Snooze
Í kjölfarið á ákvörðun minni um daginn, að hætta að hlusta á Smiths og Morrissey, lét ég hugann reika ennfrekar um líf mitt og hætti. Ég er vakandi sextán klukkutíma - er þeim rétt varið?
Í þessari greiningarvinnu, komst ég að því að sérhver dagur byrjar á klukkutíma snoozi. Það er, ég vakna fyrst klukkan 7:30. Svo vakna ég aftur klukkan: 7:35 - 7:44 - 7:53 - 8:02 - 8:09 - 8:18 - 8:27. Þegar þarna er komið við sögu, átta ég mig á því að ég er að verða of seinn og hraða mér út.
Þetta er náttúrulega bara fáránlegt. Af hverju ekki bara að sofa til klukkan 8:27? Ég ætla að gera það hér eftir.
Annað fáránlegt. Í sumar snoozaði ég einu sinni í fjóra klukkutíma. Það eru 24 skipti sem ég vaknaði og tók ákvörðun um að sofa aaaðeins lengur. Rugl.
Annað: Hvers konar fyrirbæri er Richard Simmons? Ég fór á Youtube til að fá spurningu minni svarað.
Jæja. Þetta er kannski ekki svakalegt myndband, en það gladdi mig.