miðvikudagur

Svartir peningar

Vinur minn einn heldur því fram, að þeir sem greiða fyrir vöru/þjónustu með peningaseðlum, séu á einn eða annan hátt viðriðnir svarta atvinnustarfsemi. Fyrst fannst mér þetta hljóma eins og vitleysa, en eftir því sem ég hugsa meira um þetta meikar það sens.

Spurningin er: Við hvaða tilefni fengi ég seðla í fullkomlega heiðarlegum viðskiptum? Mér dettur ekkert í hug.

Jú, bíðum hæg. Ef ég ætlaði að senda lítið barn út í búð fyrir mig, yrði ég líklega að láta það hafa einhverja seðla. Ok. Ófjárráða einstaklingar nota vafalaust seðla. Breytum spurningunni aðeins: Í hvers konar (heiðarlegum) viðskiptum fengi fjárráða einstaklingur greitt í seðlum?


P.s.
Tvö fyndin myndbönd af netinu:
The Landlord, Worst TV Figth Ever

mánudagur


Lúkas lifir


Hundurinn Lúkas
er á lífi. Hahaha...! Þetta er brandari ársins! Og nú má hellingur af fólki skammast sín. Sérstaklega eftirtaldir aðilar:

Barnaland.is
Live2cruise
Hugi.is
Hundaspjall.is

Sjálfur skrifaði ég um þetta undarlega mál hér, en steig þó öllu léttar til jarðar. Ég sé að búið er að loka fyrir aðgang spjallhluta þeirra síða sem fóru hvað mestan. En það er allt í lagi. Við getum bara skoðað hluta af þessari umræðu hér á síðunni minni. Hér eru þessir ákaflega vönduðu menn að rabba saman um það hvað eigi að
gera við morðingjann.

Kjallin:
1000 kall fyrir video af einhverjum kýla hann í andlitið.

Any takers?


gunnigunnigunn:
Ég legg 1000kall við þúsarann hans magga, 2000 fyrir myndband af hnefa í smetti.

Haukurlitli:
Mig langar helst að fara með hann á fjöll og setja hann í holu.

Ég sendi skilaboð á félaga mína á myspace um þetta. Hann er með m
yspace accountið "helgipose". Ég legg til að allir geri honum lífið eins leiðinlegt og hægt er.

T.d. hleypið úr dekkjunum hjá honum og látið bílinn hans leiða út (eflaust hægt án þess að valda stórskemmdum á bílnum sem hægt væri að kæra mann fyrir, t.d. hægt að splæsa í vír og tengja í jörð).


Sveinn:
Rétt er að benda áhugasömum á að símanúmerið hjá þessum manni, sem heitir fullu nafni Xxxxxx Xxxx Xxxxxxxxx, er 867-XXXX.

Hilmar Trausti Harðarson:
Ég skrifa undir fullu nafni því það er eindregið ósk mín að þu leitir mig uppi aumingjinn þinn. Ég hefði mikla ánægju af að taka þig í gegn enda virkar þú heldur væskilslegur! Ég var líklega einn af þeim síðustu sem sáu þennan hund á lífi og leitaði að honum ófáar klukkustundirnar. Það
vita allir hvar þú átt heima og þú átt ekki von á góðu greyið mitt. Þú ert sjúkur aumingji! Vona að við sjáumst sem fyrst...þú ættir kannski að goggla mig áður en þú ræðst á mig!!

hmmm:
Xxxxxxx XX seltjarnarnesi, þar býr þessi litli viðbjóður, kíkjum í heimsókn....... og spörkum í hann og hendum honum svo í sjóinn..

Lesandi:
held að jóhann hafi rétt fyrir sér - þú skalt stökkva og kaupa þér flugmiða út því dýraeigendur eru að sameinast um að láta slæma hluti gerast fyrir þig hvort sem það verður á djamminu eða annarstaðar

Ingvar:
mér langar þig nú bara að hitta þig kall....þú sona stór og sterkur kall að að geta farið illa með saklaust dýr. Skal leyfa þér að sparka í mig...eini munurinn á mér og hundinum er sá að ég sparka á móti og ég hætti ekkert frekar en þú gerðir fokkin ræfillinn þinn.
Ég ætti að rífa af þér hausinn og drekka þig eins og prótein shake helvítis aumingji!!


Hilmar Trausti Harðarson:
Verðum við strákanir ekki að kíkja á Seltjarnarnes........það er svo fallegt þar.....án þín
það er kominn á keppni um hver nær þér!!


Bjarni:
Ég vona að þú áttir þig á því að þér er Ekki óhætt á götum akureyrar...
þú verður bara að vona að einhver ní til þín áður en ég geri það helvítið þitt.

ég er að leggja andlit þitt á minnið, .
.
Komið...

Sé þig.


Hilmar Trausti Harðarson:
ég er persónulega búinn að setja menn á þig..ég veit hvar þú ert og hvert þú ferð. Þetta er lítið land og auðvelt að fylgjast með þér. Please komdu og .....þú ert greinilega gríðarlegt karlmenni....sjáumst um helgina! Það ætti ekki að vera mikið mál að finna þig ; )

Killer:

Það verður gaman að sjá hvernig við tökum á móti þér í steininum vinur..hlökkum til að sjá þig
Ég gúglaði Hilmar Trausta Harðarson (eins og eggjun hans stóð til) og verð að játa það, að ég átti nú eiginlega von á því hann væri annars konar týpa. Fannst einhvern veginn að hann hlyti að vera harðari gaur. En, jæja. Hvað um það.

Það fyndnasta í þessu öllu, er að það fóru fram minningarvökur um hundinn Lúkas og haldnar kertafleytingar á þremur stöðum á landinum (Innsk.: Hvernig er það, fattaði enginn að Lúkas var hundur?). Svo kemur í ljós að litli vitleysingurinn villtist bara upp í fjöll. Þetta er brandari ársins.

Nöfn

Niðurstaða gærdagsins: Ef ég væri Dani myndi ég líklega heita Mikkel. Það passar víst best við mig. Og Eddie, ef ég væri frá Bandaríkjunum. Ekki fékkst úr því skorið hvað ég myndi heita í Þýskalandi, né hvort að til væri gyðinganafn sem passaði mér.

Í útlöndum eru eftirfarandi nöfn aulalegust:

Bandaríkin: Barney
Þýskaland: Klaus
Gyðinganafn: Weinstein
Ísland: Bóbó
Danmörk: Datt ekkert í hug...
Færeyjar: Bogi Laxafoss
Ítalía: Flavio

föstudagur

Góð teikninmyndasaga

Mér var bent á
ágæta teiknimyndasögu. Tek nokkur dæmi:


Þessi gæi er alveg á mörkunum að fara inn á þá grínara sem ég skoða reglulega: WulffMorgenthaler, WhiteNinja, PBF. Ég hef hann alla vega á bak við eyrað.

White Ninja er áberandi bestur þessa dagana.



Annars var ég að átta mig á einu nú um daginn: Fyrir nokkrum mánuðum skipti ég um símanúmer (sími nú: 856-7149). Það gamla virkar ennþá, en ef hringt er í það er símtalinu forwardað á réttan stað. Þetta er hins vega ekki raunin með SMS. Þau detta steindauð niður. - Langaði bara að taka þetta fram einhvers staðar, ef ske kynni að einhver væri súr út í mig fyrir að svara ekki SMS-um.