Mogginn er með frétt í dag:
Æ meira um vansköpunHvaðan kemur þessi 30 sekúndna pæling? Hún er algjört drasl. Segir manni ekkert, nema það að Kína er stórt land. Ef sama tölfræði gilti um minni lönd, til dæmis Ísland, myndi fréttin hljóða svo:
Vansköpun og öðrum fæðingargöllum hefur fjölgað mjög í Kína eða um heil 40% á aðeins sex árum. Þetta þýðir, að á 30 sekúndna fresti fæðist vanskapað barn í landinu.
Æ meira um vansköpunAthyglisvert.
Vansköpun og öðrum fæðingargöllum hefur fjölgað mjög á Íslandi eða um heil 40% á aðeins sex árum. Þetta þýðir, að á 36klst og 43mín fresti fæðist vanskapað barn í landinu.