselíu, að hann muni fara í meðferð og þá muni allt lagast, saman munu þau komast í gegn um þetta erfiða tímabil! Hann er vanur því að hafa rétt fyrir sér og býst við að svo verði einnig í þetta skiptið. Hann veit hins vegar að nú er á brattann að sækja og til þess að þyngja orð sín lætur hann fjölmiðlana vita. Nú ætti það ekki að vefjast fyrir Sesselíu að honum er alvara.


Á meðan David er í meðferðinni ná góðir vinir koma vitinu fyrir Sesselíu og hún ákveður að yfirgefa hann.
Í fyrsta skipti í mörg ár „tapar“ David. Fals-raunveruleikinn sem David hrærðist í hélt ekki frekar en íslenska fjármálamódelið og nú hann situr hann einn eftir með sárt ennið og skaddaða sjálfsmynd.

En, bíðum við... Getur verið að þetta hafi verið svona? Ég tapaði ekki, er það? Ég er sigurvegari, ég tapa aldrei. Hugsanir Davids leika lausum hala, réttlætingarnar fljúga hingað og þangað og innan skamms hefur nýr raunveruleiki litið dagsins ljós. Þessi SMS sem voru í síma Sesselíu, frá Vilhjálmi Thornton, hvað sögðu þau aftur? Takk fyrir síðast og verðum endilega í bandi sem fyrst. Samsæriskenning byrjar að myndast í kolli Davids. Hann les skilaboðin aftur og aftur. Nú eru komin óviðeigandi dónaáherslur í rödd Vilhjálms (sem David
heyrir upphátt þegar hann les skilaboðin). „Þetta var kynferðisleg kveðja, svo mikið er víst,“ hugsar David og gnístir tönnum. Þegar David rifjar upp atvikið, hafa hlutverkin snúist við. Hún hélt framhjá honum, ekki öfugt.

En fleiri áhyggjur sækja á David. Hvað munu blöðin segja? Hvað verður um orðsporið ef Sesselía kjaftar? Hvað munu fjölskyldan og vinirnir segja? Eftir þónokkra umhugsun ákveður hann að vera fyrri til. Bæði er hann vanur því að stýra framvindu mála, en svo gerir hann sér líka grein fyrir því, að ef hann nær fyrsta högginu nær hann e.t.v. að rota andstæðinginn áður en hann slær frá sér. David hringir í fjölmiðla og segir sína hlið.


Einhvern veginn svona var atburðarrásin í skilnaðarmáli Davids og Sesselíu. Ég spái því að innan mánaðar mun Sesselía staðfesta kenningu mína. Það hlýtur að vera, annað meikar ekki sens.

sunnudagur

Kynlífsfíklar

Annad slagid heyrir madur af Hollywood-stjörnum sem eru ad leita sér hjálpar vid kynlífsfíkn. Ég verd alltaf tortrygginn tegar ég heyri tad. Ég leyfi mér ad draga í efa, ad ákvördunin sé tekin af einlaegni og heilindum.

Ég fae tad alltaf á tilfinninguna, ad teir sem bera vid kynlífsfíkn, séu ad gera tad til tess ad afsaka framhjáhald. Saga teirra er alltaf sú sama: Teir höfdu gerst uppvísir um framhjáhald ádur, en tá komust teir undan í skjóli blídra orda og dýrra loforda. En tad er bara haegt einu sinni[1]. Í naesta skiptid gengur fagurgalinn ekki og lofordin hafa ekkert vaegi. Tá er bara eitt sem haegt er ad gera. Tykjast vera kynlífsfíkill.

Med tvi ad gera tad, afsalar gerandinn sér ábyrgdinni á framhjáhaldinu. Í tessum nýja leik er hann fórnarlamb, ekki sökudólgur. Var jafnvel bara í hlutverki áhorfanda, á medan fíknin reri líkamanum um sund ógedslegra nautna og ódáda. Tetta hjálpar líka makanum ad greida úr flaekjunni. Gefur honum eitthvad sem hann getur matad sjálfsblekkinguna med. Tad er naudsynlegt í áföllum sem tessum.

David Duchony, gaeinn í X-files, er kynlífsfíkill. Hann fór í medferd um daginn og ad henni lokinni skildi konan vid hann. Ég held ad greining mín á kynlífsfíklum passi fullkomlega hér[2].


[1]
Sbr. gamla Tennessemáltaekid: Fool me once, shame on — shame on you. Fool me — you can't get fooled again.

