mánudagur

Bráðum þarf ég að flytja

Gamla konan sem leigir mér er farin á elliheimili, og hér sit ég og hlusta á MC Hammer. Ég vildi óska þess að ég væri jafnsvalur og hann. Hammer myndi ekki láta gamla konu komast upp með neitt múður. Hann myndi bara segja: Stop, Hammertimer og trítla í þráðbeinni línu til beggja hliða.


Önnur plata MC Hammer hét Please Hammer, Don’t Hurt ‘Em. Titill plötunnar gefur ótvírætt til kynna að rapparinn hneigist til ofbeldis. Ætli hann berji ekki konuna sína líka? Hver veit? Hammer time...

Neinei. Bara að djóka. Þetta mjög svo ódýra komment slapp eiginlega óvart út, en svo hló ég svo mikið að ég gat ekki strokað það út. Svona er nú alltaf gaman hjá mér.

Já, ég vildi óska þess að ég væri jafnharður á MC Hammer. Ég þyrfti samt ekkert að vera það, fólk þyrfti bara að halda að ég væri harður. Ég ætti eiginlega bara að kópera MC Hammer. Þá kannski hættir gamla konan við að fara á elliheimilið. Gæti virkað.

miðvikudagur

Lofgjörð um Helga

Nokkra þekki ég yfirburðarmenn, og margir þeirra eru meðal minna kærustu vina. En aðeins eina hetju þekki ég og hún heitir Helgi.

Ég áttaði mig á þessu, þegar hann vann eitt sumarið á ekru minni í nágrenni New Orleans. Húbóndahollari og leiðitamari vinnumann hef ég aldrei hitt á minni löngu æfi. Mér er minnistæð sagan af því, þegar hestarnir mínir örmögnuðust á leiðinni til Philadelphiu og ég varð að beita Helga fyrir kerruna. Það var eins og við manninn mælt, Helgi spennti á sig kjálkabeislið fortölulaust og hélt af stað. Aldrei heyrðist hann hnjóða (ekki einu sinni þegar ég barði hann með svipunni og sagði: Hó!! Áfram hestur! Áfram!!). Við rétt náðum á markaðinn áður en hann lokaði, mér til mikillar ánægju.

Já, Helgi er til sóma í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Amen.
USA

Er i Bandarikjunum tessa stundina.  Kem aftur naesta sunnudag.  Er ad vinna dag og nott i lofgjordinni um Helga, sem hann borgadi 78 kronur fyrir.  Hun kemur von bradar.