Bráðum þarf ég að flytja
Gamla konan sem leigir mér er farin á elliheimili, og hér sit ég og hlusta á MC Hammer. Ég vildi óska þess að ég væri jafnsvalur og hann. Hammer myndi ekki láta gamla konu komast upp með neitt múður. Hann myndi bara segja: Stop, Hammertimer og trítla í þráðbeinni línu til beggja hliða.
Önnur plata MC Hammer hét Please Hammer, Don’t Hurt ‘Em. Titill plötunnar gefur ótvírætt til kynna að rapparinn hneigist til ofbeldis. Ætli hann berji ekki konuna sína líka? Hver veit? Hammer time...
Gamla konan sem leigir mér er farin á elliheimili, og hér sit ég og hlusta á MC Hammer. Ég vildi óska þess að ég væri jafnsvalur og hann. Hammer myndi ekki láta gamla konu komast upp með neitt múður. Hann myndi bara segja: Stop, Hammertimer og trítla í þráðbeinni línu til beggja hliða.
Önnur plata MC Hammer hét Please Hammer, Don’t Hurt ‘Em. Titill plötunnar gefur ótvírætt til kynna að rapparinn hneigist til ofbeldis. Ætli hann berji ekki konuna sína líka? Hver veit? Hammer time...
Neinei. Bara að djóka. Þetta mjög svo ódýra komment slapp eiginlega óvart út, en svo hló ég svo mikið að ég gat ekki strokað það út. Svona er nú alltaf gaman hjá mér.
Já, ég vildi óska þess að ég væri jafnharður á MC Hammer. Ég þyrfti samt ekkert að vera það, fólk þyrfti bara að halda að ég væri harður. Ég ætti eiginlega bara að kópera MC Hammer. Þá kannski hættir gamla konan við að fara á elliheimilið. Gæti virkað.