Jóakim Aðalönd
Í Andabæ kann ég best við Andrés og Jóakim. Ég hrífst að breyskleika þeirra; maður skilur þá svo vel. Það er samt eitt í fari Jóakims sem ég hef aldrei almennilega náð að gúddera: Þrá hans í peninga.
Jú. Ég veit vel, að það er háttur auðkýfinga að vilja sölsa undir sig meiri auði. En árátta Jóakims virðist vera af allt öðrum toga. Á meðan venjulegir auðjöfrar geyma peninga sína inn á bankareikningi, geymir Jóakim þá í risastórum geymi þar sem hann getur horft á þá öllum stundum. Hann þekki þá meira að segja alla með nafni. Hversu klikkað er það?
Hann á heima í peningatankinum. Hann dreymir peningana. Á hverjum degi baðar hann sig upp úr þeim. Öðruvísi er hann skítugur. Hann er með peninga á heilanum. Hann gjörsamlega elskar þá!
Þetta er mergur málsins. Þetta er það sem fer öfugt ofan í mig. Á meðan aðrir milljónamæringar fá kikk út úr völdunum sem peningarnir færa þeim, virðist Jóakim fá sitt kikk út úr lostablöndnu samneyti við aurana og krónurnar. Það er bara sjúklegt.