Ef maður fjarlægir einhverja amínósýru úr ávaxtaflugu á fósturstigi, fæðist hún án augna. Ef maður fjarlægir sömu amínósýru úr manni, fæðist hann með ljósan súperman-lokk fremst í hárrótinni. Fyrr í vetur ætlaði ég að skrifa smásögu um vísindamann sem fjarlægir þessa amínósýru úr mús [1], til þess að athuga hvort einhver stökkbreyting yrði. Plottið var eftirfarandi:
Vísindamaðurinn framkvæmir tilraunina, en hún skilar ekki neinni niðurstöðu. Þegar vísindamaðurinn er búinn að gefa upp alla von, byrjar músin að hughreysta hann. Og þannig uppgötvar vísindamaðurinn stökkbreytinguna í músinni: Hún getur talað! Fyrst verður vísindamaðurinn mjög ánægður, en lendir síðan í mikilli sálarkreppu í samræðum við músina. Hann byrjar að segja henni frá æsku sinni og áttar sig á því hvað hann mætti miklu harðræði heimafyrir. Aldrei fyrr hafði vísindamaðurinn opnað sig á annan eins hátt við nokkurn, og þannig verður hann háður músinni. Hún skilur hann. Upp úr krafsinu kemur, að vísindamaðurinn átti alltaf í vandræðum með stelpur og með mikilli kænsku nær músin loks að sannfæra hann að ástæða þessa vandræða sé aðdáun hans og ást á Mínu mús. Eftir mikla sálfræði-leiki nær músin að sannfæra hann. Í rauninni hneigist hann til músa. Og í rauninni er hann ástfanginn að henni sjálfri. Stelpur voru aldrei málið. Þær eru bara heimskar osta-ætur. Og sagan endar á því að músin nær að sannfæra ástblindan vísindamanninn að hleypa sér út, platar hann síðan til að fara inn í búrið og læsir á eftir honum.
Einhverra hluta vegna tóks mér aldrei að skrifa þessa sögu þannig að hún hljómaði rétt, en plottið var ágætt.
[1]
Og reyndar gerði Helgi frændi það einu sinni, en það er annað mál.