þriðjudagur

Ljóðið sem Andrés önd samdi var svohljóðandi:
Að mér herðir hugar víl
því með boga mínum og píl
ég skaut niður fýl.
Mig minnir að hann hafi ætlað að taka þátt í einhverri ljóðasamkeppni, fengið höfuðhögg sem hafði þau áhrif að hann sönglaði þessa línu í tíma og ótíma. Svo man ég ekki meira.

Þessi saga hafði komið fyrir áður, þegar blöðin voru gefin út á dönsku. Einhverra hluta vegna mundi pabbi minn hvernig ljóðið var í þeirri útgáfu:
Jeg føler skæbnen true,
thi med min pil og bue,
jeg skød en albatros.
Þetta er ágætt stöff. Nema, síðan kemur í ljós að þetta ljóð er til í alvörunni. Það heitir The Rime Of The Ancient Mariner og er samið af breska skáldinu Samuel Taylor Coleridge. Versið sem Andrés fékk á heilann er síðast:
It is an ancient Mariner,
And he stoppeth one of three.
‘By thy long grey beard and glittering eye,
Now wherefore stopp’st thou me?

The bridegroom’s doors are opened wide,
And I am next of kin;
The guests are met, the feast is set:
Mayst hear the merry din.’

He holds him with his skinny hand,
“There was a ship,” quoth he.
‘Hold off! unhand me, grey-beard loon!’
Eftsoons his hand dropped he.

He holds him with his glittering eye—
The Wedding-Guest stood still,
And listens like a three years’ child:
The Mariner hath his will.

The Wedding-Guest sat on a stone:
He cannot choose but hear;
And thus spake on that ancient man,
The bright-eyed Mariner.

“The ship was cheered, the harbour cleared,
Merrily did we drop
Below the kirk, below the hill,
Below the lighthouse top.

The sun came up upon the left,
Out of the sea came he!
And he shone bright, and on the right
Went down into the sea.

Higher and higher every day,
Till over the mast at noon—”
The Wedding-Guest here beat his breast,
For he heard the loud bassoon.

The bride hath paced into the hall,
Red as a rose is she;
Nodding their heads before her goes
The merry minstrelsy.

The Wedding-Guest he beat his breast,
Yet he cannot choose but hear;
And thus spake on that ancient man,
The bright-eyed Mariner.

“And now the storm-blast came, and he
Was tyrannous and strong:
He struck with his o’ertaking wings,
And chased us south along.

With sloping masts and dipping prow,
As who pursued with yell and blow
Still treads the shadow of his foe,
And foward bends his head,
The ship drove fast, loud roared the blast,
And southward aye we fled.

And now there came both mist and snow,
And it grew wondrous cold:
And ice, mast-high, came floating by,
As green as emerald.

And through the drifts the snowy clifts
Did send a dismal sheen:
Nor shapes of men nor beasts we ken—
The ice was all between.

The ice was here, the ice was there,
The ice was all around:
It cracked and growled, and roared and howled,
Like noises in a swound!

At length did cross an Albatross,
Thorough the fog it came;
As it had been a Christian soul,
We hailed it in God’s name.

It ate the food it ne’er had eat,
And round and round it flew.
The ice did split with a thunder-fit;
The helmsman steered us through!

And a good south wind sprung up behind;
The Albatross did follow,
And every day, for food or play,
Came to the mariner’s hollo!

In mist or cloud, on mast or shroud,
It perched for vespers nine;
Whiles all the night, through fog-smoke white,
Glimmered the white moonshine.”

'God save thee, ancient Mariner,
From the fiends that plague thus!—
Why look’st thou so?’—”With my crossbow
I shot the Albatross.”
Og þá veit maður það.

föstudagur

Grín í boði Framsóknarflokksins

Á síðunni www.afstada.is er fólki boðið að taka próf, til þess að sjá hvernig það stendur í stjórnmálum. Ég tók þetta próf og kom í ljós, að ég er Framsóknarmaður í húð og hár. Það er ekki rétt.

Vinur minn sem benti mér á þetta próf, sagði að hann hefði heyrt að vefurinn væri rekinn af Framsóknarmönnum. Ekki veit ég hvað er rétt í því, en það kæmi mér ekki á óvart.

Ég reyndi hvað ég gat að hafa upp á forsvarsmönnum vefjarins, en enginn virtist bera ábyrgð á þessu prófi. Það finnst mér renna ennfrekari stoðum undir það, að prófið sé brella; að spurningarnar hafi verið valdar og matreiddar að illa þokkuðum Framsóknarmönnum. En, hvað veit ég. Það þarf ekkert að vera.