[2]
Reyndar sá ég einhvern tímann mynd af David, án fata med tebolla fyrir tví allra ósidlegasta. Tvennt kemur til greina. Annad hvort hefur hann brengladar hugmyndir um kynlíf eda brengladar hugmyndir um hvad er snidugt og hvad ekki. Hvort heldur sem rétt reynist, er tad alveg ljóst, ad David Duchony hefur brengladar hugmyndir.

föstudagur

Erlendar innistaedur frystar

Ég flutti i fyrradag burt frá kólombísku ekkjunni. Hun var ekki vid tegar ég yfirgaf húsid, sem týddi ad ég fékk ekki tryggingargjaldid endurgreitt. Hef hugsad mér gera atlögu at tví um helgina.

Nýi stadurinn er ágaetur. Tar eru reyndar engin húsgögn, en tad truflar mig ekki neitt. Hann hentar vel. Eldhús, bad, tvottavúl, ískápur, eldavél, nóg pláss og engar óáhugaverdar latino-fraukur. Fer ekki fram á meira.

Á nýja stadnum er ekkert internet. Fyrirfram áleit eg tad mjög slaemt. Tad er leitun ad mönnum sem eru jafnhadir netinu og ég sjálfur er. En nú, eftir tvo daga af netleysi, er ég búinn ad komast ad teirri nidurstödu ad ég er betur settur án netsins. Tad hámar í sig klukkutíma án tess ad madur verdi nokkurs vísari. Ég hef lengi verid teirrar skodunar, ad sjónvarpid se forheimskandi fyrirbaeri. Eg aelta ekki ad taka svo djúpt í árinni med netid, en tad er thó af svipudu meidi. Tilgangalaust netráp er innantóm idja. - Hins vegar, ef nettíminn er af skornum skammti, eins og á netkaffihúsum, verdur madur ósjálfrátt agadri í netnotkuninni. Fókusinn verdur skýrari og enginn tími fer til spillis. Gott mál.

Tad kom med mér kólombískur laumufartegi á nýja stadinn, en tad var hann Fúsi fló. Ég velti tvi fyrir mer hvernig eg eigi ad losna vid tennan kynlega kvist, en komst ekki ad neinni nidurstödu. Ég var búinn ad tvo öll fötin mín, en Fúsi lagdi enn stund á sín hvimleidu myrkraverk. Hann hélt augljóslega til í saenginni, eina tauid sem ég setti ekki í tvott.

Hvernig losnar madur vid fló úr saeng? Mér hugnadist ekki ad láta pöddueitur gusta um saengina, ekki ef ég tyrfti sídan ad fadma hana seinna um kvöldid. Ég var eiginlega kominn ad teirri nidurstödu, ad einhvers konar lofttaemi hlyti ad vera málid. Ekki gat flóin andad í lofttaemi, er tad? En lausnin ól af sér nýtt vandamál, hvar í veröldinni kemst madur í lofttaemi? Hmm...

Betri lausn kom hins vegar í samtali vid pabba. Tegar ég var búinn ad lýsa fyrir honum glímunni vid Fúsa, stakk hann upp á tví ad ég myndi setja saengina í frysti. Fúsi myndi líklega ekki lifad tad af. - Afbragdslausn!

Í nótt svaf ég í 18 klukkutíma. Tad kemur ekki rosalega mikid á óvart, tar sem ég hef verid lasinn undanfarna daga og turfti ad hlada batteríin allhressilega. Draumurinn um nóttina var hins vegar furdulegur. Hann snerist um ferdalag mitt í lítid torp á Nordurpólnum, en ég hafdi gleymt ad pakka hlýjum fötum og lenti í vandraedum í kjölfarid. Ég velti tví fyrir mér hvort draumur tengist á einhvern hátt örlögunum sem bída Fúsa fló? Er samviskan a rugla í mér? Hvad er frystirinn annad en Nordurpóllinn í heimi flóa?

Ad lokum langadi mig ad segja frá gódum fréttum sem bárust frá Noregi. Gudmundur Jón og Guro eignudust lítinn strák í gaer eda fyrradag. Ég geri rád fyrir ad Gummi haldi í heidri samkomulag okkar frá tví í vitavinnunni, tegar hann lofadi ad skíra frumburd sinn Jóhannes og ég lofadi á móti ad skíra minn Húraki. Tad kemur allt í ljós á naestu dögum hvort hann er madur orda sinna.

mánudagur

Að öðru

Áðan var ég að leita á lyklaborðinu að skipuninni fyrir veldistáknið, en varð einskis ágengt. Ég prófaði allar mögulegar samsetningar og meðal annars þessa hér: Ctrl, Alt og hægri pílu.

