Svar:
Ég myndi aldrei lýsa öðrum karlmanni en sjálfum mér sem huggulegum, og því hlýtur huggulegi karlmaðurinn í gátunni að vera ég. Og ég sagði síðan konunni að drepa systur sína, því að ég er svo vondur. Það er rétta lausnin.Ég bjóst ekki við að svarið myndi koma, en Tomma Haarde tókst að ráða fram úr gátunni. Hann fær því verðlaunin: iPod að eigin vali í Applebúðinni við Gammel Möntergade (segðu bara að Jói hafi sent þig).
Annars er þessi gáta víst notuð af geðlæknum til þess að greina siðblindu. Spurningin er látin flakka, og sjúklingurinn beðinn að svara því fyrsta sem honum dettur í hug. Venjulegt fólk svarar öfundsýki eða út af arfinum. En siðblindir gefa hins vegar það svar, að konan hafi drepið systur sína til þess að hitta huggulega karlmanninn aftur í jarðarförinni. Þessu svara þeir án þess að hugsa.
Það sem veldur mér áhyggjum, er að þetta svar kom í kommenta-kerfinu. Einhver sem notar leyninafnið ,,Krúsa" rataði strax á þessa lausn. Og það sem veldur mér eiginlega mestum áhyggjum er að hún heimtar verðlaun (þó að hún hafi í raun giskað á rangt svart). Ég get ekkert sagt til um hvernig þessi ,,Krúsa" hugsar, en ef grunur minn reynist réttur mun hún beita öllum tiltækum ráðum til að innheimta verðlaunin. Jafnvel halda í fæturna á mér, og láta mig dingla fram af mjög háu húsi, á meðan ég grátbið hana um náð og lofa öllu góðu. Úff... Þetta lítur ekki vel út.