En bíðum hæg. Svo var ég að skoða heimasíður frambjóðenda og rakst á klausu hér til hliðar á síðu Björns Inga hjá exbé. Hmm... Þetta er frekar skrýtið. Mér er sagt að heitasta vefsíðan á Netinu, sé þessi afstöðuprófsíða. Þetta hljómar eitthvað svo rangt. Hann þykist alveg koma af fjöllum. Svo skorar hann á fólk að taka prófið í næstu setningu. Hann er sleipur og slepjulegur. Og umfram allt heitasti frambjóðandinn.

Af vefsíðu Birgis Gunnarssonar má sjá eftirfarandi mynd:

Þetta er samanburður skulda Kópavogs og Reykjavíkur. Hér eru bornir saman einstaklingar, þannig að ég skulda semsagt 1,043 milljónir bara af því að ég bý í Reykjavík. Þetta er ekki gott, og skal Reykjavíkurlistinn hérmeð víttur fyrir slaka og óábyrga fjármálastjórn. En jæja, hvað um það. Á morgun eru kosningar, þá er hægt að velja einhvern annan í stjórn.

Maður myndi ætla, að nú þyrfti að halda vel á spöðunum. Að algert forgangsatriði nýrrar stjórnar sé að vera ábyrg í peningamálum og meitla sérhverja ákvörðun með skynsemi. En það virðast ekki allir sammála um það.

Skoðum Framsóknarflokkinn, sem mér er sagt að sé heitasti flokkurinn í dag. Hann hefur eftirfarandi stefnumál (þeir mættu nú alveg vanda sig betur við framsetningu textans), gróflega áætlaður kostnaður er í sviga fyrir aftan hvert mál:
  1. Sundabraut: Botngöng á ytri leið. Fjórar akreinar alla leið upp á Kjalarnes (~ 3 milljaraðar, borið saman við Hvalfjarðargöngin sem kostuðu 5 milljarða).
  2. 50 þúsund króna mánaðargreiðslur til foreldra barna á aldrinum 9 - 18 mánaða (<0.1>
  3. Öll börn í borginni, 5 til 18 ára, fái frístundakort að upphæð 40 þúsund krónur á ári sem renni til íþrótta- og tómstundaiðkunar (~0.5 milljarðar á ári)
  4. Flugvöllurinn færður út á Lönguskerin (~ 20 milljarðar, skv Samgönguráðuneytinu)
  5. Ókeypis verði í strætó fyrir námsfólk, aldraða og öryrkja (~ 0.8 milljarðar á ári)
  6. Sérstakt átak verði gert í bílastæðamálum miðborgarinnar og lækka stöðumælasektarnar (hmm...)
  7. Gjaldfrjáls leikskóli fyrir öll börn frá 18 mánaða aldri (~ 1 milljarður á ári)

Þetta eru náttúrulega bara grófar tölur, en ætti að vera ágæt nálgun á stærðargráðu peninganna sem Framsóknarmenn lofa að eyða, ef maður bara kýs þá. Árleg eyðsla næstu fjögur árin er því: 8,15 milljarðar. Þetta kemur ofan á núverandi skuldastöðu borgarsjóðs (104 milljarða skuld, skv. Davíð Ingimars). Þannig að í staðinn fyrir að skulda 1,043 milljónir, mun ég skulda 1,123 milljónir eftir eitt ár og 1,363 milljónir eftir fjögur ár. Og þá er ekki tekið með í reikninginn öll hin loforðin, þannig að öllum líkindum á þessi tala eftir að hækka. Æði.

En jæja. Mig langaði að lokum aðeins að drepa á hvernig Framsóknarmenn hyggjast tækla forvarnarstarf. Þetta er tekið orðrétt af síðunni þeirra.

Forvarnir

B-listinn leggur áherslu á forvarnir sem stuðla að því að öll börn og ungmenni í Reykjavík alist upp við aðstæður og umhverfi sem eflir sjálfstraust þeirra og sjálfsmynd, sem einkennist af samkennd og býr yfir viðeigandi stuðningsúrræðum þegar þörf krefur.