Skora á lesendur að prófa þetta. Hægt er að laga ,,ástandið" með því að gera: Ctrl, Alt og pílu upp. Af hverju að hafa þennan fídus í tölvunni? Hver notar hann eiginlega?

sunnudagur

Getur Björgólfur ritskoðað þetta?

Það hafa líklega fáir Íslendingar eytt jafnmiklu púðri í að endurskrifa söguna og Björgólfur Guðmundsson. Hann hlaut þyngstan dóminn í Hafskipsmálinu, tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Nú fyrir skemmstu kom út bók um málið, fyrir atbeina Björgólfs, þar er málið rakið. Og það kemur ekki mikið á óvart, þegar höfundur lætur í veðri vaka að dómstólum hafi í þessu tilfelli skjátlast; Björgólfur var fórnarlamb í málinu, ekki skúrkur. Einnig er það vel þekkt, þegar Björgólfur lét eyða fyrsta upplagi bókar um Thorsarana, því þar voru skrif sem vörðuðu fortíð fjölskyldu hans, sem voru honum ekki að skapi. Thorsaranir kom því fyrir sjónir almennings í ritskoðaðri mynd.


Nú stefnir allt í það, að Eimskip verði gjaldþrota. Þetta er þá annað skipafélagið sem Björgólfur setur á hausinn, en það er Íslandsmet. Um þessar mundir er Landsbanki Íslands einnig kominn í þrot. Komið hefur fram, að íslenska ríkið þarf að ábyrgjast skuldbindingar bankans í útlöndum. Mér reiknast það til, að þær skuldir nemi um 4m íKr á hvern Íslending, en líklega ganga eignir bankans eitthvað upp í þær skuldir. En við þessa tölu bætast að sjálfsögðu aðrar skuldir bankans.

Björgólfur bregður á leik kankvís á svip

Ef við vendum kvæði okkar um stund í kross, og skoðum forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, sem hefur undanfarin ár kappkostað við að greiða götu víkinga og landvinningarmannanna. Hvað eftir annað hefur hann reynt að minna á, að hann eigi nú sjálfur pínulitla hlutdeild í afrekum viðskiptajöfranna. Sjáum til hvort hann rifji það upp núna.

Samband Ólafs Ragnars við Björgólf hefur verið æði litríkt í gegn um tíðina. Í Hafskipsmálinu voru þeir svarnir fjendur. Nú eru þeir bandamenn, enda á hvor um sig nokkurn hag af hinum.

Ólafur Ragnar í fullum skrúða

Rifjum upp ummæli Ólafs Ragnars í kjölfar málsins:
Herra forseti, góðir Íslendingar. Hafskipsmálið er stærsta gjaldþrotamál í sögu lýðveldisins. [...] ...en þegar upp er staðið og Hafskipsskatturinn kemur til okkar hinna, standa Ragnar og Björgólfur og allir hinir forstjórarnir í matadorkeðju Sjálfstfl. uppi ríkari, miklu ríkari en þegar þeir hófu þennan leik. Það verður ekki gengið að þessum eignum þeirra. Þeir tapa ekki. En það erum við hin sem munum borga.
Það verður forvitnilegt að sjá hvort forseti Íslands muni hafa eftir álíka ummæli nú, á þessum síðustu og verstu tímum. Staðan er margfalt verri nú, en hún var við þetta tilefni. Og það er önnur spurning, hvar er Ólafur Rangar nú? Af hverju heyrist ekkert í honum?

Einhver mun líklega segja, að Björgólfur beri sjálfur ekki mikla ábyrgð á þessum vanda. En þar er ég ósammála. Fyrirtæki starfar í umboði stjórnar og eftir þeim línum sem hún leggur. Björgólfur var áhættusækinn. Það var hann sem sleppti hundunum lausum, þess vegna ber hann ábyrgðina á tjóninu sem þeir valda [1].

Og nú kemur útgangspunktur þessa skrifa: Hvernig hefur elsku karlinn hugsað sér að endurskrifa þennan kafla lífs síns? Það verður forvitnilegt að sjá hann reyna.