Hvað þýðir þetta eiginlega? Þetta er bara umræðupólítík og innantómt fagurgal af hæsta klassa.

mánudagur

Úr einu í annað

Eitt enn tengt Michael Jackson og Paul McCartney. Þessi Doggone girl, sem þeir syngja um í laginu The girl is mine, - hvað er eiginlega að henni? Ekki nóg með það, að hún heldur við tvo mestu aula sólkerfisins, heldur sagði hún við Paul að hún yrði ástkona hans að eilífu. Ofan á það sagði hún við Michael, að eftir að hafa hafa elskað hann gæti hún aldrei elskað annan mann. Hefur vafalaust sagt: Once you go black, you'll never go back. Og þá hefur Michael svarað: Well... It doesn't really matter, if you are a black or white! Or does it? Og Paul hefur tekið undir: Yes! Ebony and Ivory, living in perfect harmony! Svo hafa þeir kannski sungið erindi úr lagi Pauls, Ode to a Koala Bear:

Oh, i love you, i still care.
all my affection's there.
i will walk with you to the end of the passage,
my little koala type bear,
little koala type bear.

i can see you sitting there
with your silent smile.
i won't talk to you for a couple of minutes,
my little koala type bear,
little koala type bear.

tell me what it's like
looking out of eyes,
like the likes of yours.
do you find it so surprising
that the likes of me
likes the likes of you?

i still love you, yes, i do.
all my time on earth.
will belong to you till the end of the passage,
my little koala type bear
little koala type bear

oh i love you
i still care
all my affection's there
i will walk with you till the end of the passage
my little koala (koala) type bear, (koala)
little koala (koala) type bear.

oh, oh, oh, - oo -

oh, i love you, i still care.
all my affection's there.
i will walk with you to the end of the passage,
my little koala (koala) type bear, (koala)
little koala (koala) type bear.

oh, oh, oh, oh -
oh, oh, oh.

doo, doo, doo.

doo, doo, doo, doo, doo, doo, doo, doo.

Jæja, hvernig svosem atburðarrásin var, er þrennt á hreinu:

1.
Paul er auli.
2. Michael er auli.
3. Þessi Doggone girl er algjör hálfviti.


Að öðru. Í blaði las ég að þekktur handrukkari hafi fundið ástina. Og það er ekkert nema gott og blessað. Nema hvað, að hann ljóstrar því upp að í prísundinni smíðar hann falleg ljóð um litlu dúfuna sína. Ég ímynda mér að þau séu einhvern veginn svona:

Gangster in Paradise

Ég þrái ekkert heitar,
en að berja þig
augum, ástin mín.
Og ég ætla mér,
að kveikja í þér
ástareld, ástin mín.

(viðlag)

Þú ert þarna úti.
Og ég er hérna inni.
En hvar er Tinni
og Kolbeinn kafteinn?

Já, ástin gerir mig óðan,
alveg hreint hamstola.
Mig langar að slá þig
með gullhamrinum mínum.
Því ástin gerir mig óðan,
alveg hreint hamstola.

Já, eins og ég sagði áðan. Þetta er ekkert nema gott og blessað.


En að öðru. Mér fannst
þetta frekar fyndið. Einhver strákur kemur fyrstur í mark eftir 400 metra og dettur þegar hann á 20 cm í mark. Ég hló einhverra hluta vegna óstjórnlega mikið að þessu.


Og enn annað: Hvernig stendur á því, að Ísland er í 99. sæti á lista FIFA yfir bestu knattspyrnuþjóðir heimsins? Það er algjört hneiksli. Og af hverju eru Bandaríkin í fimmta sæti? Það er bara rugl. Tek nokkur dæmi um þjóðir fyrir ofan Ísland:

98. Súdan
97. Úganda
89. Búrkína Fasco (hvað svosem það nú er)
80. Óman
78. Quatar
62. Gúatemala
61. Tógo
32. Fílabeinsströndin

Og svona mætti áfram telja. Landið sem er í sæti 205 (neðsta sætið) heitir Ameríska Samóa. Þeir töpuðu nú síðast 10 - 0 fyrir Nýju Gíneu Papúa. Svo guldu þeir 11 - 0 afhroð fyrir Fiji-eyjum. Og loks töpuðu þeir 9 - 1 fyrir Vanuatu. En leikmaður að nafni Natia Natia klóraði í bakkann fyrir Amerísku Samóu á 39 mínútu. Honum var síðan skipt útaf á 57. mínútu fyrir leikmann að nafni Tanu Tanu. Það er mitt mat, að þetta hafi ekki verið góð ákvörðun hjá landsliðsþjálfaranum. Natia var orðinn frekar heitur og hefðu auðveldlega getað bætt stöðuna.

Þessi listi virðist vera flókinn í gerð. Þessar leikjatýpur eru teknar með í reikninginn og vægi þeirra gefið í sviga fyrir aftan:

Vináttuleikir (1.00)
Undankeppni í heimsálfumótum, t.d. undankeppni EM (1.50)
Undankeppni HM (1.50)

Lokakeppni heimsálfumóta, t.d. EM (1.75)
FIFA Confederations Cup match (1.75 ) - veit ekki hvaða mót þetta er, en mér finnst þeir taka sjálfa sig frekar hátíðlega að stilla sér til jafns við EM.
Lokakeppni HM (2.00)


Að auki hafa heimsálfur ákveðinn stuðul:

Evrópa (1.00)
S-Ameríka (0.99)
Afríka (0.96)

N-Ameríka (0.94)
Asía (0.93)
Eyjaálfa (0.93)

Og svo eru eftirfarandi atriði úr einstökum viðureignum tekin með:

Stig fyrir sigur, jafntefli eða tap (stig fyrir tap?).
Plússtig fyrir skoruð-mörk í leiknum.
Mínusstig fyrir mörk-fengin-á-sig í leiknum.
Aðkomulið fær bónusstig.
Margfaldað með, keppnis- og heimsálfustuðlinum (hér að ofan).

Ástæðan fyrir stöðu Bandaríkjanna á listanum, er líklega sú að þeir eru í svo lélegri heimsálfu. Þar vinna þeir allar rimmur og hækka ótæpilega í kjölfarið. Að sama skapi er það ástæða fyrir gengi Íslands. Við erum í Evrópu og hljótum útreið í hverjum leik. Og Ameríska Samúa... Jahh... Hvað skal segja. Ég veit ekki mikið um þetta land, því síður af hverju þeir eru með svona lélegt fótboltalið. Á netinu fann ég að höfuðuborgin héti Pagó Pagó og eyjaskeggjar eru 57 þúsund talsins. Mér sýnist þetta bara vera hið bærilegasta samfélag, þar sem bananar, ananas og kókoshnetur eru helsta landbúnaðarvaran. Og úr sjó er túnfiskurinn allt í öllu. En, já. Ég skal ekki segja.


Í síðustu færslu tala ég um Michael Jackson og textann við lagið Bad. Þar kom fram að viðlagið væri:

Because I'm bad, I'm bad.
Cause I run UPT.

Ég er ekki viss um að þetta sé rétt. Ég er búinn að hlusta á lagið 100.000 sinnum síðan þá og alltaf heyri ég hann segja:

Because I'm bad, I'm bad.
Shamone.

Ekki Cause I run UPT. Það er bara einhver vitleysa sem ég slæddist með af einhverri textasíðu á netinu. En þá er það spurningin. Hvað þýðir þetta Shamone? Ég hef ekki hugmynd um það, en Wikipedia fjallar lítillega um þetta fyrirbæri hér.

Í síðustu færslu var einnig að finna aðra ranga staðhæfingu. Þar sagði ég að uppáhalds lagið hans Ellerts væri Uptown girl með Billy Joel. Það er ekki rétt. Þegar ég hugsa mig betur um, er ég nokkuð viss um að Ellert hafi sagt að þetta lag væri hans uppáhald - fyrir utan The girl is mine. Semsagt, að The girl is mine væri númer eitt og Uptown girl númer tvö.

The girl is mine er athyglisvert innlegg í sögu poppsins. Þar leiða saman hesta sína tveir mestu aularnir í sögu mannkynsins; Michael Jackson og Paul McCartney.

Paul og Michael, hönd í hönd. Athygli er vakin á óvenjulega löngum leggjum, en það er mín kenning að þeir hafi verið lagðir á strekkingarbekk fyrir myndatöku. Þessi mynd er framan á plötunni Say, say, say. En það er smáskífa. Á B-hlið hennar er lagið ódauðlega Ode to a koala bear. Hvílíkir aular!

Í lok lagsins fara þeir Michael og Paul að rífast um ,,the Doggone girl":

[Paul]
Michael, We're Not Going To Fight About This, Okay

[Michael]
Paul, I Think I Told You, I'm A Lover Not A Fighter

[Paul]
I've Heard It All Before, Michael
She Told Me That I'm Her Forever Lover, You Know, Don't You Remember

[Michael]
Well, After Loving Me, She Said She Couldn't Love Another

[Paul]
Is That What She Said

[Michael]
Yes, She Said It, You Keep Dreaming

[Paul]
I Don't Believe It

[Michael & Paul]
The Girl Is Mine (Mine, Mine, Mine)

[Fade-Out/Repeat]

Hvííílíkir aular!

En, jæja. Þetta er semsagt færslan mín sem átti að vera um styrkleikalista FIFA.