[1]
En auðvitað ber hann ekki einn ábyrgð á vandanum í dag. Ætli hann skrifist ekki á græðgi og óhóflega dýrkun á kapítalisma. Auk staðbundinna aðstæðna og óheppilegrar atburðarrásar (sem þó hefði líklega alltaf endað á einn veg).

miðvikudagur

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar

Í gær ávarpaði Geir Haarde Íslendinga og sagði meðal annars:
Sú hætta er raunveruleg, góðir landsmenn, að íslenska þjóðarbúið myndi, ef allt færi á versta veg, sogast með bönkunum inn í brimrótið og afleiðingin yrði þjóðargjaldþrot. Engin ábyrg ríkisstjórn teflir framtíð þjóðar sinnar í slíka tvísýnu, jafnvel þótt sjálft bankakerfi þjóðarinnar sé í húfi. Til slíks höfum við, ráðamenn þjóðarinnar, ekki leyfi. Íslenska þjóðin og framtíð hennar gengur framar öllum öðrum hagsmunum.
Með öðrum orðum var hann að segja, að íslenska ríkið myndi skorast undan því að bera ábyrgð á gjaldþroti bankanna - en yfirleitt hefur verið haldið fram að ríkið gripi fallið, ef svo ólíkleg stað kæmi upp.

Davíð Oddsson staðfestir þessa ákvörðun í Kastljósi í gær. Bankarnir verða gjaldþrota og lánardrottnarnir verða látnir taka skellinn, ekki íslenska þjóðin, eins og ríkisstjórnin hafði látið í veðri vaka fram að þessu.

Ég hef verið að velta þessu fyrir mér. Er réttlætanlegt af Íslendingum að svíkja loforð sem þeir hafa gefið? Með ákvörðuninni glatar Ísland óneitanlega trúverðugleika sínum út á við; gildi þess verða dregin í efa. Á móti kemur, að Íslendingar sleppa við hallæri sem gæti varað í áratugi.

En var þetta réttlætanlegt? Brýtur nauðsyn lög? Eða er betra að deyja með sæmd, en að lifa með skömm? Ég veit að þetta hljómar mjög dramatískt hjá mér, en ég finn bara ekki léttari orð til gera þessum vangaveltum skil.

Ég hef ekki komist að niðurstöðu sjálfur. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar veldur því að veraldleg gæði Íslendinga haldast áfram góð. En hvað með gildin og sjálfsvirðinguna?

Mér verður hugsað til Völuspár, þar sem æsirnir rufu eiða sína við borgarsmiðinn. Eftir það fór að síga á ógæfuhliðina með hinu endanlega uppgjöri: Ragnrökum.

Ég ætlaði nú ekki að enda þessi skrif á að varpa fram dómsdagspá, heldur var tilgangurinn með Völuspártilvísuninni að benda á hugsunarhátt Forn-Íslendinga. Þeir sem brjóta eiða sína, eru komnir á hættulegar slóðir.

þriðjudagur

Sárt bítur soltin lús

Endrum og sinnum finn ég pöddur sem slysast inn í herbergi mitt. Oftast hleypi ég þeim út, en þó kemur fyrir að ég kremji þær. Og það gerði ég í gær. Kramdi lítinn pöddustrák með vísifingri mínum. Rauð klessa stóð eftir á veggnum.

Rauð klessa?

Var kvikindið fullt af blóði? Blóði úr mér...?!? Ég prófaði að smakka. Jú, þetta var tvímælalaust blóð. Og gott ef það bragðaðist ekki nákvæmlega eins og mitt eigið blóð.

Nú voru góð ráð dýr, því að ég vissi að pöddur eru sömu náttúru og vampírur. Þetta var spurning um nokkrar mínútur, áður en ég sjálfur tæki líki pöddu. Ég fann fyrir kláða í útlimum og yfirþyrmandi þorstatilfinningu, en það eru einmitt fyrstu merkin. Skrjáfandi þurrt brak lék um líkaman allan þegar ég teygði úr mér. Litir umhverfisins misstu sérstöðu sína og urðu svartir, gráir eða hvítir. Án þess að ég veitti því sérstaka eftirtekt, krafsaði ég mig áfram á fjórum fótum í áttina að útidyrunum. Ég þráði ég ekkert heitar en að bíta einhvern, bara einhver, og sjúga úr honum blóðið.

Æ, ég ætla að hætta nú. Svona fóru nú þessi skrif, sem áttu að vera um Davíð Oddsson, Jóhönnu Sigurðardóttir og Söruh Palin. Ég skrifa eitthvað að viti á morgun.