þriðjudagur

Misskilningur

Due to security reason - and the risk of death - all passengers are asked to hold on to their luggage.


Einhvern veginn svona hljóma skilaboðin sem lesin eru á 15 mínútna fresti á útlenskum flugvöllum. Ég fattaði þetta aldrei almennilega. And the risk of death! Það hljómar svoldið brútal. Og hvernig? Tengist þetta kannski á einhvern hátt hryðjuverkum? Nei, ég var alveg bit.

Eftir marga marga mánuði spyr ég vin minn um þetta. Hvernig getur fólk dáið, svona ef það passar farangurinn sinn ekki nógu vel. Og þá kom það rétta í ljós. Auðvitað. Þetta er náttúrulega:

Due to security reason - and the risk of theft - all passengers are asked to hold on to their luggage.

Auðvitað.

Annað dæmi um misskilning eru jólalögin. Maður lærir þau þegar maður er lítill og skilur hvorki upp né niður í þeim. Svo söng maður bara hljóðin. Tvö dæmi:

Vaú-vaú vitringum, vegaljósið skæra...

Eða:

Heims um ból, helg eru jól. Signumær. Songvuð sól. Frelsi mannanna. Frelsisins sins.

Eða gömlu Michael Jackson lögin. Ég kann allan textann við Bad ennþá á 9ára-tungumálinu:

Ara, sins gans dens.
Ara, mens mens djú.
Ara, embrahedda nothing.
Ahh veidja, fadja, baby:

You know I'm bad,
I'm bad,
You know (bakraddir: rerí bad)
You know I'm bad,
I'm bad,
You know (bakraddir: rerí bad)
[aftur sama]
Ara, (man ekki hér)
an inst my five guys
ara, told you not to do.
Who's bad?

Ég hef enn þann dag í dag ekki hugmynd um það hvað þessi texti fjallar. Og kannski er kominn tími til að kynna sér þennan texta betur. Ekki seinna vænna. Hér er sama textabrotið og fyrir ofan, nema þetta er rétt útgáfa:

Well they say the sky's the limit
And to me that's really true
But my friend you have seen nothin'
Just wait 'til I get through...

Because I'm bad, I'm bad.
Cause I run UPT. (Bakraddir: Bad bad-really, really bad)
You know I'm bad, I'm bad.
You know it.
[aftur sama]
And the whole world has to
answer right now
Just to tell you once again,
Who's bad...

Ok. Ég sé það núna, að ég var kannski ekki alveg með á nótunum þarna í gamla daga. Og reyndar verð að viðurkenna, að ég er eiginlega ekkert skárri núna. Hvað er UPT? Og af hverju verður maður vondur ef maður stjórnar því? Og af hverju kannast ég ekkert við þetta úr laginu? Hmm... Þetta verð ég að vita. Nú er Google góður vinur.

Niðurstöður:


UPT: Undergraduate Pilot Training
UPT: Union Pacific Technologies
UPT: Unit Proficiency Training
UPT: Units Per Transaction
UPT: Universal Personal Telecommunications
UPT: Universal Protocol Translator
UPT: Universidade Portucalense
UPT: University of Pittsburgh Trust
UPT: Uptown (New Orleans, LA)
UPT: Urenco Power Technologies
UPT: Urine Pregnancy Test

Ég ætla að veðja á Uptown (New Orleans, LA).

En, ok. Er Uptown jafn vondur staður og MJ vill meina? Nú dettur mér strax í hug lagið Uptown girl (sem Ellert sagði mér einhvern tímann í trúnaði að væri uppáhalds lagið sitt), eftir Billy Joel. Er stelpan þar ekki algjör dekurrófa? Hér er textinn (
styttur):

Uptown girl
She’s been living in her uptown world
I bet she never had a back street guy
I bet her mama never told her why

I’m gonna try for an uptown girl
She’s been living in her white bread world
As long as anyone with hot blood can
And now she’s looking for a downtown man
That’s what I am

She’ll see I’m not so tough
Just because
I’m in love with an uptown girl
You know I’ve seen her in her uptown world
She’s getting tired of her high class toys
And all her presents from her uptown boys
She’s got a choice

And when she’s walking
She’s looking so fine
And when she’s talking
She’ll say that she’s mine

Jahh... ég skal ekki segja. Ég er engu nær. MJ er ekkert harðari þó hann stjórni einhverju uppahverfi í Los Angeles - hverfi sem Billy Joel líkir við hveitibrauð. Er það? Nei, ég myndi ekki halda það.